Færsluflokkur: Bloggar

" plís" semjið strax

Kæru samningamenn í deilu BHMR og ríkisins. Plís farið þið nú að semja. Ég hef fullan skilning á að fólk vilji sanngjarnt kaup fyrir vinnu sína og allt það en .... Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu...en það er smá vesen á mér, sko smá bilun í kerfinu og ég ekki alveg í lagi og þarfnast “smá” viðgerðar á Lansanum... átti sko að fara í aðgerð í mars sem var frestað fram í apríl m.a vegna uppsafnaðs vanda eftir læknaverkfalls svo nú er ég enn að bíða og bíða og bíða.... Frekar fúlt að hanga heima, væri trúlega komin í vinnu aftur ef allt væri eðlilegt...líka mjög andlegaslítandi, sko veit nefnilega alveg hvað bíður mín ef ég fæ ekki viðeigandi læknisþjónustu... Mjög skert lífsgæði og örorkubætur vegna sjónskerðingar og fleira miður skemmtilegt sem ég vil ekki hugsa um. Spennandi framtíð eða þannig... Ég er ekki í bráðri lífshættu eins og t.d. krabbameinssjúklingar en samt er heilsa mín og lífsstarf mitt að veði og ég er ekki tilbúin til þess að hætta að vinna 46 ára gömul, fannst nógu mikið áfall að þurfa að kyngja stoltinu og fara í veikindabiðeftiraðgeðarleyfi. Núna er staðan hjá mér þannig að ég veit að ég þarf nauðsynlega á aðgerð að halda en... hvenær ég kemst að er óþekkt stærð, það veit það enginn... Þarf ég að bíða í nokkra daga, vikur, mánuði??? Eða þar til ég verð “nógu” mikið veik til þess að komast á undaþágulistann? Kemst ég yfir höfuð í vinnu í ágúst til að undirbúa næsta skólaár? Því þó verkfallið leysist er ekki víst að ég komist strax að, það þarf nefnilega að forgangsra sjúklingum og svo eru væntanlega sumarfrí og lokanir framundan á Lansanum. Ég hef trúlega lítið um það að segja hvenær röðin kemur að mér. Mér finnst það ólíðandi að heilsa mín og annarra sjúklinga sé notuð í kjarabaráttu og það líði margar vikur án þess að ekkert gerist. Ég er búin að fá nóg af kjaftæðinu í Alþingismönnum, mér er nefnilega slétt sama hverjum er um að kenna að ástandið sé eins og það er, ég vil bara sjá ykkur vinna saman að því að leysa málið. Gert er gert og borðað það sem borðað er, hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Sjúkdómar fara nefnilega ekki í verkfall þó heilbrigðisstarfsfólk geri það.
Kveðja Helga Aðalsteinsdóttir


"Frítt" sjónvarp hjá símanum eða hvað:-(

Síðastliðið haust var hringt í mig og mér boðið að fá "frítt" sjónvarp hjá Símanum þ.e. fyrst ég væri hvort sem er með ADSL áskrift hjá þeim.  Ég sló til, enda að vandræðast með tengingu fyrir fermingarsjónvarpið sem unglingurinn á, bý í gamallri íbúð þar sem aðeins er gert ráð fyrir tengingu fyrir 1 sjónvarp.    En strax var galli á gjöf Njarðar,  ég þurfti að kaupa tæki sem sendir merki úr ADSL beininum í gegnum raflagnir heimilisins í afruglarann. (ég vildi ekki láta setja snúru um hálfa íbúðina).  Þessi útbúnaður kostaði mig u.þ.b.  13000kr.  Það var auðvitað mitt val að vera svona pjöttuð en strax þarna kom í ljós að þetta var samt ekki alveg frí uppsetning eins og mér hafði verið sagt. Maðurinn sem bauð mér þetta tilboð sagði að það væri ekkert mál að hafa 2 sjónvörp inn á afruglaranum það

kæmi maður frá þeim sem græjaði það. .... en það var hauga lygi... sá sem kom og tengdi fyrir mig afruglarann sagði að það væri bara frítt að tengja í 1 sjónvarp... hitt kostaði ... ég varð reyndar hundfúl og tuðaði aðeins í honum og   lét hann því bara tengja í sjónvarp unglingsins... bömmer.... 

En nú er ég hundfúl... fékk símreikning... sem er 950 krónum dýrari en vanalega.... jú nú kostar allt í einu að hafa ADSL beinir 350 kr  og 600 krónur að hafa afruglara....  Fæ reyndar einhverjar Erlendarrásir fríar sem ég hef aldrei beðið um og get ekki einu sinni horft á .... nema að troða mér inn í unglingaherbergið sem ekki er alltaf vinsælt ..... en meiri bömmer...  

Mér skildist á manninum sem hringdi í mig að kostaður af afruglaranum og ADSL beinirninum væri inni falið í þessum 4190 krónum sem ég borga fyrir á mánuði... fyrir að  vera í ADSL áskrift hjá þeim :-( 

 Sem sagt haugalygi ... rangar eða rangtúlkaðar upplýsingar sem fólk fær frá fyrirtækinu... frítt sjónvarp er ekki frítt.... ég kem til með að borga næstum 12000krónur á ári fyrir það sem mér var sagt að væri innifalið í okurverði á ADSL þjónustu hjá Símanum....  Ég er enginn útrásarvíkingur og 12000 krónur vega þó nokkuð í heimilsútgjöldunum  og mig munar um minna....

 

Kveðja Helga ósátta  


Jól

Gleðileg jól Smile

Ég og mín fjölskylda höfum átt yndisleg jól.  Við "skruppum" norður á Akureyri 20. des og komum heim í gær.  Það eru 8 ár síðan ég var síðast heima hjá pabba og mömmu um jólin!!!   ´
OMG hvað tíminn líður hratt.  Það var mjög notalegt að vera jólagestur... þurfti ekki að spá og speglura hvað ætti að vera í matinn... þurfti ekki að elda matinn.... ekki kaupa í matinn...   (ég hjálpaði mömmu auðvitað í eldhúsinu og svoleiðis) þurfti ekki að stjórna jólaskreytingunum (var reyndar búin að gera það heima áður en ég fór af stað)  sem sagt ég átti afslappaðan aðfangadag... allt tilbúið og ekkert stressSmile.  Lentum reyndar í smá ævintýri á Þorláksmessu.  Pabbi var að vinna og því var beðið með að setja upp jólatréð fram á kvöld.  Þegar hann mætti á svæðið um 8 á Þorláksmessukvöld, fékk hann mig til að koma með sér í bæinn og kaupa brúðkaupsafmælisgjöf handa mömmu (þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli 28. des) (þessi karlar alltaf á síðustu stundu... hóst)  þannig að það var ekki fyrr en um 9 leitið sem jólatrésskreytingin gat byrjað.... en þá fannst ekki jólatrésfóturinn... og það var leitað ... og leitað... og leitað .... en ekkert fannst... (búálfurinn í Skessugili er sterklega grunaður um að vera valdur að þessu dularfulla jólatrésfótarhvarfi) ...það var því brunað í bæinn... en enginn jóatrésfótur til... við vorum u.þ.b. að tapa okkur... engin jól á jólatrésfótar eða hvað... en hvað gera gamlir bændur???? Þeir hringja í vin... eða réttar sagt bræður sína ... pabba datt í hug að hringja í Kalla frænda... hann er eins og flest ættmenni mín... hendir helst ekki neinu... og auðvitað átti hann gamlan og góðan jólatrésfót á lagerWink  Jólatréð var komið upp um 23:30 en þá var Lillan mín sofnuð... hafði beðið og beðið eftir jólatrésskreytingunni...og búin að spyrja á 5 mín. fresti hvenær má ég skreyta jólatréð.....  og það besta var að á aðfangadagsmorgun mátti hún ekki vera að því að skreyta það... eftir alla biðina... hún var svo upptekin við að horfa á jólabarnatímann.... Skíðakappinn minn fékk því að skreyta tréð í friði og var alsæll með það.  Eftir hádegi skruppu svo kallarnir með börnin  í sveitina að líta eftir húsum og hundum. Lillan hitti Loppu sína og Kát og var mjög kát með það.  Á meðan dúlluðum við mamma okkur við matargerð og ég keyrði út síðustu pökkunum og hafði það næs með tærnar upp í loft... gæti alveg vanist þessu... vest hvað það er langt að fara... við vorum 8 - 9 tíma á leiðinni.   Aðfangadagskvöld var dásamlegt... maturinn hennar mömmu er bestur... kálkunn ala mamma .. nammmmmmm og jólagrautur al pabbi  nammmmmmmmm.... pakkar og kort ... 

Jólakveðja Helga


Listakona eða hvað???

