26.12.2007 | 15:02
Gleðileg jól...
Gleðileg jól.... já nú er annar í jólum runnin upp. Þegar ég leit út um gluggann í morgun var ég vissum að ekkert yrði flogið í dag en sem betur fór lagðist veðrið og búið er að fljúga hjúkket. Já því í dag stendur mikið til hjá stóru snúllunni minni, hún fór fljúgandi suður í hádeginu og er komin á hótelið í Keflavík. Það var spenntur hópur sem beið á flugvellinum áðan, 7 alpagreinakrakkar og fararstjóri ásamt fullt af gönguskíðakrökkum sem biðu með öndina í hálsinum, lendir flugvélin eða ei. 40 mín. sveim í Djúpinu og svo loks lenti vélin. Það var ekki laust við að stórt andvarp liði yfir salinn, hjúkkkkkkk. Reyndar var fólk farið að spá í að redda rútu undir liðið en
óþarfa áhyggjur.
Já Snúllan mín stóra er á leið til Noregs snemma í fyrramáli og kemur ekki aftur heim fyrr en 8. janúar. Í Noreg á að skíða alla daga og æfa grimmt.... Þar verða nýju skíðin vígð með pompi og prakt, því ekkert skíðafæri hefur verið hér á Ísafirði. Höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að það sé frábært skíðafæri í Geilo Já mikil spenningur hefur verið í gangi undanfarna daga og ekki laust við smá pirring í gærkveldi þegar pakkað var niður, er örugglega allt með.????... mammmmmmmmmma ÓMG Það hefur veri mikið að gera við að redda öllu fyrir ferðina og jólin síðustu vikur, ekki smá sem þarf að taka með sér af útbúnaði og við að gera allt í fyrsts sinn, t.d. 2 pör af skíðum og 2 pör af skíðastöfum og auðvita skíðatösku undir það, skíðaskó og hjálm og tösku undir það, skíðaúlpu og buxur, sviggalla, flísstuttbuxur, skíðaullarnærföt, skíðasokka og lúffur, lambhúshettu, kuldakrem, sólkrem, bakhlíf og legghlífar auk venjulegs útbúnaðar s.s. föt og snyrtivörur. já nú krosslegur mamman í mér fingur og vonar að ekkert mikilvægt hafi gleymst.... alla vega er stúlkan farin af stað með nesti og nýja skó (ný skíði) .... henni létt ekki smá á aðfangadagskvöld þegar hún fékk skíðatösku... mamma og pabbi búin að kvelja greyið með því að hún gæti bara haft svarta plastpoka utan um skíði.... ekki smá lummó.... eini unglingurinn á öllu landinu sem þarf að gera það....
haha smá púki í mér stundum.....
Já það var ekki auðvelt að kveðja snúlluna í morgun, sami hnúturinn í maganum og vanalega þegar frumburðurinn reynir sig við eitthvað nýtt.... kannast við það þegar hún byrjaði í leikskóla og grunnskóla, þegar hún fór á fyrstu skíðaæfinguna, þegar hún fór fyrst ein út að leika..... já nú er bara að vona að allt gangi nú vel ... sem það jú auðvita gerir enda er frábært fólk með henni ....
Já það sem eftir er dagsins ætla ég að eyða í rólegheitunum og njóta þess að slappa af, borða góðan mat og lesa bækurnar sem ég fékk í jólagjöf.
Jólakveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 18:59
Prinsessu hvað ha?
Var að lesa bakþankana á fréttablaðinu í dag um "Prinsessuvæðinguna" og ég er bara sammála, hafði reyndar ekkert pælt í þessu en já .... þetta er alveg rétt. Ég fór í Bókhlöðuna áðan og sá að "prinsessu-þetta " og "sjóræningja hitt" eru heitustu titlanir í ár. Kynjaskiptingin er alveg á hreinu hér stelpur eru prinsessur sem eiga að vera þægar, hafa áhuga á að klæða sig "rétt" og punta sig o.s.frv. Strákar eru sjóræningjar sem lenda í svaðilförum og ævintýrum..... Hvar er alþingismaðurinn sem var að gagnrýna bleika og blágalla á fæðingardeildunum? ??? Hér er eitthvað fyrir hana að rannsaka ÓMG.
Ég sem var næstum búin að kaupa prinsessubók í jólapakka lilluna.....
Jóla hvað.. tíminn líður ofsalega hratt þessa dagana.... bara mánudagar og föstudagar .....hvað verður af þessum tíma???? Í gær var 2. nóv en í dag er 7. des. Hér með auglýsi ég eftir nóvembermánuði.... hvað var af honum.
Búin að kaupa mér nýjan bakarofn.... bara einn einfaldan.... með þýskum leiðavísi.
. gæti kannski klórað mig í gegnum enskan er þýskan sorrý ég er með stúdentspróf í þýsku en só skil ekki tækniþýsku... er að bíða eftir að fá hann á íslensku. (búðin ætlar að redda einum en mér var ekki boðið hann af fyrra bragði) ... Já árið 2007 er mér seldur bakarofn með fullt af möguleikum og ég þarf sérstaklega að biðja um að fá leiðbeiningar á íslensku.... dó ekki alveg sátt... nógu xxx dýr var hann samt, ég vil geta fengið full not út úr ofninum.....
En ég er samt farin að nota hann.... sannur íslendingur á ferð, prófa fyrst og spyrja svo.... sonurinn á heimilinu var farin að hafa áhyggjur af jólabakstrinum... og ég varð auðvita að baka með honum og vitið menn lagkakan gekk rosalega vel og líka spesíurnar. Nú er veið að herja á mig að baka hálfmána.... Ó já .....ekki í dag... kannski á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)