Veturnætur - gleðilegan vetur :)

Já nú eru haldnar veturnætur á Ísafirði.  Mikið fjör og mikið gaman í bænum okkar.   Í dag var mikið um að vera niður í bæ, krakkarnir í tónlistarskólanum voru að spila í búðum fyrir gesti og gangandi og mikið líf í kringum það.   Ekki skemmdi fyrir að flestar búðir voru með tilboð Wink náði rétt að strauja kortið í Legg og skel, keypti gallaskokk á lilluna, röndóttan langermabol (appelsínugular, hvítar grænar og rauðar rendur)  og appelsínugular sokkabuxur  allt í stíl... Lang flottustLoL auðvita var þetta á 20% afslætti...(bara gott mál Halo alltaf að græða...hehe Whistling  Ekkert bleikt hér á ferð.

Stóra dúllan mín var að spila á nikkuna með harmonikkutríóinu, þau voru bara flott, svo heyrði ég í barna og unglingakórnum, ekki smá flott hjá þeim, maður fékk bara gæsahúð, Bjarný Ingibjörg kórstjóri er að gera góða hluti með þessum krökkum.

Margt annað er í boði, ýmsar uppákomur og skemmtileg heit, toppurinn á hátíðinni verður svo í kvöld kl. 22 

Risa flugeldasýning, hlakka til  Wizard

Það er gaman að búa á Ísafirði knús og kveðja Helga


Erum ofarlega á vinsældarlista hjá skoðanakönnunum hf eða hvað?

Hvað getur maður verið oft á tilviljanakenndu úrtaki hjá "skoðanakönnunum"  hf???? Bara spyr enn eitt símtalið á þessu ári. 

Spyrill:"Góða kvöldið, þetta er xxx hjá "skoðanakönnun hf"  er Ólafur við"??

Ég: "Nei en hann vill örugglega ekki tala við ykkur.  "

Spyrill: "Ertu viss? Má ég hringja síðar"

Ég: ´(er hér að spara spyrlinum aukafyrirhöfn) J´ég er alveg viss hann vill ekki tala við ykkur.

Spyrill: afsakið ónæðið, takk fyrir.

 Ég og minn ekta maður eru löngu hætt að nenna að taka þátt í skoðanakönnunum, samt man ég a.m.k. eftir þrem öðrum hringingu síðan um áramót enda kosningar á árinu, finnst skrýtið hvað við komum oft upp, vildi óska að ég væri svona heppinn í öðrum  útdráttum . 

Aumingja fólkið sem vinnur þarna ég segi alltaf nei takk fyrir mig, hlýtur að vera leiðinlegt að fá mörg nei... en friðhelgi heimilisins er í húfi.

Hér átti að koma langur pistill um leiðinlega símasölumenn sem sífellt svindla á rauða x-inu í símaskránni,  ég nenni ekki að skrifa mig inn í  Devilskap, svo sá pistill verður að bíða betri tíma.

Góða nótt kveðja Helga

 


Samræmduprófin að baki ...

Annasöm vika er að baki, samræmduprófin búin hjá bekknum mínu og "loksins tími til að kenna" eins og einhver orðaði svo skemmtilega í skólanum.   Bara gott að þau er að baki Gasp.  Ég gæti röflað heilmikið um þessi próf en stundum er gott að hafa vit á að þegja , fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Whistling  Finnst þau samt stýra starfi mínu um of og sem fagmanneskja finnst mér t.d.  erfitt að þurfa að bjóða nemendum með lestrarefriðleika upp á svínþungann lestexta sem inniheldur mörg sjaldgæf orð og snúnar spurningar.  Hvar er hugsjónin um nám við hæfi? Skólastarf sem kemur á móts við þarfir hvers og eins?    Jamm en svona er Ísland í dag.

 

Í dag var mikið að gera hjá mér, var voða dugleg og fór í ræktina með Bergþóru kl. 9 í morgun og púlaði í heilan klukkutíma duglegGrin  síðan lá leiðin í íþróttaskólann með lilluna og þar var voða stuð og eftir hádegið fór ég á kynningarnámskeið hjá Rauða krossinum.  Stíf dagskrá.  Ætla að taka því rólega á morgun.

Stóra dúllan er ekki heima, hún fór á landsmót ungra harmonikkuleikara  á Reykjum í Hrútafirði. Nóg að gera hjá henni. 

Jæja nóg komið í bili. Kveðja Helga

 


Komin heim

Vá hvað það var gott að vera komin heim aftur eftir R.víkur ferð. Óli er en að jafna sig eftir Ikea ferð. Ekki smá óheppin að það var afmælishátíð þar.... og allt troðið af fólki ...  Ég dró Óli greyiðSickí gegnum allt heila klabbið til að finna nokkra diska og sitt lítið af hverju sem bráðvantaði á heimilið (mitt álit ekki hans... he...drasl....Crying  voru orðin sem hann muldraði og ég átti ekki að heyra Winko.s.frv...)  Verð að vera góð við hann svo hann fáist aftur þangað, sá neblega fína innréttingu á baðið Grin..... og.....  já það verur samt smá bið á því enn um sinn... 

Lillan var samt alsæl í Ikea því þar hitti hún Línu Langsokk vinkonu sína og hún gaf henni nammi, blöðru og sænskan fána.... söng á leiðinni heim til Öddu  "íslenski fáninn bandaríski bjáninn" og eftir smá leiðréttingu "sænski fáninn......" Henni var samt ekki eins skemmt í Kringlunni og Intersport og vildi med det samme fara heim... ekki mikið fyrir búðarráp þessi elska ...  enn þá.... hugsa að það breytist eftir nokkur ár.... Systir hennar var jákvæðari.... en fannst gamlasettið frekar nískt ... fékk samt tvær peysur... en vetrarskórnir sem átti að kaupa fundust ekki..... kaupi þá bara hér heima..... 

Einkasonurinn er en illa haldinn af anti búðarrápsbakteríunni og með herkjum að mér tókst að draga hann inn í Steinar W... og kaupa vetrarskó... hann fékkst einnig til að máta flíspeysu í Regatabúðinni og þar með var hann laus allra mála.... eina búðin sem hann vildi fara í var veiðimannabúðin Vesturröst.... þar fóru þeir feðgar inn og voru lengi...... en komu út sælir og ánægðir  með drasl í poka.

Já kortið var straujað nokkrum sinnum, en ég uppgötvaði á heimleiðinni að ég steingleymdi að fara í Hagkaup, Woundering og ýmislegt sem ég ætlaði að gera.... tíminn bara leið svo fljótt .....já það bíður síðari tíma.  Ég keypti heldur ekkert á lilluna, ætlaði að kaupa skokk eða kjól á hana en fann ekkert sem mér fannst spennandi .... Errm já samt kíkt ég í Next, Söru og Exit... ekki að hana bráðvanti þetta ... hún fær bara seinna.... betra fyrir budduna. Tounge 

Skrapp í Zik-Zak og náði einum léttum hring þar.... keypti peysu og kjól sem mig bráðvantaði Whistling

ooooo hvað þar voru smart vetrarjakkar þar... en sjálfstjórnin tók yfirhöndina og dró mig frá þeim rekkum.....

já stundum get ég verið svo skynsöm.....

Drengurinn hitti lækninn sinn og fékk nýtt krem á exemið og sýklalyf  og var settur í blóðprufu til að athuga með fæðuofnæmi... vona að þettageti hjálpað honum, haustið er svo erfiður tími fyrir hann og exemið byrjað að versna. 

Fengum frábærar móttökur í Þorlákshöfn... ekki smá dekur þar... takk fyrir það Adda og Doddi.

Getraun... Hvernig var veðrið í Reykjavík  A) rigning og rok  B) blautt  C) rigning og rok og fínt inn á milli..... Rétt svar.... allt....

Já það var glampandi sól og blæjalogn heima á Vestfjöðrum en því nær sem við komum borginni því meiri rigning og rok.....   Já svona var það  Kveðja Helga

IMG_0491

 


Reykavíkurferð....

Á leiðinn í borgina á morgun, ekki alveg að nenna því en samt þarf að skreppa. Að aka eftir forandarvegum í Mjóafirði, Hestakleif  og Ströndum er ekki efst á óskalistanum, hlakka til þegar búið verur að gera fleiri jarðgöng.... (alltaf bjartsýn Cool)   Því miður fundum við enga orlofsíbúð í borginni á lausu en fáum að liggja þess í stað  inni hjá Öddu mágkonu og Dodda  í Þorlákshöfn sem er ekki slæmtGrin.  Sé fram á annasama daga, búðráp, læknisheimsókn og meira búðaráp, útréttingar heimsóknir.... jaaaaaaaaaaaaa því miður getur maður ekki heimsótt alla sem okkur langar til að hitta sorry  en ég er löngu hætt að reyna það, ég kíki inn ef ég get  og tími og heilsa leyfa..... en tveir sólahringar duga ekki í stórvina og fjölskylduheimsóknir dammmmmmmmmmmmmm  .....  þá er að fara að pakka niður........ekki það skemmtilegasta .....

kveðja Helga


Tíminn líður hratt....

Er hálf klökk í dag... fór í jarðaför og  eins og alltaf fær slík athöfn mann til að staldra við og hugsa um lífið og tilveruna.  Tilganginn og allt það.... Tónlistin svo hátíðlega sorgleg,  góð ræða hjá séra Magnúsi og mögnuð áhrif nýju altaristöflunar í kirkjunni,  allt þetta hreyfði við manni.

Alltaf er ég jafn ánægð með líkræðurnar hjá Magnúsi presti, hann nær að draga fram kjarnann í hverri persónu án þess að vera væminn eða setja hinn látna á stall sem einhverja súperhetju.  Hann talaði einstaklega falleg til barnanna sem í dag kvöddu pabba sinn hinstu kveðju.    já við erum heppinn með prest hér á Ísafirði.

Svona stundir fá mann til  að hugleiða hve tíminn líður hratt og að maður eigi njóta hverrar stundar,  lifa í núinu... því enginn veit sína ævi fyrr en öll er. 

Ekki geyma það sem þú getur gert í dag með  ástvinum þínum til morguns heldur gerðu það strax, á morgun gæti  það verið of seint.... 

Í dag hitt ég t.d.  fólk sem ég hef ekki sé í nokkur ár og fannst ekki vera mikið eldir en ég (það þýðir ungt fólk á besta aldri) og allt í einu tók ég eftir að það hefur elst... orðið svolítið ráðsettara og "virðulegra" heldur en mig minnti... og viti menn þegar ég fór að hugsa mig um þá uppgötvaði að það er einmitt komið á afa og ömmu aldur (þ.e. er nálgast 50 hröðum skerfum) óMGUndecided  Já kæru lesendur  í gær var ég 21 árs  ógift og barnlaus....í morgun þegar ég vaknaði var   ég allt í einu orðin 38 ára 3 barna móðir með reynslu á ýmsum sviðum...  já reiknið bara.... tíminn líður svo rosalega hratt sérstaklega eftir 35 ára afmælið.... hum hum .. Ég man þá tíð sem maður beið eftir hverjum afmælisdegi með óþreyju og fannst heil eilífð í næsta afmæli ... en núna vaknar ég á morgnana og man ekki hve gömul ég er,  bara að ég er þrjátíu og eitthvað...W00t var það allavega síðast þegar ég gáði.... en hvenær var það ... man ekki alveg....  

Nóg komið af bulli í bili kveðja Helga tímalausa


Reykjavíkurför framundan

Þarf að skreppa til höfuðborgarinnar í læknastúss 12. okt og ákvað að gera fjölskylduferð úr þessu og vera í borginni þessa helgi. En nú  er þrautin þyngri að finna gististað, allar orlofsíbúðir uppteknar sem við eru búin að athuga ... er samt ekki búin að gefa upp alla von.... annars níðist maður bara á ættingjum og vinum.  (hjúkk að við eru bara 5 manna fjölskylda .... ekki eins og tengdó í denn með 12 börn Whistling)  Þrátt fyrir frábæra aðstandendur í borginni er alltaf erfitt að vera inn á örðum, best er að vera með sínar geðsveiflur og táfýlu sér svo nú skal bretta upp ermar og leita betur..... kveðja Helga


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband