Óvönduð vinnubrögð :(

Nú á dögunum kom bréf stílað á son minn frá Landspítalanum, ég var að vonum hissa, átti ekki von á neinu þaðan, hann var reyndar nýlega þar í blóðprufu en læknirinn hans var búin að búin að láta okkur vita um þær niðurstöður.  Hvað með það mín reif nátturlega bréfið upp og vitið menn, þetta var áminning um skuld upp á tæp 30.000 kr.  Ég kom af fjöllum, fékk létt áfall og settist niður....... herti síðan upp hugann og skoðaði blaði betur... nei þetta var eitthvað dularfullt á ferð....  dagsetning frá í mars... við vorum ekki í borginni á þessum tíma.... og blóðprufa kostar fjxxx  ekki 30.000 kr......  nei ... þetta passaði ekki og við nánari athugun sá ég að  bréfið  var stílað á nafna sonar míns með heimilisfang í Hafnafirði.... dó... mikið hvað mér létti, ég skoðaði umslagið aftur jú þar var nafn stráksins og heimilisfang , hvernig getur þetta gerst,  ég fæ rukkun fyrir mann í Hafnafirði senda til Ísafjarðar.....   Ekki gott mál...... Ég tók upp símtólið og hringdi í innheimtudeildina á lansanum og talaði þar við mann til að láta vita af þessum mistökum.  Afgreiðslan sem ég fékk var frekar léleg og þegar hann loks náði erindinu sagði hann þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur og kvaddi.  Hann tók ekki niður nafn eða heimilisfang rukkunareigandans,  bað mig ekki afsökunar á þessum óþægindum  né þakkaði hann fyrir að láta vita .... svo nú á ég von á að þessi rukkun tikki ennþá á dráttarvöxtum og verið send eitthvað í innheimtu sem verður dýr fyrir viðkomandi mann.... Léleg vinnubrögð þar.....  ótrúlegt að rukkun sé send á 10 ára gamalt barn sem er ekki fjárráða.... ekki með sömu kennitölu aðeins sama nafn ......skil ekki.

 Jæja nóg komið af tuði, allt fínt að frétta af heimilinu, ný hurð komin á íbúðina, reyndar ekki alveg frá gengið.... smiðurinn ætlar að klára um helgina.... (hvaða helgi það verður kemur í ljós  hehe þessir iðnaðarmenn hafa svo afstætt tímaskin)  ....   já og nú ligg ég yfir því að finna hinn fullkomna barkarofn, sá gamli orðin lélegur..... en sá á kvölina sem á völina... já ég er orðin gráhærð á þessu.... alltof mikið í boði.....   ég er með valkvíða af slæmu tagi, ..... ætla að sofa á þessu í nokkra daga.

KVeðja Helga með valkvíðann.


Hvað er að hjá lyfjamarkaðinum?

 

 Var að horfa á fréttirnar á rúv í um helgina  og þar var talað um hvað vantar mörg lyf á Íslandi í dag.

ARG GARG SPANGÓL

Ég er ein af mörgum Íslendingum sem þarf að taka lyf á hverjum degi út ævina og hef sannarlega fundið fyrir óöryggi gagnvart geðþótta ákvörðunum lyfjainnflytjenda á hvaða lyf eigi að vera til hér á landi.  

 Eitt af þeim lyfjum sem ég verð að taka heitir Minirin.  Fyrst notaði ég lyf á nefúðaformi en það var ekki að virka nógu vel fyrir mig og því stakk læknirinn minn upp á að prófa töfluformið  af lyfinu, og því líkur munur, þetta var allt annað líf og lyfið virkaði mjög vel fyrir mig.  En Adam var ekki lengi í paradís,  fyrir rúmu ári var allt í einu hætt að flytja þessar töflur inn og í staðinn komu frostþurrkaðar  tungurótartöflur. Ok töflurnar virka fyrir mig en þvílíkt ógeð að þurfa 2x á dag að setja þær undir tunguna og bíða smá stund meðan taflan bráðnar, áður en maður fær sér að drekka eða borða.  Já bragðið er eins og pappír (mér finnst ég vera upplifa fermingardaginn 2x á dagBlush)  og ef maður hittir ekki alveg undir tunguna finnst mér lyfið ekki virka nógu lengi yfir daginn. Já ekki gott mál og auðvita kostar þetta miklu meira fyrir ríkið, gömlu töflurnar og nefúðalyfið kostuðu ca. 15.000 3ja mánaða skammtur, en frostþurrkaðar tungurótartöflurnar kosta milli 40.000 og 50.000 kr.  Já fyrir hvern var þetta gert??? Alla vega ekki fyrir kúnnann mig, ég vildi miklu frekar taka mínar gömlu töflur.

Annað lyf þarf ég að eiga í skápnum til öryggis ef ég verð veik.  Ég hef sem betur fer aldrei þurft að nota það en síðast þegar ég endurnýjaði lyfið var búið að breyta skammta stærðinni í stað 10 mg taflna fékk ég 20 mg töflur vegna þess að hætt var að flytja hinar inn. Af hverju veit ég ekki en mun erfiðara er að brjóta töflur í 4 parta heldur en í 2. Frekar óþægilegt það.

Ég hef einnig lent í því að lyf sem var ávísað fyrir son minn var ekki til í landinu og þurft hann því að fá annað lyf heldur en var í upphafi ávísað. 

Ég hef reyndar verið svo "heppin"  að þetta eru aðeins minniháttar óþægindi fyrir mig Shockingen þó hvimleitt og fyllir mig óöryggi gagnvart framtíðinni.  Án lyfjanna minna get ég ekki lifað og því óþolandi að einhver maður út í bæ geti ákveðið að hætta að flytja inn lyfið af því að það er ekki nógu hagkvæmt fyrir fyrirtækið. Hvað má þá fólk segja sem hefur lent í því að lyfið þess er bara als ekki lengur til í landinu????    Hver er ábyrgur fyrir lífi okkar og limum??? Á einhver að hafa vald til að ákveða að  lyf sé ekki hagkvæmt og því ekki flutt inn , þrátt fyrir að það stefni líf einhvers í hættu???

Já stórt er spurt og fátt um svör.

Já svona er lyfjamarkaðurinn í dag, ekki að þjóna litla manninum. 

Eitt er það sem stendur þó uppúr þegar lyfin mín eru annarsvegar er sú frábæra þjónusta sem ég hef fengið í Apótekinu hér á Ísafirði,  Jónas lyfsali er að gera mjög góða hluti fyrir okkur og mjög lipur að redda því sem redda má. Aldeilis frábært Wink

KVeðja Helga

 


Tuðið í kennaranum :)

Hjúkk... Foreldraviðtölinað baki og gott að geta slappa af og slaka á, maður alltaf með smá fiðrildi  í mallanum fyrir svona törn... en  það fór eins og mig grunaði englarnir mínir eiga prýðis foreldra sem gott er að leita til Smile  og mjög gott að fá tækifæri til að hitta þá og ræða málin.....  

Breytingar eru framunda í vinnunni ... nýr skólastjóri að taka við, reyndar á óvenjulegum tíma ....  ég er samt  viss um að hún Olga eigi  eftir að standa sig vel og hlakka til að vinna með henni.  .... Því miður kosta þessi tímamót líka fórnir og þörf er á flytja kennara til í stafi til að fylla skarð nýja skólastjórans þ.e. kennsluna sem Olga var með áður en hún gerðist skólastjóri. Kennarar vaxa ekki á trjánum og ekki auðhlaupið að finna einhvern svo léttgeggjaðan (eins og ég er)að hann sé tilbúninn að vinna fyrir  smáaurum þegar einkageirinn borgar 2 -3 falt hættir launGetLost..... já Hans í Koti....   nafna mín og samstarfskona í 4. bekk var flutt til í stafi... hún tekur við bekknum hennar Olgu og við fáum nýja samstarfskonu í 4. bekk, það verður ekki auðvelt fyrir hana að fylla skarð nöfnu minnar því við höfum verið dekraðar af Helgu og það hefur verið  frábært að eiga hana að í dagsins önn....

jamm ég tók smá geðvonskusvekkelsiskvíðaleiðindakast á mánudaginn þegar ljóst var hvert stefndi ...en sem betur fer hef ég öðlast þroska (hehe vona alla vega )  til að takast á við svona breytingar og eftir fyrsta svartsýnisbölmóð  er ég er farin að líta bjartari augum á framtíðina.... því það eru jú tvær hliðar á öllum málum og maður kemur í manns stað .... við fáum unga og kraftmikla konu í stað Helgu og öruggt að hún á eftir að standa sig með prýði.... hlakka til að kynnast henni betur og vinna með henni.... þó hún sé ekki með kennararéttindi er hún búin með hluta af kennaranáminu og hefur verið öðru hvoru í forfallakennslu Sideways þ.e. kona meðsmá reynslu á ferð....

Vonandi er komið nóg af breytingum í vinnunni í bili og við fáum aftur stöðugleika í skólastarfið. 

Nóg komið af vinnutali .... mín er alltaf að eyða peningum þessa dagana.... á miðvikudaginn flaug ég á rassinn í hálkunni.... slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli en botninn er hálf aumur .... þrátt fyrir stóra mjúkalagið sem klæðir hann.....   ég rauk með það sama upp af stéttinni.... þegar ég var búin að fullvissa mig um að allt væri í lagi og renndi niður í Hafnarbúð og keypti gönguskó með vetrarútbúnaði ..já sólinn er með svipuðum eiginleikum og harðkornadekk.... já Helga er komin á "vetrardekkin"      Í gær komu svo skíðin sem ég pantaði í vor fyrir krakkana... ekki smá flott skíði en h..... dýr ... já jólagjöfin þeirra í ár komin í hús og sælir krakkar...... nú er bara að vona að snjói meira svo hægt sé að brúka þau....

 

Rólegheita helgi framundan..... Verð að monta mig smá.... fór út í vík með vinafólki mínu í gærkveldi á spilavist svo kallaðir "Framsóknarvist"  (af hverju er hún kölluð það???) .... ekki smá gaman að spila og mín fékk verðlaun.....

jaaaa að vísu var það ekki fyrir 1. sæti ...... heldur skammarverðlaunFootinMouth  en þau voru samt flott, ég fékk þennan fína jólasvein, hann var sko miklu flottari en aðalverðlaunin, langaði sko ekkert í þau Shocking 

jæja nóg komið í bili kveðja Helga vinningshafi.....


Geðsveiflur.....

Í gær var ég í e-h geðvonskukasti, fannst allt ómögulegt, dagurinn byrjaði ágætlega en þegar líða tók á morgun fór heldur að kárna gamanið, einhvernvegin gekk ekkert alveg upp í vinnunni, allt sem gat farið úrskeiðis gerðist, óþekktargenin skinu í gegn hjá englunum sem ég kenni (féll smá á geislabaugana hjá sumum) ÓMG Crying   svo voru smá breytingar á skipulagi í vinnunni ...ekki að mínu skapi...(maður vill jú halda í það gamla og góða þó það nýja sé kannski ekki svo slæmt).. . var ekki alveg að höndla þetta ... fannst allt  og allir vinna á móti mér .... svona aumingja ég kast....  já þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum þegar ég kom heim til að arga ekki á allt og alla.... jammm var að alvarlega að íhuga að skipta um vinnu, fara að vinna á kassa í Bónus eða gerast viðskiptagúrú á millum á mánuði eða vinna í lottói eða ... gerast prinsessan á bauninni.

Já ég var virkilega geðvond í hjarta mínu í gær hér er mynd af mér Devil  hí hí...   Þessi geðvonska kórónaði svo allt að ég var  andvaka hálfa nóttina, náði smá kríu undir morgun,var  búin að velta öllu óréttlæti heimsins fyrir mér...   Dreif mig síðan á fætur kl 6 grá og gugginn og fór í ræktina, ennþá með vott af aumingja ég kasti.... en eftir smá púl og andlegan stuðning frá Bergþóru fór brúnin að lyftast á mér og skapið að batna og þegar ég kom heim var stóra snúllan búin að kom systkinum sínum á fætur og allt í gúddí.  Ég fór samt með hálfum hug í vinnuna en vitið menn ... það var búið að pússa alla geislabaugana og englarnir mínir bara mjög fínir í dag Tounge... það var bara mjög gaman í dag, flest gekk upp og krakkarnir mjög duglegir að vinna... en ekki hvað Wink..

Geðvonskukastið er horfið á braut og ég er farin að sjá "þe bræt sæt of læf" þ.e. björtu hliðarnar á lífinu a.m.k í bili. hjúkett ekki smá erfitt að vera geðvonskupúki... mæli ekki með því....

Kveðja Helga hin geðprúðaWhistling


Snjór, snjór, snjór.....

Nú er allt hvítt og fallegt úti, allt miklu bjartar og notalegra (að vera inni í hlýjunni Wink) . Já mér finnst gott að það er komin smá föl í skammdeginu :)  Börnin er líka mjög hress með snjóinn hér á Ísafirði og vona að það snjói bara hressilega næstu daga svo hægt sé að komast á skíði.  Lillan er himinsæl og vill vera út í snjónum.

Fréttir af flugeldasýningunni segja að hún hafi verið mjög góð.... en ég frétti það bara.... ég var nefnilega að horfa á sjónvarpið og dagskráin það "góð" að mín sofnaði Sleepingbara yfir henni og hrökk upp við dúndur og þrumur úti og sá bara nokkra blossa Whistling já ekki góð meðmæli með rúv (er nebblega af skosku nurlarakyni og tími ekki að borga fyrir sjónvarprásir sem ég hef ekki tíma til að horfa á)

Já fyrir ca  fimm árum þurft ég að vera heima í 6 vikur vegna veikinda og mágkona mín lánaði mér afruglarann sinn, ég borgaði af honum .... en eftir að hafa verið á sjúkrabeði í nokkra daga og horft á sjónvarpið , þá fannst mér ég alltaf vera að horfa á sömu þættina og við nánari athugun var hver þáttur endurtekinn 3 sinnum "boooooring"GetLost auk þess fannst mér dagskráin ekkert betri en rúv og skjár 1, ég horfði mun meira á skjáinn og hann er ókeypis.... og bara margir góðir þættir FootinMouth já ég játa að ég horfi stundum á topp módel og allt í drasli (ekki smá gaman að horfa á allt í drasli, það er alltaf aðeins verra heldur en hjá mér.... mér finnst allt bara helmingi hreinna hjá mér eftir hvern þáttHappy) og  líka  lögguþættina.   

Er hætt að fíla bráðavaktina eftir að hinn sexý dr. Green dó (þessi sköllótti). 

Játning vikunnar er sem sagt: ég er tímalaus nískupúki og tími ekki að borga fyrir stöð 2 og er heldur ekki með fjölvarp.....

Já ég er hálfgert fornaldarskrímsli að þessu leiti Shockingfinnst bara ég ekki hafa tíma til að horfa á allar þessar rásir...

ég væri samt til í að vera með dönsku rásina  (hvað heitur hún????) því ég elska danska þætti eins og Króníkuna, Mattador, Örninn.... já ég er mjög hrifin af dönsku sjónvarpsþáttum.

Já nóg komið af bulli kveðja Helga

P.s. líkamsræktarátakið er enn í fullum gangi, er komin með vott af sjálfspíningarhvöt og læt möglunarlaust pína mig áfram...... já ég get að sjálfsögðu ekki látið það fréttast að ég gefist upp á undan Bergþóru frekar xxxxxxxx  hehe hef fundið ótal nýja vöðva í kroppnum.... og tapað 6 kílóum sl. vikur, veit ekki hvað Óli segir, ég er farin að rýrna..... LoL


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband