Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Við erum komin heim eftir vel heppnaða ferð á Andresarleikana. Smá þreyta í fólkinu en allir ánægðir og glaðir.  Komum heim um 1:30 á sunnudagsmorgun Sleeping miklar tafir urðu á keppninni á laugadaginn svo mótslokum var frestað um klukkutíma og bílstjórinn var farinn að ókyrrast svo við fórum á stað um 17 á laugardaginn, þó ekki væri búið að slíta mótið formlega enda eins gott því Steingrímsfjarðarheiðin var frekar leiðinleg en við sluppum yfir áfallalaust sem betur ferHappy      Skemmtileg rútuferð með skemmtilegum og góðum og glöðum krökkum... mikið hlegið og spilað á leiðinni...       Gott að koma heim... dagurinn í gær var tekinn í rólegheitunum... sofið fram á hádegi og síðan bara letilíf... 

Frúin á heimilinu er ekki til stórræðanna í dag, þreytt og með kvebba í nebba og hellur fyrir eyrum... heyri ekki hálfa heyrn... heyri ekki einu sinni það sem ég vil heyra... híhí

 Það var mun bjartara yfir heimilinu þegar ég kom heim ... hann Óli minn var búinn að mála holið hvítt og þvílíkur munur... já það er bjartara yfir heimilinu.

Kveðja Helga  


Hápunktur skíðavertíðarinnar framundan... Andres Önd

Já nú er allt á fullu að undirbúa Andresarferð... strákarnir eru að preppa skíðin, ég að þvo skíðafötin svo allt verði tilbúið fyrir miðvikudaginn.  Vona að allt verði tilbúið  og ég gleymi ekki neinuWhistling   Brottför kl. 8 á miðvikudaginn, krakkarnir ætla að gista með hópnum en ég og lillan ætlum að vera á hótel Skessó = dekur hjá pabba og mömmu. Auðvitað mun ég fara upp í fjall og fylgjast með mínu fólki en ætla líka að njóta þess að sjá fólkið mitt ... hef ekki hitt suma síðan sl. sumar... hlakka ekki smá til ...  

 Eins og allir (ok smá hógværð í gangi) flestir vita er ég frekar myndó húsmóðir þó að ákveðið metnaðarleysi komi stundum fram, já ég tók mig til og saumaði skíðaflísstuttbuxur á soninn, og fékk smá aðstoð hjá handavinnukennaranum... sneið þessar fínu buxur... saumaði saman og óbójjjj smá fljótfær... nei ekki ég... já mér tókst náttúrlega að sauma bakstykkin saman og framstykkin saman híhí þolinmæði .... ég þurfti sem sagt að rekja upp .... og byrja upp á nýtt.... hexxxxxxx en nú eru buxurnar tilbúnar og passa og allt ... bara þokkalega fínar ... þó ég segi sjálf frá... lexía helgarinnar er HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SAUMAR.... ANNARS ÞARFTU AÐ REKJA UPP og ENGINN ER VERRI ÞÓ HANN REKI UPP      hí hí.    Já svona eru raunir saumakonunar...

Er að fara leggja síðust hönd á verkið... kveðja Helga saumakona 


... góður dagur....

Frábær dagur er að kvöldi kominn... tókum því rólega í morgun, börnin horfðu á barnatímann og spiluðu tölvuspil...  húsbóndinn bakaði pönnukökur og ég dundaði mér við að þurrka afBlush já rykið var orðið óþægilega mikið áberandi.... ég var meira að segja farin að sjá það gleraugnalaust  (og þá er mikið sagt  enda hálfblind þegar ég tek gleraugun ofan) ... ég er greinilega ennþá  frekar slæm af  húsnæðismetnaðarleysinu og er alveg sama Halo.    

  Veðrið var dásamlegt, glampandi sól og blíða og ekta skíðaveður... skíðunum og nesti var skellt í bílinn og brunað upp í fjall,  það var skíðamót hjá eldri krökkunum og við snúllan og fósturbarnið okkar  (vinkona unglingsins var í "pössun" hjá okkur) fórum til að horfa á og renna okkur.  Bara frábært.... Reyndar var snúllan ekki alltaf sátt við mömmuna... finnst ég láta heldur illa af stjórn og fékk 2-3 frekjuköst....  en þau gengu samt fljótt yfir,  hún gleymdi sér fljótlega og tók gleði sína aftur...    Krakkarnir stóðu sig vel, komust bæði niður og unglingurinn náði 3ja sæti.. flott hjá henni.  Skíðakappinn var ekki alveg sáttur við tímann sinn en hann er rétt byrjaður aftur á æfingum eftir slysið og hefur því misst ca 6 vikur úr æfingum og má vel við una, stóð sig mjög vel.   Það var þreytt fjölskylda sem kom heim um 4 leitið... og ekki leiðinlegt að koma heim.. húsbóndinn búinn að skúra eldhúsgólfið og baðið, ryksuga stofuna og brjóta saman þvottinn (það sést meira að segja  í borðstofuborðið núna ...enginn þvotturWink) lærið komið í ofninn og pönnsur á eldhúsborðinu..... já hann leynir á sér hann Óli minn. . .   Og mín náði að skila fyrsta verkefninu í náminu jibbí....

Já góður dagur að kvöldi kominn...

Kveðja frá Helgu ... InLove bara ánægð með sinn mann

 


annir ....púff

Það er búið að vera nóg að gera hjá minni síðustu vikur.... já meira en nóg en stundum er þetta bara svona... allt að gerast á saman tíma....   ég var að byrja í viðbótarnámi menntamálaráðuneytisins  í náttúrufræði Smile... mætti í Kennó sl. föstudag og laugardag í fyrstu staðlotuna sem var nokkurskonar kynning á því sem koma skal, hópurinn að hittast og hristast saman og okkur kennt á netsvæðið sem notað er í fjarnámi. Það var svolítið skrýtin tilfinning að vera komin aftur í spor nemenda en ég fann svo sannalega að mér veitir ekkert af að poppa mig upp og hef mjög gott af þessu. Kynntist fullt af nýju fólki Happy var að vísu með kvíðahnút í maganum í fyrstu en þetta er náttúrulega svo frábært fólk að hann hvarf fljótlega og gleðin við að takast á við nýtt verkefni tók við... er strax farin að hlakka til að hitta það aftur í haustJoyful  

Á sunnudaginn var síðan ferming í fjölskyldunni í Hafnafirði... við mættum auðvitað öll en það var smá púsluspil að sameina fjölskylduna ... Óli var nefnilega á ráðstefnu á Akureyri  og tók lilluna með (hún fékk að heimsækja afa og ömmu í Skessó)  Unglingurinn var líka á Akureyri að keppa á skíðum og ég tók skíðakappann minn með í borgina.  Við sameinuðustum síðan smá saman í borginni og unglingurinn kom síðastur rétt fyrir veislu....  Það var mjög gaman að hitta alla aftur og veitingarnar frábærar eins og vanalega hjá Brynju og Halla ...  fermingastúlkan var mjög glæsileg...  og svo sá ég nýjustu barnabörnin þeirra mánaðargamla tvíbura ekki smá mikið krútt... það kom smá eggjahljóð í mann...þær voru svo sætar og góðar og pínku litlar.... en á heimleiðinni fór mín að hugsa og rifja upp að það að eiga ungabörn er ekki alltaf dans á rósum... grátur á nóttunni ... kúkableijur... æla (er að reyna að finna fælingarmáttinn... enda er ég búin með kvótann minn á 3 dásamleg börn og þessum kafla lokið í lífi mínu.... hlakka til að fá barnabörn eftir ca 15 - 20 ár. 

Á mánudaginn fór svo fjölskyldan heim til Ísó með flugi en ég varð eftir.. þurfti að koma við á Borgarspítalanum og læra á nýja lyfið mitt þ.e. það var verið að skipta um framleiðenda á lyfinu og því þurfti ég að læra á nýjar græjur og hvernig blanda á það... það tók ekki langan tíma og því fór ég og straujaði korti vel .... þegar ég var orðin ein ... þá getur maður dundað sér við í búðunum enginn að bíða eftir manni með mæðusvip....Wink   já ég keypti mér m.a. dress fyrir fermingu unglingsins... og dress á lilluna... og flott leðurstígvél... mín er sko orðin ennþá meiri pæja.... Lundi frændi var einkabílstjórinn minn, ók mér um borgina ekki smá flott að eiga svona frænda... beið langa lengi fyrir utan sikksakk ....  Kom svo heim með seinni vélinni á mánudaginn mjögggggggggggg þreytt  en það hefur verið lítill tími til að slappa af.... nóg að gera bæði í vinnunni og félagslífinu

já nóg að gera.... ætla samt að skreppa í saumó í kvöld enda langt síðan ég hitti stelpurnar í kvöld...

jæja nóg komið í bili

Kveðja Helga upptekna

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband