Með nesti og nýja skó.

Vaknaði 7:30 til að útbúa frumburðinn fyrir gönguferð í Aðalvík, smyrja nesti og  finna til föt. Ó hvað þetta er alltaf erfitt að sleppa táningnum á heimilinu úr augnsýn þó það sé ekki nema einn og hálfur sólahringur, alltaf smá stingur í magann... hvað ef... þetta eða hitt  kemur fyrir, er ég að gera rétt, hvað ef þetta gerist og ég ekki með....

Auðvita veit ég að það er ábyrgt fólk sem fer með og allt gert til að ferðin verði sem ánægjulegust, en maður hefur jú alltaf smá tilhneiging  til að ofvernda börnin, helst vildi maður vefja þau  inn í bómull svo allt sé í lagi ,  en það kann víst ekki góðri lukku að stýra, ekki vil ég að dóttir mín verði ofvernduð, heimóttaleg og ósjálfstæð,

NEi hlutverk mitt er að skapa henni aðstæður til að þroskast á jákvæðan hátt ,að hún  fái að reyna á sig svo að hún verðir sterkur jákvæður einstaklingur í framtíðinni og njóti lífsins. (ekki smá háfleyg núnaJoyful)

Í morgunn voru það hressi skíðaunglingar sem stigu um borð í bátinn og héldu á vilt ævintýranna, spennandi sólahringur framundan, ganga upp á Straumnesfjall og skoða herstöðvarrústirnar, kvöldvaka og grill í kvöld og gönguferð yfir á Hesteyri á morgun. Skemmtun og puð í bland, í góðum félagskap. Getur ekki verið betra!

 Vona bara að veðurguðirnir verði þeim hliðhollirSideways

 

Já þetta að sleppa af hendinni er erfitt, man alltaf eftir því þegar frumburðurinn var rúmlega ársgömul, þá fékk ég stelpu í vist í nokkra daga til að fara með hana út að leika, þetta var mjög ábyrg stelpa, en ég var alveg friðlaus heima þennan stutta tíma sem frumburðurinn var úr augnsýn, naut þess ekki  að hafa tíma fyrir mig sjálfa, gekk um gólf og átti hálft í hvoru von á hræðilegum fréttum, en auðvita komu þær aftur kátar og hressar. Nei, þetta var sko ekkert grín, en ég lifði þetta af og dóttirin hafði bæði gagn og gaman af þessu. 

Svona gat maður verði ruglaður, í dag er ég mun afslappaðri og rólegri gagnvar örverpinu (3ja ára) á heimilinu, ekkert að stressa mig yfir því þó hún fari út með systkinum sínum, enda komin með 13 ára reynslu.

Hverju á að pakka????

Í morgun var það höfuðverkurinn að ákveða endanlega hvað ætti að fara með,  hvaða föt... of mikið/lítið, nesti of mikið/lítið,  ekki má vera með of þungan farangur í göngunni yfir á Hesteyri á morgun.   Jæja held að hún svelti nú ekki, kannski þarf ekki að smyrja nesti næstu daga í skólann hver veit. 

Orðið farangur  

Sigga Steina samstarfskona mín benti mér á merkingu orðsins far-angur(hafði aldrei velt því fyrir mér áður) ,þ.e.  angur er komið af sögninni að angra og því merkir orðið farangur , það sem angrar mann á ferðalagi. Smart ekki sattWink

 

Nú ætti dóttirin að vera  stiginn á land í Aðalvík með nesti og nýja(láns)skó. Fékk lánaða þessa flottu gönguskó hjá samstarfskonu minni takk fyrir það.

Jæja nú er nóg komið af blaðri í bili. Bless ekkert stress, verið þið hress

Helga

 

 


Í ræktinni

Ég er enn hálf hissa á sjálfri mér ( en líka mjög stolt), vaknaði kl. 5.45 í morgun og var mætt í ræktina kl. 6:00 og það annað sinn í þessari viku (byrjaði á þriðjudaginn).  Hef stundum tekið rispur í ræktinni en aldrei áður kl. 6 fyrir hádegi Wink. Ja hvað er að ske....??? veit ekki en er allavega mjög stolt af mér og ætla að halda ótrauð áfram á þessari braut.  Bjartsýni veit ekki,... allavega er ég búin að fjárfesta í 9. mánaða kort í ræktina svo nú verður maður að standa sig og nota það. 

Þetta ævintýri byrjaði allt í fjölskyldugrilli í Vegagerðinni, var að tala við vinkonu mína og áður en ég vissi var ég búin að vera með því líkar yfirlýsingar að ekki var aftur snúið og nú erum við búnar að ráða okkur einkaþjálfara af bestu sort.  Dálítið skrýtið að mæta og vera mæld í bak og fyrirBlush , stíga á vigtina og vita ...já hún sýndi aðeins meira en síðast og dálítið meira en gott þykir heilan he... helling .

Whistling ... ja  ég er bara nokkrum sentímetrum of lágvaxin fyrir þessa þyngd.  (fæ mér háa hæla)

Kjörþyngd hvað er nú það?

En hvað er með þetta orð KJÖRÞYNGD hvað merkir það eiginlega? A) er það þyngd sem er kjörin fyrir mig  eða  B) er það sú þyngd sem ég  kýs mér sjálf ???

Bara að velta þessu fyrir mér, mér finnst B-ið skemmtilegri orðskýring, passar betur fyrir mig , þá get ég sagt að ég sé í kjörþyngd, jú ég hef stuðlað sjálf að því hve þung ég erTounge,  kjörið það sjálf, eins og í kosningum, maður kýs stundum vitlaust, ó já... (meirihluti þjóðarinnar gerir það reglulega á 4 ára fresti)

Vil frekar velja sjálf heldur enn  láta eitthvern proffa út í bæ kjósa fyrir mig ó já.

 

Vonandi get ég kosið mér aðra þyng bráðlega... á maður ekki að prófa eitthvað nýtt ???? 

 Einkaþjálfarinn vildi að ég setti mér markmið hér er það:

Stefnan er ótrauð tekin á að verða há, grönn og ljóshærð,

er reyndar  nokkuð há nú þegar 177 cm og nú síðustu misseri hefur dökkt kastaníubrúnt hár mitt lýst upp, reyndar ekki orðið svona gullið eins og mig dreymir um heldur Undecided   g....r....á.....  en samt ljósleitt en ekki hvað

Tvennt  (næstum)  af   þremur er alls ekki svo slæmt. 

Kannski er þetta með ræktina bara della? En fullt hús er betra en næstum því fullt ekki satt. Kveðja Helga

 


bloggað í fyrsta sinn

Kæru netverjar . Nú ætla ég að láta vaða og prufa að blogga, hef verið að lesa blogg hjá hinum og þessum, haft bæði gagn og gaman af.   Nú er komið að því að láta vaða og stökkva út í djúpulaugina. En hvað á að skrifa, hvernig á að skrifa,  verðu maður ekki að vera yfirmáta gáfulegur eða efnilegur penni eða fyndinn eða alvarlegur eða pólitísk eða ????? Errm jæja kannski verðu þetta bara aulalegasta síða síðan sögur hófust  en hvað með það ég læt bara vaða eins og vanalega og sé síðan til hvernig útkoman verður. PinchÞessi síða skal skoðast sem tilraunastarfsemi konu á fertugsaldri sem er í leit að A) ???? B) svarinu við lífsgátunni C) björtuhliðunum á lífinu D) rithöfundinum í sjálfri sérDevil

Nei hvaða pæling er í gangiShockingnú er ég orðinn ofurháfleyg og hljóma eins og ég sé fædd á fyrri parti síðustu aldar (sem ég er als ekki)og tali næstum gullaldaríslensku , já kannski ekki skrítið W00t er gift langömmubróður og sef hjá langafabróður (samt maðurinn minn, hann er sko lang minnsti bróðir langafa og langömmu) , en til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég fædd á síðari helming síðustu aldar (ferlega er þetta hátíðlegt  en soooooooooo svona veltur þetta bara upp úr mér)   já  sem sagt ég er í óformlegum félagsskap kvenna(stuðningshópi)  sem giftar eru mönnum á fimmtugsaldri Tounge jæja nóg komið af skrifum í bili alveg sprunginn á limminu en ........hvað með það látum það vaða

kveðja Helga Sick

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband