22.10.2008 | 22:03
Búin að horfa á Stubbana á norsku í allan dag :-(
Ég og lillan erum veikar heima... ég veit ekki hvort ég sé með meiri höfuðverk af kvefinu og beinverkjunum sem ég er með eða af því að horfa no stopp á Stubbana (með norsku tali, spóla sem unglingurinn fékk senda frá Norge um árið), Heiðu, Stubbana, Ávaxtakörfuna og ennn meir á Stubbana, Latibær og enn meira Stubbana á norsku (enda ætla Norðmenn að "hjálpa" okkur).
Stúr Kelmm frá Helgu með kvebba í nebba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 21:43
...
Lillan braut gleraugun sín um síðustu helgi... var bara hissa hve lengi þau hafa tollað saman heil ... hún fer nú ekki mjúkum höndum alltaf um þau
... Well ég þurfti að senda þau suður í viðgerð og þau komu í pósti á föstudaginn... ég fékk þau send í póstkröfu og þurfti að borga 1500 krónur fyrir það grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr ég fattaði bara ekki að biðja um að láta þetta á kortið þá hefði ég þurft að borga ca 500 kall. Viðgerðin kostaði 2500 krónur svo þetta er algjört rán hjá póstinum ... svo eru þeir farnir að rukka 250 kall fyrir heimsendingu....
okur.....
Þá er meinhorninu lokið...
Kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 16:21
Ég veit ekkert um þessa kreppur.. ég bý bara í þessu landi...
Þetta er uppáhaldssetningin mín þessa dagana. Já nú reyni ég markvisst að forðast þetta kreppu tal og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Nóg annað að hugsa um. Ég veit nebblega að hversu mikið sem ég velti mér upp úr þessu get ég prívat og persónulega ekkert gert til að bæta eða breyta ástandinu......ég bjó það ekki til..... né tók þátt í þessu rugli....né fæ á nokkurn hátt um breytt... ég ætla bara að einbeita mér að því sem ég get breytt og bætt í staðinn. Jamm svo mörg voru þau orðin.
Kveðja Helga sem stingur höfðinu í sandinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 22:10
...
Jæja þá er ég búin að skila fyrsta verkefninu í náminu mínu, það hefur kostað blóð, svita og tár og reyttan skalla já ég þurfti að hrista rykið af námstækninni... 16 ár síðan ég var síðast í svona námi... að lesa fræðitexta á ensku og norsku... já ég þarf að hrista rykið af enska fræðiorðaforðanum mínum... fletti milljónsinnum upp í orðabók... til að vera alveg viss um að ég væri að ná innihaldinu...ÓMG í gær var ég bara farin að halda að ég gæti þetta ekki... og bara hætta ... gat ekki ná neinni tengingu við viðfangsefnið... en svo allt í einu kviknaði á perunni eða ég held það a.m.k og ég náði að sjóða saman fyrsta verkefnið. Svo er bara að krossa fingur og vona að það sé eitthvert vit í þessu hjá mér.
Kveðja Helga skólastelpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)