4.2.2008 | 21:13
Maskadagur
Í dag er maskað hér á Ísó gaman.... Í morgun dressuðu krakkarnir sig upp í grímubúning og fóru á maskaball í skólanum. Lillan fór á leikskólann í prinsessuklæðnaði... flott... þeir sem vilja sjá hana geta kíkt á fréttirnar á rúv í kvöld (þar er frétt um bollu/maskadaginn) ... hún er í rauðri pallíettuslá og auðvita lannnnng flottust
. Sonurinn á bænum klæddi sig upp sem skíðamann, fór í sviggallann og hafði skíðahjálminn á höfðinu og stóra systir lánaði honum meira að segja flísstuttbuxurnar sínar (það er mjög mikill heiður fyrir hann og meira en ég átti von á en systkinaástin kemur sífellt á óvart, hún sagði strax já, lét hann ekkert ganga á eftir sér.... kannski er þetta merki um aukinn þroska????
). Hann var búinn að klæða sig í allt skíðadressið, líka ullarnærfötin þ.e. hann var klæddur fyrir a.m.k. -5 ° og standbæ fyrir fjallaferð , ég stoppaði hann af og lét hann vera bara á naríunum innanundir og við ákváðum að hann yrði bara á venjulegum skóm ekki skíðaklossum... hí´hí sé hann alveg fyrir mér dansa á skíðaklossunum
og rauðglóandi í framan af hita.... já svona er ég illa innréttuð geri bara grín af afkvæmum mínum... skamm Helga..... Hann tók sig náttúrlega ekki smá vel út .... miklu flottari en Ingimar Steinmark var um árið
.
Það var mikið fjör á maskaballinu í skólanum, allir uppáklæddir og fínir og margar furðuveru á ferli, í bekknum mínum voru m.a. læknir, golfkall, fótboltakappar, beinagrind, ninja, smábörn, sjúklingur, poppstjörnur, Bob Marley, skrímsli, töfralæknir... já og ég var hippi, hí hí
Svo í kvöld fór ég með lilluna um blokkina til að maska og hún söng "Ó mamma gem mér rós í hárið á mér" af mikilli innlifun fyrir nágrannana og uppskar fullan poka af nammi... gaman.... Sonurinn fór með vini sínum út í bæ áðan og ætluðu þeir að maska um allan bæ.... koma áreiðanlega með mikið nammi heim á eftir ÓMG ekki gott fyrir tennurnar hí hí en sálin skemmtir sér vel.... Stóra snúllan fór í maskadagspartý með bekkjarsystrum sínum.... það verður líka fjör hjá þeim...
Nóg komið af bullinu í mér núna
Maskakveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 20:06
Annir og þorrablót og ...... :)
Nú er nóg að gera hjá minni, próf í skólanum þ.e. ég er að láta börnin taka próf (hehe fæ útrás fyrir xxx mammmmm) stærðfræðipróf í gær og hraðlestrarpróf í dag, var bara ánægð með krakkana þar, flestir að bæta við sig í hraða og nokkuð sátt með stærðfræðiprófið þetta eru svoddan dugnaðarforkar hjá mér, á morgun verður síðan lesskilningspróf og skriftarpróf á föstudaginn og þau eiga auðvita eftir að standa sig vel þessar elskur. Já nóg að gera í vinnunni og tíminn líður ekki smá hratt, 1/12 af árinu næstum liðið... kræst ... ég er alltaf með stafla af verkefnum.. þau vaxa hreinlega á borðinu hjá mér... ég get svarið að þegar ég klára 1 eru komin 3 ný í staðinn.
Á mánudaginn er maskadagurinn og mikið um dýrðir hér á Ísó. Ég sótti gamla búninga niður í geymslu í gær og nú er litla dúllan að klæða sig upp á, fann gamlan búning af stóru dúllunni prinsessu pils og slá (mín saumaði það í denn ekki smá myndó þó ég segi sjálf frá....) og líka kórónu.... hún vill helst fara í búningnum í leikskólann. Hún man ekki eftir maskadeginum síðan í fyrra og mikið að spá og spyrja um hann, hvað gerist o.s.frv. Stóra dúllan er 13 og of "stór" fyrir að maska, stelpurnar í bekknum eru að plana maskadagshitting eða gistingu heima hjá einni... kemur í ljós.... annars er hún að fara að keppa á skíðum norður á Dalvík um helgina og er mjög spennt....
Við gamla settið eru að fara á Þorrablót Hnífsdælinga á laugadaginn, það verður örugglega mikið stuð eina og vanalega.... og þó barnapían sé ekki heima er ég búin að redda því..... klikka ekki á því skil bara ekki að allt þurfi að hitta á sama tíma... hvernig gat fólki dottið í hug að hafa skíðamót á Dalvík þegar það er þorrablót í Hnífsdal ÓMG ..... snýst heimurinn ekki í kringum mig???? skil bara ekki.... en ég er sem sagt búin að redda málunum og nú er bara beðið um gott veður á laugadaginn, (ekki snjóa mikið þá .....)
Nú líður senn að ástandsskoðun á frúnni, þ.e. ég á að mæta í eftirlit hjá lækninum mínum í R.víkinni 11. febrúar, ekki mjög spennt , eða réttara sagt farin að fá smá kvíðahnút í magann, á samt ekki von á öðru en góðri skoðun, hef ekki fundið fyrir neinu og heilsan bara verið í fínu lagi. En þegar þessi árlega skoðun nálgast fer hugurinn af stað og hvað ef.... fer að leita á mann.... reyni samt að stilla á "rósemd og æðruleysi" takkann er xxx ekki alltaf það auðveldasta í heimi....
en að sjálfssögðu er ekkert annað í boði og ég verð bara mjög feginn þegar þessi dagur er liðinn og ég get farið að hafa áhyggjur af öðrum hlutum ´
jæja nóg komið af bulli í bili ætla að fara að strauja þorrablótsdressið (léleg afsökun fyrir því að nenna ekki að blogga meira) bæjó Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 14:36
Meiri snjór óskast...
Loksins er hægt að skíða í Tungudal og það voru sælir krakkar sem loksins komust á alpaæfingar í gær .... en meiri snjór óskast helst í gær... því það er helst til lítið af honum og verður því að fara extra varlega. Næstu vikur í lífi mínu munu vonandi einkennast af skutli á skíðaæfingar og sækja á skíðaæfingar, en það geri ég með bros á vör bara ef það er nægur snjór og gott færi.
Ég og lillan ætlum líka að skella okkur á skíði... er meira að segja búin að fá loforð fyrir carvinskíðum fyrir hana sem mér er sagt að séu miklu auðveldrar að kenna á.... fékk gömul skíði fyrir hana í fyrra sem við notuðum afar lítið enda helst til löng.... lillan var ekki alveg tilbúin þá að renna sér, fannst reyndar rosa gaman fyrsta daginn en þverneitaði næst þegar ég fór með hana (er sauðþrá eins og pabbi sinn ef hún tekur eitthvað í sig
) ... en nú er hún harðákveðin að fara á skíði og var hálf móðguð þegar hún fékk ekki líka að fara á skíði eins og systkini sín í gær .... Henni finnst hún eiga rétt á því að fá að gera allt eins og stóra systir og bróðir...
en ekki hvað.... ég líka.... víst.... ég líka.... og ef hún fær ekki sitt fram reynir hún bara að framkvæma það sjálf.... ekkert að tvínóna við hlutina ... framkvæmir bara ..... en þessir foreldrar og systkini þau eru nú bara ekki alltaf að skilja hana og valtra yfir hana .. þvílík mannréttindabrot
en svona er að vera minnst.....
Já ég óska eftir að fá meiri snjó hér á Ísó.... Kveðja Helga skíðamamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 16:53
Rangar upplýsingar á útsölu.
Nú er tími útsalna að hefjast á Ísó og á föstudaginn kíktum ég og stóra snúllan á útsölu hjá JOV-fötum. Mamman ég var en svolítið meir eftir að hafa endurheimt táninginn frá Noregi og því auðvelt að fá mig til að splæsa á dúlluna. Hún fann nokkra "æðislega"toppa og þar sem stóð 50% afsláttur á veggnum hjá toppunum ákvað ég að splæsa í tvo,.... en það var sko ekki 50% af akkúrat þessum toppum, nei spjaldið var bara fyrir þá sem voru fyrir neðan það ekki þá sem voru fyrir ofan, en þar stóð bara ekki neitt, afgreiðslukonan sagði því miður þessir eru bara á 40% afslætti. Já ég var hálf fúl eða réttara sagt frekar mikið fúl
, og benti henni á það..... þetta var að vísu ekki nema ca 800 kr. en samt það munar um minna. Ég var samt ekki að skammast mikið í afgreiðslukonu greyinu því jú hún vinnur bara þarna (er ekki eigandi) og endaði á að kaupa hxxx toppana, enda rosa flottir. En eitt er víst að ég versla ekki meira þarna á næstunni, a.m.k. er ég hætt við að kaupa gallabuxurnar sem snúllan sá ætla frekar að kíkja í Jón og Gunnu.... Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kaupi föt þarna á táninginn, hef ekki átt mikið erindi í þessa búð áður en snúllan varð táningur.... því ekki hefur mikið verið af fötum á frjálslegavaxnar konur eins og mig þarna...... því miður.....
Meinhorni dagsins lokið, nenni ekki að tuða meira í bili.
Já Snúllan er komin heim heilu og höldnu frá Noregi og alsæl eftir frábæra ferð. Hún er reyndar svolíði þreytt eftir allt puðið en mjög ánægð. Álfhildur frænka og Kristján sonur hennar kíktu á hana einn daginn (ca 2 tíma ferðalag fyrir þau) og eyddu með henni síðdegi og enduðu á pizzastað( ég á í smá erfiðleikum með að sjá Álfhildi fyrir mér á pizzastað en auðvita er Álfhildur bara svo frábær....)
Snúllan keypti sér skíðahúfu með hári (ekki smá flotta) og aðra svipaða fyrir elskulegan bróður sinn(en ekki hvað) og henni fannst ekki smá fyndið að Kristján fékk sér eina líka ( tíhí enda er hann vaxinn upp úr hárinu og rakar yfirleitt á sér skallann.) ekkert pjatt þar á ferð... Snúllan er strax farin að plana aðra ferð að ári ÓMG ég sem er rétt búin að jafna mig á tilhugsuninni um að senda hana í síðustu ferð.... jæja dönt vörry strax .... auðvita verður þetta ekkert mál..... og nærri heilt ár þangað til..... bara byrja að spara strax...... *KVeðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:32
Áramótaheit - feit.....
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Nú ætlar mín að stíga á stokk og strengja áramótaheit.
1. Eyða meiri tíma með fjölskyldunni.... þessar elskur fá aldrei nóg af mér, tihí...
2. vera minna feit.... (já ég hef hugsað mér að hreifa mig meira, borða minna, kaupa minni föt... sem sagt er ég að stefna að því leynt og ljóst að verða há, grönn og ljóshærð (fyrir þá sem þekkja mig þá vitið þið að ég er nú þegar há og ljóshærð (hér telja gráu hárin feitt) og jafnvel grönn (eftir við hvað er miðað xxxx). Þegar ég skoða þetta nánar sé ég að ég er þegar búin að ná tveimur af þessum innri markmiðum jafnvel áður en árið byrjaði.... geri aðrir betur
... bara eftir að verða minna feit en á síðasta ári....
3. Brosa meira ( meiri hreyfing á brosvöðvum=brenna fleiri kalórínum) Já og svo kostar ekkert að brosa... (þetta markmið ætti jú að vera númer 1... , a.m.k 2.
4. Spara meira, eyða minna, = eignast peninga já ég held að þetta sé ágætt markmið en.... h...erfitt að ná því... Þarf að íhuga þetta betur
.... (Þarf þá eiginlega að skipta um vinnu.
ÓMG)
5. klára alla handavinnuna sem ég byrjaði á í fyrra... hittifyrra .... og árið þar áður
6. Vera skipulagðari..... byrja að kaupa jólagjafir í janúar, ákveða sumarfríið í febrúar, senda út boðskort fyrir fermingu stórudúlluna í seinasta lagi í mars, ákveða hvaða veitingar verða í veislunni... mars/apríl... kaupa sem mest á útsölum og þá bar það sem er nauðsynlegt.... Muna alltaf eftir afmælum, stóráföngum, uppákomum... osfrv. hjá vinum og vandamönnum, vera tilbúin með allt á réttum tíma og helst áður..... ÓMG ...... er þetta hægt????
Já ég held að þetta sé að verða gott, ekki meira af heitum í bili.
Kveðja Helga heitmær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2007 | 15:02
Gleðileg jól...
Gleðileg jól.... já nú er annar í jólum runnin upp. Þegar ég leit út um gluggann í morgun var ég vissum að ekkert yrði flogið í dag en sem betur fór lagðist veðrið og búið er að fljúga hjúkket. Já því í dag stendur mikið til hjá stóru snúllunni minni, hún fór fljúgandi suður í hádeginu og er komin á hótelið í Keflavík. Það var spenntur hópur sem beið á flugvellinum áðan, 7 alpagreinakrakkar og fararstjóri ásamt fullt af gönguskíðakrökkum sem biðu með öndina í hálsinum, lendir flugvélin eða ei. 40 mín. sveim í Djúpinu og svo loks lenti vélin. Það var ekki laust við að stórt andvarp liði yfir salinn, hjúkkkkkkk. Reyndar var fólk farið að spá í að redda rútu undir liðið en
óþarfa áhyggjur.
Já Snúllan mín stóra er á leið til Noregs snemma í fyrramáli og kemur ekki aftur heim fyrr en 8. janúar. Í Noreg á að skíða alla daga og æfa grimmt.... Þar verða nýju skíðin vígð með pompi og prakt, því ekkert skíðafæri hefur verið hér á Ísafirði. Höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að það sé frábært skíðafæri í Geilo Já mikil spenningur hefur verið í gangi undanfarna daga og ekki laust við smá pirring í gærkveldi þegar pakkað var niður, er örugglega allt með.????... mammmmmmmmmma ÓMG Það hefur veri mikið að gera við að redda öllu fyrir ferðina og jólin síðustu vikur, ekki smá sem þarf að taka með sér af útbúnaði og við að gera allt í fyrsts sinn, t.d. 2 pör af skíðum og 2 pör af skíðastöfum og auðvita skíðatösku undir það, skíðaskó og hjálm og tösku undir það, skíðaúlpu og buxur, sviggalla, flísstuttbuxur, skíðaullarnærföt, skíðasokka og lúffur, lambhúshettu, kuldakrem, sólkrem, bakhlíf og legghlífar auk venjulegs útbúnaðar s.s. föt og snyrtivörur. já nú krosslegur mamman í mér fingur og vonar að ekkert mikilvægt hafi gleymst.... alla vega er stúlkan farin af stað með nesti og nýja skó (ný skíði) .... henni létt ekki smá á aðfangadagskvöld þegar hún fékk skíðatösku... mamma og pabbi búin að kvelja greyið með því að hún gæti bara haft svarta plastpoka utan um skíði.... ekki smá lummó.... eini unglingurinn á öllu landinu sem þarf að gera það....
haha smá púki í mér stundum.....
Já það var ekki auðvelt að kveðja snúlluna í morgun, sami hnúturinn í maganum og vanalega þegar frumburðurinn reynir sig við eitthvað nýtt.... kannast við það þegar hún byrjaði í leikskóla og grunnskóla, þegar hún fór á fyrstu skíðaæfinguna, þegar hún fór fyrst ein út að leika..... já nú er bara að vona að allt gangi nú vel ... sem það jú auðvita gerir enda er frábært fólk með henni ....
Já það sem eftir er dagsins ætla ég að eyða í rólegheitunum og njóta þess að slappa af, borða góðan mat og lesa bækurnar sem ég fékk í jólagjöf.
Jólakveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 18:59
Prinsessu hvað ha?
Var að lesa bakþankana á fréttablaðinu í dag um "Prinsessuvæðinguna" og ég er bara sammála, hafði reyndar ekkert pælt í þessu en já .... þetta er alveg rétt. Ég fór í Bókhlöðuna áðan og sá að "prinsessu-þetta " og "sjóræningja hitt" eru heitustu titlanir í ár. Kynjaskiptingin er alveg á hreinu hér stelpur eru prinsessur sem eiga að vera þægar, hafa áhuga á að klæða sig "rétt" og punta sig o.s.frv. Strákar eru sjóræningjar sem lenda í svaðilförum og ævintýrum..... Hvar er alþingismaðurinn sem var að gagnrýna bleika og blágalla á fæðingardeildunum? ??? Hér er eitthvað fyrir hana að rannsaka ÓMG.
Ég sem var næstum búin að kaupa prinsessubók í jólapakka lilluna.....
Jóla hvað.. tíminn líður ofsalega hratt þessa dagana.... bara mánudagar og föstudagar .....hvað verður af þessum tíma???? Í gær var 2. nóv en í dag er 7. des. Hér með auglýsi ég eftir nóvembermánuði.... hvað var af honum.
Búin að kaupa mér nýjan bakarofn.... bara einn einfaldan.... með þýskum leiðavísi.
. gæti kannski klórað mig í gegnum enskan er þýskan sorrý ég er með stúdentspróf í þýsku en só skil ekki tækniþýsku... er að bíða eftir að fá hann á íslensku. (búðin ætlar að redda einum en mér var ekki boðið hann af fyrra bragði) ... Já árið 2007 er mér seldur bakarofn með fullt af möguleikum og ég þarf sérstaklega að biðja um að fá leiðbeiningar á íslensku.... dó ekki alveg sátt... nógu xxx dýr var hann samt, ég vil geta fengið full not út úr ofninum.....
En ég er samt farin að nota hann.... sannur íslendingur á ferð, prófa fyrst og spyrja svo.... sonurinn á heimilinu var farin að hafa áhyggjur af jólabakstrinum... og ég varð auðvita að baka með honum og vitið menn lagkakan gekk rosalega vel og líka spesíurnar. Nú er veið að herja á mig að baka hálfmána.... Ó já .....ekki í dag... kannski á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 22:00
Óvönduð vinnubrögð :(
Nú á dögunum kom bréf stílað á son minn frá Landspítalanum, ég var að vonum hissa, átti ekki von á neinu þaðan, hann var reyndar nýlega þar í blóðprufu en læknirinn hans var búin að búin að láta okkur vita um þær niðurstöður. Hvað með það mín reif nátturlega bréfið upp og vitið menn, þetta var áminning um skuld upp á tæp 30.000 kr. Ég kom af fjöllum, fékk létt áfall og settist niður....... herti síðan upp hugann og skoðaði blaði betur... nei þetta var eitthvað dularfullt á ferð.... dagsetning frá í mars... við vorum ekki í borginni á þessum tíma.... og blóðprufa kostar fjxxx ekki 30.000 kr...... nei ... þetta passaði ekki og við nánari athugun sá ég að bréfið var stílað á nafna sonar míns með heimilisfang í Hafnafirði.... dó... mikið hvað mér létti, ég skoðaði umslagið aftur jú þar var nafn stráksins og heimilisfang , hvernig getur þetta gerst, ég fæ rukkun fyrir mann í Hafnafirði senda til Ísafjarðar..... Ekki gott mál...... Ég tók upp símtólið og hringdi í innheimtudeildina á lansanum og talaði þar við mann til að láta vita af þessum mistökum. Afgreiðslan sem ég fékk var frekar léleg og þegar hann loks náði erindinu sagði hann þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur og kvaddi. Hann tók ekki niður nafn eða heimilisfang rukkunareigandans, bað mig ekki afsökunar á þessum óþægindum né þakkaði hann fyrir að láta vita .... svo nú á ég von á að þessi rukkun tikki ennþá á dráttarvöxtum og verið send eitthvað í innheimtu sem verður dýr fyrir viðkomandi mann.... Léleg vinnubrögð þar..... ótrúlegt að rukkun sé send á 10 ára gamalt barn sem er ekki fjárráða.... ekki með sömu kennitölu aðeins sama nafn ......skil ekki.
Jæja nóg komið af tuði, allt fínt að frétta af heimilinu, ný hurð komin á íbúðina, reyndar ekki alveg frá gengið.... smiðurinn ætlar að klára um helgina.... (hvaða helgi það verður kemur í ljós hehe þessir iðnaðarmenn hafa svo afstætt tímaskin) .... já og nú ligg ég yfir því að finna hinn fullkomna barkarofn, sá gamli orðin lélegur..... en sá á kvölina sem á völina... já ég er orðin gráhærð á þessu.... alltof mikið í boði..... ég er með valkvíða af slæmu tagi, ..... ætla að sofa á þessu í nokkra daga.
KVeðja Helga með valkvíðann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 20:19
Hvað er að hjá lyfjamarkaðinum?
Var að horfa á fréttirnar á rúv í um helgina og þar var talað um hvað vantar mörg lyf á Íslandi í dag.
ARG GARG SPANGÓL
Ég er ein af mörgum Íslendingum sem þarf að taka lyf á hverjum degi út ævina og hef sannarlega fundið fyrir óöryggi gagnvart geðþótta ákvörðunum lyfjainnflytjenda á hvaða lyf eigi að vera til hér á landi.
Eitt af þeim lyfjum sem ég verð að taka heitir Minirin. Fyrst notaði ég lyf á nefúðaformi en það var ekki að virka nógu vel fyrir mig og því stakk læknirinn minn upp á að prófa töfluformið af lyfinu, og því líkur munur, þetta var allt annað líf og lyfið virkaði mjög vel fyrir mig. En Adam var ekki lengi í paradís, fyrir rúmu ári var allt í einu hætt að flytja þessar töflur inn og í staðinn komu frostþurrkaðar tungurótartöflur. Ok töflurnar virka fyrir mig en þvílíkt ógeð að þurfa 2x á dag að setja þær undir tunguna og bíða smá stund meðan taflan bráðnar, áður en maður fær sér að drekka eða borða. Já bragðið er eins og pappír (mér finnst ég vera upplifa fermingardaginn 2x á dag) og ef maður hittir ekki alveg undir tunguna finnst mér lyfið ekki virka nógu lengi yfir daginn. Já ekki gott mál og auðvita kostar þetta miklu meira fyrir ríkið, gömlu töflurnar og nefúðalyfið kostuðu ca. 15.000 3ja mánaða skammtur, en frostþurrkaðar tungurótartöflurnar kosta milli 40.000 og 50.000 kr. Já fyrir hvern var þetta gert??? Alla vega ekki fyrir kúnnann mig, ég vildi miklu frekar taka mínar gömlu töflur.
Annað lyf þarf ég að eiga í skápnum til öryggis ef ég verð veik. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að nota það en síðast þegar ég endurnýjaði lyfið var búið að breyta skammta stærðinni í stað 10 mg taflna fékk ég 20 mg töflur vegna þess að hætt var að flytja hinar inn. Af hverju veit ég ekki en mun erfiðara er að brjóta töflur í 4 parta heldur en í 2. Frekar óþægilegt það.
Ég hef einnig lent í því að lyf sem var ávísað fyrir son minn var ekki til í landinu og þurft hann því að fá annað lyf heldur en var í upphafi ávísað.
Ég hef reyndar verið svo "heppin" að þetta eru aðeins minniháttar óþægindi fyrir mig en þó hvimleitt og fyllir mig óöryggi gagnvart framtíðinni. Án lyfjanna minna get ég ekki lifað og því óþolandi að einhver maður út í bæ geti ákveðið að hætta að flytja inn lyfið af því að það er ekki nógu hagkvæmt fyrir fyrirtækið. Hvað má þá fólk segja sem hefur lent í því að lyfið þess er bara als ekki lengur til í landinu???? Hver er ábyrgur fyrir lífi okkar og limum??? Á einhver að hafa vald til að ákveða að lyf sé ekki hagkvæmt og því ekki flutt inn , þrátt fyrir að það stefni líf einhvers í hættu???
Já stórt er spurt og fátt um svör.
Já svona er lyfjamarkaðurinn í dag, ekki að þjóna litla manninum.
Eitt er það sem stendur þó uppúr þegar lyfin mín eru annarsvegar er sú frábæra þjónusta sem ég hef fengið í Apótekinu hér á Ísafirði, Jónas lyfsali er að gera mjög góða hluti fyrir okkur og mjög lipur að redda því sem redda má. Aldeilis frábært
KVeðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 21:35
Tuðið í kennaranum :)
Hjúkk... Foreldraviðtölinað baki og gott að geta slappa af og slaka á, maður alltaf með smá fiðrildi í mallanum fyrir svona törn... en það fór eins og mig grunaði englarnir mínir eiga prýðis foreldra sem gott er að leita til og mjög gott að fá tækifæri til að hitta þá og ræða málin.....
Breytingar eru framunda í vinnunni ... nýr skólastjóri að taka við, reyndar á óvenjulegum tíma .... ég er samt viss um að hún Olga eigi eftir að standa sig vel og hlakka til að vinna með henni. .... Því miður kosta þessi tímamót líka fórnir og þörf er á flytja kennara til í stafi til að fylla skarð nýja skólastjórans þ.e. kennsluna sem Olga var með áður en hún gerðist skólastjóri. Kennarar vaxa ekki á trjánum og ekki auðhlaupið að finna einhvern svo léttgeggjaðan (eins og ég er)að hann sé tilbúninn að vinna fyrir smáaurum þegar einkageirinn borgar 2 -3 falt hættir laun..... já Hans í Koti.... nafna mín og samstarfskona í 4. bekk var flutt til í stafi... hún tekur við bekknum hennar Olgu og við fáum nýja samstarfskonu í 4. bekk, það verður ekki auðvelt fyrir hana að fylla skarð nöfnu minnar því við höfum verið dekraðar af Helgu og það hefur verið frábært að eiga hana að í dagsins önn....
jamm ég tók smá geðvonskusvekkelsiskvíðaleiðindakast á mánudaginn þegar ljóst var hvert stefndi ...en sem betur fer hef ég öðlast þroska (hehe vona alla vega ) til að takast á við svona breytingar og eftir fyrsta svartsýnisbölmóð er ég er farin að líta bjartari augum á framtíðina.... því það eru jú tvær hliðar á öllum málum og maður kemur í manns stað .... við fáum unga og kraftmikla konu í stað Helgu og öruggt að hún á eftir að standa sig með prýði.... hlakka til að kynnast henni betur og vinna með henni.... þó hún sé ekki með kennararéttindi er hún búin með hluta af kennaranáminu og hefur verið öðru hvoru í forfallakennslu þ.e. kona meðsmá reynslu á ferð....
Vonandi er komið nóg af breytingum í vinnunni í bili og við fáum aftur stöðugleika í skólastarfið.
Nóg komið af vinnutali .... mín er alltaf að eyða peningum þessa dagana.... á miðvikudaginn flaug ég á rassinn í hálkunni.... slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli en botninn er hálf aumur .... þrátt fyrir stóra mjúkalagið sem klæðir hann..... ég rauk með það sama upp af stéttinni.... þegar ég var búin að fullvissa mig um að allt væri í lagi og renndi niður í Hafnarbúð og keypti gönguskó með vetrarútbúnaði ..já sólinn er með svipuðum eiginleikum og harðkornadekk.... já Helga er komin á "vetrardekkin" Í gær komu svo skíðin sem ég pantaði í vor fyrir krakkana... ekki smá flott skíði en h..... dýr ... já jólagjöfin þeirra í ár komin í hús og sælir krakkar...... nú er bara að vona að snjói meira svo hægt sé að brúka þau....
Rólegheita helgi framundan..... Verð að monta mig smá.... fór út í vík með vinafólki mínu í gærkveldi á spilavist svo kallaðir "Framsóknarvist" (af hverju er hún kölluð það???) .... ekki smá gaman að spila og mín fékk verðlaun.....
jaaaa að vísu var það ekki fyrir 1. sæti ...... heldur skammarverðlaun en þau voru samt flott, ég fékk þennan fína jólasvein, hann var sko miklu flottari en aðalverðlaunin, langaði sko ekkert í þau
jæja nóg komið í bili kveðja Helga vinningshafi.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)