Afgreiðslan hæg hjá VÍS

Drengurinn minn slasaðist á skíðum sl. vetur (5. febrúar) og þurfti að liggja viku á spítala.  Auðvita fylgdi því nokkur kostnaður að dveljast í Reykjavík og vinur minn sagði mér að tryggingarfélagið á Skíðasvæðinu ætti að borga mér útlagðakostnað.  Tryggingarfélagið VÍS hafði ekki frumkvæði af því að láta mig vita af þessu og ég hafði ekki orku í að vinna í þessu máli fyrr en í júní.  Þá fór ég á skrifstofuna hjá VÍS og spurðist fyrir... jú jú komdu bara með kvittanir og lista.   Ég gerði það, tók saman flugkostnað, sjúkraflug, sjúkrabíll, leigubíll, gisting 1 nótt, sjúkraþjálfun og áætlaðan kostnað á fötum sem klippt var utanaf honum o.s.frv.   Ég fór með þetta til VÍS um 20. júní og..... það var fyrst  núna 24. september sem VÍS hefur samband við mig til að fá útskýringar á ákv. þáttum (til vera örugglega ekki að greiða of mikið)  .... sem sagt nú eru liðnir nærri 9 mánuðir frá slysinu og tryggingarfélagið er en ekki búin að ganga frá málinu grrrrrrrrrrrr Devilekki smá pirrandi .... ég er mjög ósátt við þetta félag... í fyrsta lagi að hafa ekki frumkvæði á því að láta mig vita af bótarétti og í öðru lagi hve afgreiðslan er hæg hjá þeim.... langar mest að skipta um tryggingarfélag .... en er svosem ekki viss að hin félögin séu eitthvað skárri. Þetta eru svo sem ekki há upphæð en mig munar um minna og inn í þessari upphæð er ekki farið fram á vinnutap og miskabætur.  Aðeins útlagðan kostnað vegna slysins. 

Kveðja Helga sem er pirruð á V'IS

P.s Góða fréttir

Loksins er ég komin með aðgang að tölvukerfinu hjá HÍ ... komst inn í gær... svo nú er um að gera að bretta upp ermar og lesa og læra.Sleeping  Nýjasta gullkornið hjá lillunni er  "Mamma viltu fara og kaupa snúð í Gamla bakaríinu... gerðu það ...ég er svoooo lítið gömul. " LoL  Já það er öllum brögðum beitt til að fá mömmu á sitt band... og gengur oft vel... enda rökföst kona á ferð og mömmuhjartað stenst ekki alltaf brögðin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Tryggingarfélög eru mafíur, pabbi minn er ennþá að reyna að fá sitt eftir að hafa verið sigldur í kaf út á sjó í fyrra sumar, hann er bara heppinn að hafa lifað þetta af

Sigrún Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband