"Frítt" sjónvarp hjá símanum eða hvað:-(

Síðastliðið haust var hringt í mig og mér boðið að fá "frítt" sjónvarp hjá Símanum þ.e. fyrst ég væri hvort sem er með ADSL áskrift hjá þeim.  Ég sló til, enda að vandræðast með tengingu fyrir fermingarsjónvarpið sem unglingurinn á, bý í gamallri íbúð þar sem aðeins er gert ráð fyrir tengingu fyrir 1 sjónvarp.    En strax var galli á gjöf Njarðar,  ég þurfti að kaupa tæki sem sendir merki úr ADSL beininum í gegnum raflagnir heimilisins í afruglarann. (ég vildi ekki láta setja snúru um hálfa íbúðina).  Þessi útbúnaður kostaði mig u.þ.b.  13000kr.  Það var auðvitað mitt val að vera svona pjöttuð en strax þarna kom í ljós að þetta var samt ekki alveg frí uppsetning eins og mér hafði verið sagt. Maðurinn sem bauð mér þetta tilboð sagði að það væri ekkert mál að hafa 2 sjónvörp inn á afruglaranum það

kæmi maður frá þeim sem græjaði það. .... en það var hauga lygi... sá sem kom og tengdi fyrir mig afruglarann sagði að það væri bara frítt að tengja í 1 sjónvarp... hitt kostaði ... ég varð reyndar hundfúl og tuðaði aðeins í honum og   lét hann því bara tengja í sjónvarp unglingsins... bömmer.... 

En nú er ég hundfúl... fékk símreikning... sem er 950 krónum dýrari en vanalega.... jú nú kostar allt í einu að hafa ADSL beinir 350 kr  og 600 krónur að hafa afruglara....  Fæ reyndar einhverjar Erlendarrásir fríar sem ég hef aldrei beðið um og get ekki einu sinni horft á .... nema að troða mér inn í unglingaherbergið sem ekki er alltaf vinsælt ..... en meiri bömmer...  

Mér skildist á manninum sem hringdi í mig að kostaður af afruglaranum og ADSL beinirninum væri inni falið í þessum 4190 krónum sem ég borga fyrir á mánuði... fyrir að  vera í ADSL áskrift hjá þeim :-( 

 Sem sagt haugalygi ... rangar eða rangtúlkaðar upplýsingar sem fólk fær frá fyrirtækinu... frítt sjónvarp er ekki frítt.... ég kem til með að borga næstum 12000krónur á ári fyrir það sem mér var sagt að væri innifalið í okurverði á ADSL þjónustu hjá Símanum....  Ég er enginn útrásarvíkingur og 12000 krónur vega þó nokkuð í heimilsútgjöldunum  og mig munar um minna....

 

Kveðja Helga ósátta  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband