30.1.2008 | 20:06
Annir og þorrablót og ...... :)
Nú er nóg að gera hjá minni, próf í skólanum þ.e. ég er að láta börnin taka próf (hehe fæ útrás fyrir xxx mammmmm) stærðfræðipróf í gær og hraðlestrarpróf í dag, var bara ánægð með krakkana þar, flestir að bæta við sig í hraða og nokkuð sátt með stærðfræðiprófið þetta eru svoddan dugnaðarforkar hjá mér, á morgun verður síðan lesskilningspróf og skriftarpróf á föstudaginn og þau eiga auðvita eftir að standa sig vel þessar elskur. Já nóg að gera í vinnunni og tíminn líður ekki smá hratt, 1/12 af árinu næstum liðið... kræst ... ég er alltaf með stafla af verkefnum.. þau vaxa hreinlega á borðinu hjá mér... ég get svarið að þegar ég klára 1 eru komin 3 ný í staðinn.
Á mánudaginn er maskadagurinn og mikið um dýrðir hér á Ísó. Ég sótti gamla búninga niður í geymslu í gær og nú er litla dúllan að klæða sig upp á, fann gamlan búning af stóru dúllunni prinsessu pils og slá (mín saumaði það í denn ekki smá myndó þó ég segi sjálf frá....) og líka kórónu.... hún vill helst fara í búningnum í leikskólann. Hún man ekki eftir maskadeginum síðan í fyrra og mikið að spá og spyrja um hann, hvað gerist o.s.frv. Stóra dúllan er 13 og of "stór" fyrir að maska, stelpurnar í bekknum eru að plana maskadagshitting eða gistingu heima hjá einni... kemur í ljós.... annars er hún að fara að keppa á skíðum norður á Dalvík um helgina og er mjög spennt....
Við gamla settið eru að fara á Þorrablót Hnífsdælinga á laugadaginn, það verður örugglega mikið stuð eina og vanalega.... og þó barnapían sé ekki heima er ég búin að redda því..... klikka ekki á því skil bara ekki að allt þurfi að hitta á sama tíma... hvernig gat fólki dottið í hug að hafa skíðamót á Dalvík þegar það er þorrablót í Hnífsdal ÓMG ..... snýst heimurinn ekki í kringum mig???? skil bara ekki.... en ég er sem sagt búin að redda málunum og nú er bara beðið um gott veður á laugadaginn, (ekki snjóa mikið þá .....)
Nú líður senn að ástandsskoðun á frúnni, þ.e. ég á að mæta í eftirlit hjá lækninum mínum í R.víkinni 11. febrúar, ekki mjög spennt , eða réttara sagt farin að fá smá kvíðahnút í magann, á samt ekki von á öðru en góðri skoðun, hef ekki fundið fyrir neinu og heilsan bara verið í fínu lagi. En þegar þessi árlega skoðun nálgast fer hugurinn af stað og hvað ef.... fer að leita á mann.... reyni samt að stilla á "rósemd og æðruleysi" takkann er xxx ekki alltaf það auðveldasta í heimi....
en að sjálfssögðu er ekkert annað í boði og ég verð bara mjög feginn þegar þessi dagur er liðinn og ég get farið að hafa áhyggjur af öðrum hlutum ´
jæja nóg komið af bulli í bili ætla að fara að strauja þorrablótsdressið (léleg afsökun fyrir því að nenna ekki að blogga meira) bæjó Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 14:36
Meiri snjór óskast...
Loksins er hægt að skíða í Tungudal og það voru sælir krakkar sem loksins komust á alpaæfingar í gær .... en meiri snjór óskast helst í gær... því það er helst til lítið af honum og verður því að fara extra varlega. Næstu vikur í lífi mínu munu vonandi einkennast af skutli á skíðaæfingar og sækja á skíðaæfingar, en það geri ég með bros á vör bara ef það er nægur snjór og gott færi.
Ég og lillan ætlum líka að skella okkur á skíði... er meira að segja búin að fá loforð fyrir carvinskíðum fyrir hana sem mér er sagt að séu miklu auðveldrar að kenna á.... fékk gömul skíði fyrir hana í fyrra sem við notuðum afar lítið enda helst til löng.... lillan var ekki alveg tilbúin þá að renna sér, fannst reyndar rosa gaman fyrsta daginn en þverneitaði næst þegar ég fór með hana (er sauðþrá eins og pabbi sinn ef hún tekur eitthvað í sig
) ... en nú er hún harðákveðin að fara á skíði og var hálf móðguð þegar hún fékk ekki líka að fara á skíði eins og systkini sín í gær .... Henni finnst hún eiga rétt á því að fá að gera allt eins og stóra systir og bróðir...
en ekki hvað.... ég líka.... víst.... ég líka.... og ef hún fær ekki sitt fram reynir hún bara að framkvæma það sjálf.... ekkert að tvínóna við hlutina ... framkvæmir bara ..... en þessir foreldrar og systkini þau eru nú bara ekki alltaf að skilja hana og valtra yfir hana .. þvílík mannréttindabrot
en svona er að vera minnst.....
Já ég óska eftir að fá meiri snjó hér á Ísó.... Kveðja Helga skíðamamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 16:53
Rangar upplýsingar á útsölu.
Nú er tími útsalna að hefjast á Ísó og á föstudaginn kíktum ég og stóra snúllan á útsölu hjá JOV-fötum. Mamman ég var en svolítið meir eftir að hafa endurheimt táninginn frá Noregi og því auðvelt að fá mig til að splæsa á dúlluna. Hún fann nokkra "æðislega"toppa og þar sem stóð 50% afsláttur á veggnum hjá toppunum ákvað ég að splæsa í tvo,.... en það var sko ekki 50% af akkúrat þessum toppum, nei spjaldið var bara fyrir þá sem voru fyrir neðan það ekki þá sem voru fyrir ofan, en þar stóð bara ekki neitt, afgreiðslukonan sagði því miður þessir eru bara á 40% afslætti. Já ég var hálf fúl eða réttara sagt frekar mikið fúl
, og benti henni á það..... þetta var að vísu ekki nema ca 800 kr. en samt það munar um minna. Ég var samt ekki að skammast mikið í afgreiðslukonu greyinu því jú hún vinnur bara þarna (er ekki eigandi) og endaði á að kaupa hxxx toppana, enda rosa flottir. En eitt er víst að ég versla ekki meira þarna á næstunni, a.m.k. er ég hætt við að kaupa gallabuxurnar sem snúllan sá ætla frekar að kíkja í Jón og Gunnu.... Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kaupi föt þarna á táninginn, hef ekki átt mikið erindi í þessa búð áður en snúllan varð táningur.... því ekki hefur mikið verið af fötum á frjálslegavaxnar konur eins og mig þarna...... því miður.....
Meinhorni dagsins lokið, nenni ekki að tuða meira í bili.
Já Snúllan er komin heim heilu og höldnu frá Noregi og alsæl eftir frábæra ferð. Hún er reyndar svolíði þreytt eftir allt puðið en mjög ánægð. Álfhildur frænka og Kristján sonur hennar kíktu á hana einn daginn (ca 2 tíma ferðalag fyrir þau) og eyddu með henni síðdegi og enduðu á pizzastað( ég á í smá erfiðleikum með að sjá Álfhildi fyrir mér á pizzastað en auðvita er Álfhildur bara svo frábær....)
Snúllan keypti sér skíðahúfu með hári (ekki smá flotta) og aðra svipaða fyrir elskulegan bróður sinn(en ekki hvað) og henni fannst ekki smá fyndið að Kristján fékk sér eina líka ( tíhí enda er hann vaxinn upp úr hárinu og rakar yfirleitt á sér skallann.) ekkert pjatt þar á ferð... Snúllan er strax farin að plana aðra ferð að ári ÓMG ég sem er rétt búin að jafna mig á tilhugsuninni um að senda hana í síðustu ferð.... jæja dönt vörry strax .... auðvita verður þetta ekkert mál..... og nærri heilt ár þangað til..... bara byrja að spara strax...... *KVeðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:32
Áramótaheit - feit.....
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Nú ætlar mín að stíga á stokk og strengja áramótaheit.
1. Eyða meiri tíma með fjölskyldunni.... þessar elskur fá aldrei nóg af mér, tihí...
2. vera minna feit.... (já ég hef hugsað mér að hreifa mig meira, borða minna, kaupa minni föt... sem sagt er ég að stefna að því leynt og ljóst að verða há, grönn og ljóshærð (fyrir þá sem þekkja mig þá vitið þið að ég er nú þegar há og ljóshærð (hér telja gráu hárin feitt) og jafnvel grönn (eftir við hvað er miðað xxxx). Þegar ég skoða þetta nánar sé ég að ég er þegar búin að ná tveimur af þessum innri markmiðum jafnvel áður en árið byrjaði.... geri aðrir betur
... bara eftir að verða minna feit en á síðasta ári....
3. Brosa meira ( meiri hreyfing á brosvöðvum=brenna fleiri kalórínum) Já og svo kostar ekkert að brosa... (þetta markmið ætti jú að vera númer 1... , a.m.k 2.
4. Spara meira, eyða minna, = eignast peninga já ég held að þetta sé ágætt markmið en.... h...erfitt að ná því... Þarf að íhuga þetta betur
.... (Þarf þá eiginlega að skipta um vinnu.
ÓMG)
5. klára alla handavinnuna sem ég byrjaði á í fyrra... hittifyrra .... og árið þar áður
6. Vera skipulagðari..... byrja að kaupa jólagjafir í janúar, ákveða sumarfríið í febrúar, senda út boðskort fyrir fermingu stórudúlluna í seinasta lagi í mars, ákveða hvaða veitingar verða í veislunni... mars/apríl... kaupa sem mest á útsölum og þá bar það sem er nauðsynlegt.... Muna alltaf eftir afmælum, stóráföngum, uppákomum... osfrv. hjá vinum og vandamönnum, vera tilbúin með allt á réttum tíma og helst áður..... ÓMG ...... er þetta hægt????
Já ég held að þetta sé að verða gott, ekki meira af heitum í bili.
Kveðja Helga heitmær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)