" plís" semjið strax

Kæru samningamenn í deilu BHMR og ríkisins. Plís farið þið nú að semja. Ég hef fullan skilning á að fólk vilji sanngjarnt kaup fyrir vinnu sína og allt það en .... Ég er orðin mjög þreytt á að vera haldið í gíslingu, langar til að geta tekið þátt í samfélaginu og stundað mína vinnu...en það er smá vesen á mér, sko smá bilun í kerfinu og ég ekki alveg í lagi og þarfnast “smá” viðgerðar á Lansanum... átti sko að fara í aðgerð í mars sem var frestað fram í apríl m.a vegna uppsafnaðs vanda eftir læknaverkfalls svo nú er ég enn að bíða og bíða og bíða.... Frekar fúlt að hanga heima, væri trúlega komin í vinnu aftur ef allt væri eðlilegt...líka mjög andlegaslítandi, sko veit nefnilega alveg hvað bíður mín ef ég fæ ekki viðeigandi læknisþjónustu... Mjög skert lífsgæði og örorkubætur vegna sjónskerðingar og fleira miður skemmtilegt sem ég vil ekki hugsa um. Spennandi framtíð eða þannig... Ég er ekki í bráðri lífshættu eins og t.d. krabbameinssjúklingar en samt er heilsa mín og lífsstarf mitt að veði og ég er ekki tilbúin til þess að hætta að vinna 46 ára gömul, fannst nógu mikið áfall að þurfa að kyngja stoltinu og fara í veikindabiðeftiraðgeðarleyfi. Núna er staðan hjá mér þannig að ég veit að ég þarf nauðsynlega á aðgerð að halda en... hvenær ég kemst að er óþekkt stærð, það veit það enginn... Þarf ég að bíða í nokkra daga, vikur, mánuði??? Eða þar til ég verð “nógu” mikið veik til þess að komast á undaþágulistann? Kemst ég yfir höfuð í vinnu í ágúst til að undirbúa næsta skólaár? Því þó verkfallið leysist er ekki víst að ég komist strax að, það þarf nefnilega að forgangsra sjúklingum og svo eru væntanlega sumarfrí og lokanir framundan á Lansanum. Ég hef trúlega lítið um það að segja hvenær röðin kemur að mér. Mér finnst það ólíðandi að heilsa mín og annarra sjúklinga sé notuð í kjarabaráttu og það líði margar vikur án þess að ekkert gerist. Ég er búin að fá nóg af kjaftæðinu í Alþingismönnum, mér er nefnilega slétt sama hverjum er um að kenna að ástandið sé eins og það er, ég vil bara sjá ykkur vinna saman að því að leysa málið. Gert er gert og borðað það sem borðað er, hvernig ætlum við að hafa framtíðina? Sjúkdómar fara nefnilega ekki í verkfall þó heilbrigðisstarfsfólk geri það.
Kveðja Helga Aðalsteinsdóttir


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband