8.2.2008 | 19:02
Allt á uppleið.. :)
Skíðakappinn minn er óðum að líkjast sjálfum sér á ný, hægra augnalok breytir hratt um lit, í fyrra dag var það fjólu-fjólublátt- í dag er það að vísu en fjólublátt en líka gult og grænt... og minnkar óðum, meira að segja farið að rifa í augað á bak við ef maður leitar vel. Heilsan er einnig að batna, hann losnaði við næringu í æð í dag og er farinn að borða ögn og drekka sjálfur
. Við fengum hjólastól lánað og tók tvo góða rúnta um sjúkrahúsgangana í dag, ekki smá gott að komast út úr stofunni og sjá annað umhverfi, við kíktum líka í heimsókna á leikstofuna og skoðuðum aðstæður, hún verður að vísu lokuð um helgina en við fengum lánað dót og myndir til að hafa á stofunni hjá okkur. Ég er ekki frá því að þessir rúntar hafi hresst kappann minn við a.m.k. er lundinn mun léttari og hann farinn að líkjast sjálfum sér
ekki spillti fyrir að Grímur vinur hans kíkti inn í smá stund og ætlar að koma aftur á morgun. Ég ætlaði að kíkja út í kvöld en veðrið er þannig að það er hvorki mér né hundi út sigandi þessa stundina svo ég fer ekki víst ekki neitt. Hér er vel hugsað um okkur, alveg frábært starfsfólk sem vill allt fyrir okkur gera, algjörir englar
. Takk kærlega fyrir okkur.
Eitt sem mér finnst svolítið skrýtið er að ég les stundum svo kölluð "hetjublogg" á netinu sem mér finnst mjög gott því það lætur mann hugsa um hvað maður hefur það gott í lífinu þrátt fyrir að ég eigi ekki allt sem mig langar í og ekki hafi allir draumar mínir ræst þ.e. þau fá mann til að meta það sem maður á betur. Hvað með það ég var einmitt að hugsa um það hvað þær væri gott að vita af Barnaspítalanum sl. helgi ef eitthvað kæmi upp á (hef svosem aldrei spáð mikið í þetta áður) .... já og hér er ég nú.... skrýtið ha.....
Jæja nóg komið af blaðrinu í mér í bili kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 22:36
Ný lífsreynsla.... ekki sú skemmtilegasta....
Slysin gera ekki boð á undan sér.... það fékk ég að reyna sl. þriðjudag þegar ég stóð yfir pottunum og var að elda saltkjöt og baunir fyrir afmælisbarnið á heimilinu (sá gamli varð 46 ÓMG) og ný búin að setja kremið á afmæliskökuna þegar síminn hringdi... Sæl Helga ... þetta er Þorsteinn læknir ... sonur þinn lendi í slysi á skíðum.... ... já ca klukkutíma síðar var ég á leiðinni með sjúkraflugvél til R.víkur. Ég hálf hljóp yfir á sjúkrahús og sjónin sem við mér blasti var vægast sagt frekar "skerí" Drengurinn minn var í sneiðmyndatöku, lá meðvitundarlítill á bekknum og skalf af kulda.... með heilmiklar umbúðir yfir hægra auganu.... læknarnir gátu samt strax sagt mér að útlitið væri ekki eins slæmt og í fyrstu var haldið.... hann væri með stóran skurð yfir enninu og smá mar á heilanum en ekkert benti til þess að það blæddi inn á heilan.... en í öryggisskini vildu þeir senda hann suður... ég skaust heim og sótti lyfin mín (vissi að það var möst) en þegar ég opnaði fataskápinn þyrmdi yfir mig og ég sá ekki neitt sem ég gæti tekið með mér... ég lokaði því skápnum aftur og hugsaði með mér ég gæti alltaf keypt mér föt í borginni ef ég þyrfti... Síðan lá leiðin út á flugvöll og ég fékk að upplifa verstu flugferð lífs míns... sat þarna í smá rellu með strákinn fyrir framan mig og lækni við hliðin á honum.... endalaus flugferð... í myrkrinu og þegar læknirinn stökk upp úr sætinu og fór að stumra yfir drengnum fór um mig... hélt að hann væri að fá hjartastopp.... en sem betur fer var hann "bara" að æla og þrátt fyrir að ælulykt svifi yfir öllu varð mér ekki flökurt (Sem betur fer, á venjulegum degi hefði ég setið og kúgast með æluna upp í kok en á svona stundu fann ég ekki fyrir neinu , skrýtið) Eftir að mér fannst endalausa flugferð lentum við í R.Víkinni og brunuðum með sjúkrabíl beint á slysó í Fossvoginum, þar beið okkar mikið læknalið og mér var létt er ég sá að Aron sem er mjög fær heilaskurðlæknir var þar á meðal (gott að vita að hann var í öruggum höndum á mönnum sem vita hvað þeir eru að gera) . Drengnum var skellt aftur í myndatöku og hún sýndi sömu niðurstöðu og fyrir vestan(sem var jú mjög gott) en þar sást einnig ´örlítil sprunga í höfuðkúpunni. Síðan var lýtalæknir kallaður út og kom hann og saumaði drenginn saman. Þrátt fyrir mikla "reynslu" frá Bráðavaktaráhorfi" gat ég ekki horft á þessar aðfarir.... og horfði á allt annað þarna inni í herberginu á slysó.... Stráksi kvartaði mikið þegar verið var að deyfa hann sem var mjög gott þá vissi maður að hann var með meðvitund. Að saumi loknum (sem tókst mjög vel að ég held) var okkur ekið eftir endalausum ranghölum upp á gjörgæslu. Þar tók á móti okkur frábært fólk sem bar okkur á höndum sér, ég þurfti að vísu að bíða smá stund frami meðan stráksi var græjaður ofan í rúm, með endalausar snúrur þvers og kurss... Síðan var mér boðið inn og náð í lazyboy stól fyrir mig svo ég gæti verið hjá honum um nóttina. Það var nú ekki mikið um svefn hjá mér þessa nótt, stráksi var vakinn með reglulegu millibili (hann var ekki hrifinn) til að athuga með status og meðvitund og þess á milli pípti í tækjunum í hvert sinn sem stráksi hreyfði sig... Það var alveg yndislegur hjúkrunarfræðingur (meira að segja strákur) sem sá um stráksa þessa nótt, og
allt starfsfólkið alveg frábært. Stráksi svaf alla nóttina og rétt rumskaði þegar hjúkkan ýtti við honum, var frekar pirraður í hvert skipti. Um morguninn mætti síðan fullt af læknum og skoðuðu stráksa og voru svo ánægðir með stráksa að ann var útskrifaður af gjörgæslu og sendur með sjúkrabíl á Barnaspítalann, þar var tekið mjög vel á móti okkur og hugsað vel um okkur, aldeilis frábært fólk hér (algjörir englar). Stráksi hefur nánast sofið allan tímann, fyrst núna seinnipartinn í dag sem hann hefur vakað meira en smá stund, farinn að fara framúr og byrjaður að borða og aðeins farinn að taka eftir umhverfinu. Sem sagt bara mjög jákvæðar fréttir, svefninn hjálpar víst til með batann
Já nú hef ég öðlast nýja lífsreynslu og prófað margt nýtt. Vissulega lífsreynsla sem ég vildi gjarnan vera án en heppin hvað við eigum gott heilbrigðisstarfsfólk sem er tilbúið að gera allt fyrir mann sem hægt er. Í dag birtist hér kona sem lánaði mér fullt af myndum til að horfa á og líka þessa tölvu svo nú hef ég nóg við að vera milli þess sem ég sinni drengnum. Ekki smá vel hugsað um mann
í gær fékk ég svo sendingu að heiman, maðurinn minn pakkaði niður fyrir mig fötum (reyndar kannski ekki alveg þau sem ég hefði pakkað niður hi hi en ég tek sko alveg viljann fyrir verkið og frábært að geta skipt um föt)
Jæja nóg komið af bloggi í bili, þarf að fara að kíkja að kútnum mínum. Kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 21:13
Maskadagur
Í dag er maskað hér á Ísó gaman.... Í morgun dressuðu krakkarnir sig upp í grímubúning og fóru á maskaball í skólanum. Lillan fór á leikskólann í prinsessuklæðnaði... flott... þeir sem vilja sjá hana geta kíkt á fréttirnar á rúv í kvöld (þar er frétt um bollu/maskadaginn) ... hún er í rauðri pallíettuslá og auðvita lannnnng flottust
. Sonurinn á bænum klæddi sig upp sem skíðamann, fór í sviggallann og hafði skíðahjálminn á höfðinu og stóra systir lánaði honum meira að segja flísstuttbuxurnar sínar (það er mjög mikill heiður fyrir hann og meira en ég átti von á en systkinaástin kemur sífellt á óvart, hún sagði strax já, lét hann ekkert ganga á eftir sér.... kannski er þetta merki um aukinn þroska????
). Hann var búinn að klæða sig í allt skíðadressið, líka ullarnærfötin þ.e. hann var klæddur fyrir a.m.k. -5 ° og standbæ fyrir fjallaferð , ég stoppaði hann af og lét hann vera bara á naríunum innanundir og við ákváðum að hann yrði bara á venjulegum skóm ekki skíðaklossum... hí´hí sé hann alveg fyrir mér dansa á skíðaklossunum
og rauðglóandi í framan af hita.... já svona er ég illa innréttuð geri bara grín af afkvæmum mínum... skamm Helga..... Hann tók sig náttúrlega ekki smá vel út .... miklu flottari en Ingimar Steinmark var um árið
.
Það var mikið fjör á maskaballinu í skólanum, allir uppáklæddir og fínir og margar furðuveru á ferli, í bekknum mínum voru m.a. læknir, golfkall, fótboltakappar, beinagrind, ninja, smábörn, sjúklingur, poppstjörnur, Bob Marley, skrímsli, töfralæknir... já og ég var hippi, hí hí
Svo í kvöld fór ég með lilluna um blokkina til að maska og hún söng "Ó mamma gem mér rós í hárið á mér" af mikilli innlifun fyrir nágrannana og uppskar fullan poka af nammi... gaman.... Sonurinn fór með vini sínum út í bæ áðan og ætluðu þeir að maska um allan bæ.... koma áreiðanlega með mikið nammi heim á eftir ÓMG ekki gott fyrir tennurnar hí hí en sálin skemmtir sér vel.... Stóra snúllan fór í maskadagspartý með bekkjarsystrum sínum.... það verður líka fjör hjá þeim...
Nóg komið af bullinu í mér núna
Maskakveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)