Á þessum bæ er nóg að gera og meira en nóg.  Mig vantar a.m.k. 4 tíma til viðbótar í sólahringinn til að gera allt sem ég þarfa að gera.  Eða réttara sagt sem mér finnst ég þurfa að gera.  Ég er nefnilega orðin listakona... já ég hef nú alltaf verið listræn í mér en nú er ég listakona... ég stend mig reglulega að því að búa mér til lista yfir hvað ég þarf að gera fyrir næstu daga og mánuði.     Þessir listar vilja verða bæði  langir og flóknir og þannig úr garði gerðir að þeir lengjast alltaf frekar Shockingen hitt.  Og hvað gera bændadætur þá????   Já ... við stingum höfðinu í bleyti og .... eins og hjá ríkinu er niðurskurður óhjákvæmilegur.....Sideways  já ég reyni að grisja og velja úr... þarf alltaf að vera skínandi hreint á heimilinu???? neibb... það má alveg sjást rykkorn á stöku eða nokkrum eða nokkuð mörgum stöðum öðru hverju....hmmmmmmmmmCool maður setur bara upp sólgleraugu, slekkur ljósin og kveikir á kertum...   þarf að baka 17 sortir af smákökum.... neibb 3 eru nóg....   eða 5.....eða ..

Þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð á listum ... er nóg eftir og meira en það... næsta helgi er uppbókuð... á morgun þar ég t.d. að græja ýmislegt smálegt, baka fyrir 2 basara og fara í saumaklúbb.  Á laugadaginn er jólaföndur í Grunnskólanum, síðan er basar hjá kvenfélaginu  þar sem ég ætla að vinna og jólatorgsala hjá tónlistarskólanum.  Lillan er að fara í afmæli o.s.frv., sunnudagurinn er reyndar á lausu fyrir tiltekt, þvotta og lærdóm... ég á að skila síðasta verkefninu í þessari lotu  eftir helgi.... síðan í næstu viku verða margar æfingar hjá kórnum mínum við eru nefnilega að fara að syngja á tónleikum bráðum.   Já svo á ég eftir að kaupa jólagjafir og jólaskreyta og vinna og fara í ræktina og skrifa jólakort og..... og... og   ´

ÓMG  hvar endar þetta  

... bara vel vona ég ....LoL  

Kveðja Helga listakona

  


Búin að horfa á Stubbana á norsku í allan dag :-(

Ég og lillan erum veikar heima... ég veit ekki hvort ég sé með meiri höfuðverk af kvefinu og beinverkjunum sem ég er með eða af því að horfa no stopp á Stubbana (með norsku tali, spóla sem unglingurinn fékk senda frá Norge um árið), Heiðu, Stubbana, Ávaxtakörfuna og ennn meir á Stubbana, Latibær og enn meira Stubbana á norsku (enda ætla Norðmenn að "hjálpa" okkur).

  Stúr Kelmm frá Helgu með kvebba í nebba

 

 

 


...

Lillan braut gleraugun sín um síðustu helgi... var bara hissa hve lengi þau hafa tollað saman heil Halo... hún fer nú ekki mjúkum höndum alltaf um þau Blush ... Well ég þurfti að senda þau suður í viðgerð og þau komu í pósti á föstudaginn... ég fékk þau send í póstkröfu og þurfti að borga 1500 krónur fyrir það grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr ég fattaði bara ekki að biðja um að láta þetta á kortið þá hefði ég þurft að borga ca 500 kall.    Viðgerðin kostaði 2500 krónur  svo þetta er algjört rán hjá póstinum  ... svo eru þeir farnir að rukka 250 kall fyrir heimsendingu.... Devil  okur.....

 Þá er meinhorninu lokið...

Kveðja Helga


Ég veit ekkert um þessa kreppur.. ég bý bara í þessu landi...

Þetta er uppáhaldssetningin mín þessa dagana.  Já nú reyni ég markvisst að forðast þetta kreppu tal og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Nóg annað að hugsa um.  Ég veit nebblega að hversu mikið sem ég velti mér upp úr þessu get ég prívat og persónulega ekkert gert til að bæta eða breyta ástandinu......ég bjó það ekki til..... né tók þátt í þessu rugli....né fæ á nokkurn hátt um breytt...   ég ætla bara að einbeita mér að því sem ég get breytt og bætt í staðinn.  Jamm svo mörg voru þau orðin. 

Kveðja Helga sem stingur höfðinu í sandinnSleeping


...

Jæja þá er ég búin að skila fyrsta verkefninu í náminu mínu, það hefur kostað blóð, svita og tár og reyttan skallaSideways  já ég þurfti að hrista rykið af námstækninni... 16 ár síðan ég var síðast í svona námi... að lesa fræðitexta á ensku og norsku... já ég þarf að hrista rykið af enska fræðiorðaforðanum mínum... fletti milljónsinnum upp í orðabók... til að vera alveg viss um að ég væri að ná innihaldinu...ÓMG í gær var ég bara farin að halda að ég gæti þetta ekki... og bara hætta ... gat ekki ná neinni tengingu við viðfangsefnið... en svo allt í einu kviknaði á perunni eða ég held það a.m.k og ég náði að sjóða saman fyrsta verkefnið. Svo er bara að krossa fingur og vona að það sé eitthvert vit í þessu hjá mér.

Kveðja Helga skólastelpa


Afgreiðslan hæg hjá VÍS

Drengurinn minn slasaðist á skíðum sl. vetur (5. febrúar) og þurfti að liggja viku á spítala.  Auðvita fylgdi því nokkur kostnaður að dveljast í Reykjavík og vinur minn sagði mér að tryggingarfélagið á Skíðasvæðinu ætti að borga mér útlagðakostnað.  Tryggingarfélagið VÍS hafði ekki frumkvæði af því að láta mig vita af þessu og ég hafði ekki orku í að vinna í þessu máli fyrr en í júní.  Þá fór ég á skrifstofuna hjá VÍS og spurðist fyrir... jú jú komdu bara með kvittanir og lista.   Ég gerði það, tók saman flugkostnað, sjúkraflug, sjúkrabíll, leigubíll, gisting 1 nótt, sjúkraþjálfun og áætlaðan kostnað á fötum sem klippt var utanaf honum o.s.frv.   Ég fór með þetta til VÍS um 20. júní og..... það var fyrst  núna 24. september sem VÍS hefur samband við mig til að fá útskýringar á ákv. þáttum (til vera örugglega ekki að greiða of mikið)  .... sem sagt nú eru liðnir nærri 9 mánuðir frá slysinu og tryggingarfélagið er en ekki búin að ganga frá málinu grrrrrrrrrrrr Devilekki smá pirrandi .... ég er mjög ósátt við þetta félag... í fyrsta lagi að hafa ekki frumkvæði á því að láta mig vita af bótarétti og í öðru lagi hve afgreiðslan er hæg hjá þeim.... langar mest að skipta um tryggingarfélag .... en er svosem ekki viss að hin félögin séu eitthvað skárri. Þetta eru svo sem ekki há upphæð en mig munar um minna og inn í þessari upphæð er ekki farið fram á vinnutap og miskabætur.  Aðeins útlagðan kostnað vegna slysins. 

Kveðja Helga sem er pirruð á V'IS

P.s Góða fréttir

Loksins er ég komin með aðgang að tölvukerfinu hjá HÍ ... komst inn í gær... svo nú er um að gera að bretta upp ermar og lesa og læra.Sleeping  Nýjasta gullkornið hjá lillunni er  "Mamma viltu fara og kaupa snúð í Gamla bakaríinu... gerðu það ...ég er svoooo lítið gömul. " LoL  Já það er öllum brögðum beitt til að fá mömmu á sitt band... og gengur oft vel... enda rökföst kona á ferð og mömmuhjartað stenst ekki alltaf brögðin. 

 


Hvernig er þetta með mig og tölvur ???

Ég held að ég sé undir álögum... tölvuálögum.... eða ofsóknum...   fjarnámið mitt er að hefjast og hvað gerist????? jú KHÍ er búinn að sameinast Háskóla Íslands og því þurfa allir nemar í KHÍ að fá ný aðgangsorð... átti að vera einfalt mál, logga mig inn á gamla og fá þá inn link til að sækja um nýtt aðgangsorð..... en hvað gerist.... kemst ekki inn.Blush.. mér er meinaður aðgangur svo ég geti breytt............hvað gerist síðan... kennarinn minn er í útlöndum svo ég næ ekki í hann strax... og hann benti mér síðan  á að hringja í Smiðjuna í Kennó  og þar var mér bent á hringja á annan stað og frímínútur og matartími heils dags fór í hringingar .... og endaði í nemendaskráningu Háskólans... þú ert ekki til í kerfinu watt???? búið að henda mér út en... ég skal stofna nýjan aðgang fyrir þig.... en það má bara senda þér aðgangsorðin og passwordið í venjulegum pósti.... þannig að ég fékk loks nýtt password í fyrradag... en hvað gerist............ jú ég kemst inn á hluta kerfisins þ.e. hlutann sem heitir Ugla en verkefnavinnan fer fram á svæði sem heitir Blakkur... og af einhverjum óútskýrðum ástæðum getur kennarinn ekki stofnað aðgang þangað fyrir mig.... svo nú held ég að tölvur hafi óbeit á mér............Undecided leggi mig hreinlega í einelti... það sem á að vera mjög einfalt og auðvelt ferli er það ekki í mínu tilfelli...........hef á tilfinningunni að það sé ákveðin dulkóði tengdur nafninu mínu sem hefur þau áhrif að ef eitthvað getur farið úrskeiðis á netinu gerist það hjá mér.............Whistling

Kveðja Helga í tölvuálögum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband