Jól

Gleðileg jól Smile

Ég og mín fjölskylda höfum átt yndisleg jól.  Við "skruppum" norður á Akureyri 20. des og komum heim í gær.  Það eru 8 ár síðan ég var síðast heima hjá pabba og mömmu um jólin!!!   ´
OMG hvað tíminn líður hratt.  Það var mjög notalegt að vera jólagestur... þurfti ekki að spá og speglura hvað ætti að vera í matinn... þurfti ekki að elda matinn.... ekki kaupa í matinn...   (ég hjálpaði mömmu auðvitað í eldhúsinu og svoleiðis) þurfti ekki að stjórna jólaskreytingunum (var reyndar búin að gera það heima áður en ég fór af stað)  sem sagt ég átti afslappaðan aðfangadag... allt tilbúið og ekkert stressSmile.  Lentum reyndar í smá ævintýri á Þorláksmessu.  Pabbi var að vinna og því var beðið með að setja upp jólatréð fram á kvöld.  Þegar hann mætti á svæðið um 8 á Þorláksmessukvöld, fékk hann mig til að koma með sér í bæinn og kaupa brúðkaupsafmælisgjöf handa mömmu (þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli 28. des) (þessi karlar alltaf á síðustu stundu... hóst)  þannig að það var ekki fyrr en um 9 leitið sem jólatrésskreytingin gat byrjað.... en þá fannst ekki jólatrésfóturinn... og það var leitað ... og leitað... og leitað .... en ekkert fannst... (búálfurinn í Skessugili er sterklega grunaður um að vera valdur að þessu dularfulla jólatrésfótarhvarfi) ...það var því brunað í bæinn... en enginn jóatrésfótur til... við vorum u.þ.b. að tapa okkur... engin jól á jólatrésfótar eða hvað... en hvað gera gamlir bændur???? Þeir hringja í vin... eða réttar sagt bræður sína ... pabba datt í hug að hringja í Kalla frænda... hann er eins og flest ættmenni mín... hendir helst ekki neinu... og auðvitað átti hann gamlan og góðan jólatrésfót á lagerWink  Jólatréð var komið upp um 23:30 en þá var Lillan mín sofnuð... hafði beðið og beðið eftir jólatrésskreytingunni...og búin að spyrja á 5 mín. fresti hvenær má ég skreyta jólatréð.....  og það besta var að á aðfangadagsmorgun mátti hún ekki vera að því að skreyta það... eftir alla biðina... hún var svo upptekin við að horfa á jólabarnatímann.... Skíðakappinn minn fékk því að skreyta tréð í friði og var alsæll með það.  Eftir hádegi skruppu svo kallarnir með börnin  í sveitina að líta eftir húsum og hundum. Lillan hitti Loppu sína og Kát og var mjög kát með það.  Á meðan dúlluðum við mamma okkur við matargerð og ég keyrði út síðustu pökkunum og hafði það næs með tærnar upp í loft... gæti alveg vanist þessu... vest hvað það er langt að fara... við vorum 8 - 9 tíma á leiðinni.   Aðfangadagskvöld var dásamlegt... maturinn hennar mömmu er bestur... kálkunn ala mamma .. nammmmmmm og jólagrautur al pabbi  nammmmmmmmm.... pakkar og kort ... 

Jólakveðja Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband