Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2008 | 22:21
Skíðamót á Ísó :)
Þessa dagana er nóg að gera hjá ísfirsku skíðafólki.... skíðalandsmót með meiru..... ekki smá gaman.... unglingurinn á heimilinu var í allan dag að vinna á skíðamótinu m.a. sem portavörður, þetta er dýrmæt reynsla fyrir hana og einnig mjög gaman að kynnast stemmingunni í kringum svona mót og fá tækifæri til að sjá bestu skíðamenn landsins í axsjón. Ég var líka beðin að vinna á mótinu en baðst undan því.... eftir reynsluna sem ég fékk í fyrra.... vissi ekki neitt þá, hef aldrei keppt sjálf á skíðum og vissi bara ekkert í minn haus en eins og oft áður læt ég plata mig út í ýmislegt og til í að reyna að gera mitt besta.... mætti upp í fjall og átti að vera portavörður(hvað er nú það... jú að dæma um hvort skíðamaðurinn hafi tekið allar beygjur.... þetta lærði ég í fyrra
) .... það var leiðinda veður og ég sá ekki neitt.... ég er nefnilega mjög blind í lélegu skyggni og allt rennur saman í hvíta klessu, sé ekki ójöfnur í snjónum.... jammm mín var mætt upp í fjall og vann sem portavörður.... það gekk vel í fyrstu.. enda frábærir skíðmenn á ferð.... en svo versnaði skyggnið og ég var orðin krók loppin... þá kom strákur sem fáninn festist á skíðastafnum (auminginn ekki smá svekkjandi) .... ég sá hreinlega ekki hvort hann krækti í stöngina eða rak skíðastafinn í fánann.... og mér varð svo mikið um að ég náði ekki númerinu á dregnum .... sem var gott fyrir hann því ég gat ekki dæmt hann úr leik enda má það ekki nema maður sé 100% viss.... ég gat ekki skrifaði í skýrsluna að það var strákurinn sem var næst á undan xxx en það er víst ekki gilt.... ekki smá aulaleg
.... og ég er smá miður mín yfir lélegri frammistöðu sem dómari á skíðamóti.... hef ákveðið að stefna metnaði mínum á aðrar brautir....langaði að hafa hauspoka þarna í fjallinu.....
...sem sagt ég starfa ekki sem portavörður á þessu landsmóti.... nóg að gera sig að fífli 1 sinni á þessum vígstöðum... á samt vafalaust eftir að gera fleiri axasköft... en ég er eins og Emil í Kattholti geri helst ekki sama skammarstrikið oftar en einu sinni.
Í staðin reyni ég að vinna fyrir Skíðafélagið á öðrum vígstöðum... og mitt vinnuframlag er núna að vinna við kaffihlaðborð fyrir keppendur ásamt fullt af hæfileikaríku fólki... já ég held að ég sé betri í því en að vera portkona.... enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverjuog ég held að ég sé betri kaffikona heldur en portari.....
Ég játa hér með að ég er ekki efnilegur skíðadómari er bara algjör auli... vil ekki gera skíðamönnum landsins það að dæma rangt á skíðamóti.... sorrý
mínir hæfileikar eru annarstaðar en ég reyni þó að sýna lit og vera með .... og fæ mjög góðar viðtökur... búin að hringja út og suður í foreldra skíðabarna og fá þá til að baka fyrir kaffihlaðborðið á morgun.... fékk frábærar viðtökur .... allir sögðu já ekkert mál
frábært, takk fyrir .... ekki smá gott fólk að vinna með....
Já það er nóg að gera á Ísó... fór í gær að horfa á keppni í sprettgöngu hérna við túnhornið hjá mér... ein skemmtilegasta keppnisgreinin á skíðum... mjög gaman að horfa á hana.... ætla að kíkja upp í fjall á morgun ef veðrið verður skaplegt... (búin að læra að það er ekki sniðugt að fara upp í fjall mjög kvefuð.... það var lexía páskanna... sé samt ekki eftir neinu... er samt ennþá með hósta en hann lagast einhverntíma....) að horfa á keppnina.... hlakka til...
Kveðja Helga ekki portavörður
p.s. þetta er spurningin í hverju maður lendir í .... eða hvað???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 17:09
Skattframtalið frá...........
Búin að skila skattframtalinu jibbí............ Já þetta var ekki flókið en obbbbbbbbbbbbslega leiðinlegt að gera framtalið.......akuru er þetta ekki bara alsjálfvirkt fyrir einfalt fólk eins og mig???? ekki með eigin rekstur bara börn bíl og íbúð og kall , punktur og basta.... eina sem ég þurfti að gera var að skoða tölur og bera saman og lesa hrútleiðinlegar leiðbeiningar sem sagt allar upplýsingar lágu fyrir þurft bara að setja nokkrar frádráttartölur á réttan stað og skrifa hvar íbúðin mín sem ég er búin að eiga og borga sömu lánin af í 9 ár er til húsa......
Spurning dagsins: Hvað varð af páskafríinu???? það var bara rétt að byrja og svo er það bara búið!!! Svakalega líða fríin alltaf hratt.
Kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 22:34
....páskaleti... með meiru:)
Í dag var lífinu tekið með ró....reyndar þurfti Óli að vinna í morgun og þegar hann fór á fætur fyrir 5 í morgun vaknaði lillan og ætlaði út með pabba sínum en sem betur fer sofnaði hún strax aftur og við sváfum langt fram á daginn........ ekki smá notalegt.... ég var ný sofnuð í gærkveldi þegar einn nágranni minn var að koma heim frá útlöndum og var ekki með lyklana af útihurðinni og valdi auðvita að vekja mig (ekki smá vinsæl þar!!!) til þess að komast inn......og auðvita er ég hin fullkomni nágranni og hleypti greyinu inn...... en hugsanir mínar voru ekki alveg fullar af náungakærleik á þessari stundu.... h... orðið kom upp í hugann.... en "vandað kristilegt uppeldi mitt" var yfirsterkara lönguninni til að vera fúll á móti eða réttara sagt fúl á efrihæðinni
og auðvitað er nágrana mínu fyrirgefið... allir geta gert mistök og lykillinn að útidyrahurðinni heima hjá sér ekki það fyrsta sem maður pakkar niður
vertu velkomin heim......... já eftir þessa uppákomu sofnaði mín ekki fyrir en seint og um síðir og því gott að geta sofið út... og ekki verra að fara síðan í 1 stk. fermingarveislu síðdegis..... ummmm frábært..... ekkert að elda.... bara snarl........ og slappa af .... er í fríi I love it..................
Skíðasvæðið var lokað vegna veðurs.... en spáin fyrir morgundaginn er betri og á meðan Óli vinnur fyrir mér (ég er sko kennari með fyrirvinnu
) ætla ég að skella mér á skíði með börnunum...
kveðja Helga lata
p.s. ég held sveim mér þá að ég sé með alvarlegt afbrigði af húsmóðurmetnaðarleysi þessa dagana .... ÓMG ég er nú í páskafrí..... hvað er smá ryk á milli vina??????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 21:23
Frábær byrjun á páskafríi................
Skíðakappinn er alsæll eftir daginn.... hann fékk loksins að fara á skíði... eftir hátíðlegt loforð um að fara varlega.... ekki skíða í bakka 1 og 2 (bröttustu brekkurnar) og farðu varleg... stranglega bannað að detta á hausinn .....og auðvita fór hann varlega ... já loksins... hann hefur ekki stígið á skíði síðan 5. febrúar.... og þegar við komum heim var stutt að bíða eftir Grímur vinur hans kæmi til Ísó í páska frí..... Ég fór með púkana á skíði um hádegi og við komum ekki heim fyrr en að ganga fjögur í dag.... enda frábært veður.... sól og blíða og færið einstaklega gott.... þorði ekki vera lengur með skíðakappann... ekki ofkeyra hann á fyrsta degi.....
Lillan er orðin býsna seig á skíðum.... verð þó að hafa hana í bandi því hún er svo mikið að fylgjast með umhverfinu að hún spáir ekki alltaf hvert hún er að fara.... hún getur tekið þessar fínu beygjur og kann að stoppa en finnst laaaaaaaaaaaang skemmtilegast að skíða beint af augum... veifa vinum og kunningjum í lyftunni og spá í hvað hinir eru að gera..... og í dag var búið að útbúa braut með misháa hóla í við hliðina á barnabrekkunni og þar var mest gaman.... þar fékk hún að bruna beint af augum og skemmti sér konunglega........hihi þar þurfti ekki alltaf að vera að beygja og fara í plóg......
Kveðja Helga skíðamamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 20:15
Skíði .... I love it...:)
Kom dauðþreytt og pirruð heim úr vinnunni í dag .... með höfuðverk .... en þegar ég kom heim byrjaði suðið.... mamma gerðu það komdu á skíði.... gerðu það ... gerðu það ... þú er best.... og mín leit út um gluggann ... glampandi sól og blíða :)... alveg ekta skíðaveður..... svo ég lét undan þrýstingnum þrátt fyrir að ég væri ekki alveg að nenna því og skellti mér á skíði.... stelpuskíðaferð því skíðakappinn á heimilinu er ennþá slappur... já við mæðgurnar skelltum okkur á skíði og þvílík paradís.... fór nokkrar ferðir með lilluna í barnalyftunni og síðan var systrunum mútað.... ég splæsti í kakó og meðan fór ég eina ferð allaleið upp í Miðfellslyftu og skíðaði niður .....
ekki smá frábært.... glampandi sól + frábært færi = vítamínsprauta og gleði.... ólýsanleg..... að þjóta niður á fleygi ferð.... á skíðum skemmti ég mér trallalllllllllllllla...... já sveim mér þá að heilsan hafi ekki bara batnað um mörg stig... a.m.k. geðheilsan.... frábært!!!
Kveðja Helga með sól í hjarta og skíði á fótum.... komin í páskafrí......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 16:46
Páskafrí.....
Páskafrí......... handan við hornið....... jibbí........... bara 2 dagar í páskafrí..... já stundum er gott að vera kennari og fá páskafrí........ það er mikið um að vera í skólanum þessa viku.... árshátíð á morgun og hinn og síðan langþráð páskafrí (búin að bíða eftir því síðan jólafríinu lauk) .... og skíðavika framundan og voða gaman.... súkkulaði og vera saman
(skáldleg híhí)...
já þessa dagana eru allt á fullu og sköpunarkrafturinn leikur lausum hala í GÍ... það er alltaf jafn spennandi að sjá hvað hver árgangur töfrar fram á leiksviðið... aldrei eins frá ári til árs.... og alltaf er hver árshátíð að toppa þá síðustu.....
reyndar hefur árshátíðarundirbúningurinn verið smá gloppóttur hjá 4. bekk... (kennarabörnin verða víst líka veik við þurft að vera heima til skiptis) ....og því voru við í seinnalagi að byrja undirbúninginn og satt best að segja hélt ég að ekkert yrði af atriðinu á mánudaginn.... allt gekk á afturfótunum á æfingu ... vægast sagt... sá fyrir mér að þetta yrði hrein hörmung... 50 krakkar á sviði og fát og fum í gangi... strákarnir misstu sig algjörlega í pot og klíp og fiktuðu í öllu sem ekki mátti snerta, skriðu undir tjöldin og földu sig í hornunum... æææææ þeir sem eru utan við sig voru komin lengra en út á þekju.... heyrnaleysið nær algjört og tilkynningarskyldan mætt.... þessi sagði... þessi gerði... þessi....... já sem sagt martröð kennarans í hnotskurn.... allir að gera það sem ekki á að gera....
ennnnn... það er von... þegar við komum inn í stofu voru hlutirnir ræddir og síðan mættu allir bekkirnir saman inn í eina stofu og renndum gegnum textann nokkrum sinnum .... þar til allt gekk snurðulaust.... og það er von..... æfingin í dag gekk ótrúlega vel miðað við mánudaginn og nokkur mynd komin á verkið.... já kannski ekki tær snilld en næstum því.... krosslegg bara fingur og tær og þá gengu það glatt... enda börin í 4. bekk algjörir snillar
Annirnar í skólanum fara samt að hluta fram hjá mér... skíðakappinn er veikur og ég drusluleg, hef t.d. ekki mætt í ræktina í 2 daga ÓMG ... Skíðakappinn var lagður inn á mánudaginn til öryggis vegna þess að hann fékk svima og leið mjög illa. Hann var rannsakaður hátt og lágt, en sem betur fer fannst ekkert og því talið að þetta sé flensa sem er að hrjá hann.... en bara frábært að það sé fylgst svona vel með honum og engin áhætta tekin eftir slysið um daginn.... vona bara að hann fari að hressast svo við komust á skíði um páskana
Í gær var ég heima með skíðakappanum og spurning um hvort svaf meira
... við nutum þess að skríða beint upp í rúm um leið og við komum heim að spítalanum og sváfum langt fram á daginn... og tókum okkur síðan vænan miðdegislúr og vorum samt komin snemma í rúmið í gærkveldi.... það er greinilega bara fyrir fullfríska að vera á sjúkrahúsi
.... Í dag fór ég í vinnuna til að sjá um árshátíðaratriðið með krökkunum.... en fékk að fara fyrr heim enda leið mér eins og iðnaðarmenn væru í heimsókn eftir velheppnað laugardagsdjamm
... og ég sem er að komast í páskafrí... en er hressari núna ...
Kveðja Helga á leið í páskafrí.................. jibbí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 16:58
Pirr... yfir læknasímatímum ....
Á fimmtudaginn var ég ekki smá pirruð.... ég átti að hringja í einn af læknunum sem sá um skíðakappann minn um daginn, hitti þennan lækni ekki sjálf, pabbi minn var hjá nafna sínum þegar hann kom og ég fékk skilaboð um að hringja í hann fimmtudaginn 6. mars milli kl. 10 - 12, til að endurmeta stöðuna t.d. hvernig kappinn hefði það og hvort tímabært væri að hann mætti fara aftur á skíðaæfingar o.s.frv. Já ég var auðvita að kenna og skellti mér beint í símann kl. 11 um leið og ég losnaði úr kennslu............ það svaraði strax á skiptiborðinu og mér gefinn síminn inn til læknisins... og ég beið og ég beið og ég beið... í ca 35 mín. með hev..... símatónlist í eyrunum og allt í einu slitnaði .... bibibib... ég hringdi aftur og fékk símann gefinn til hans... og beið í 2 -3 mín og þá hringdi bara út... ekkert svar.... og ég hringdi aftur og þá var mér gefinn síminn upp á barnadeild... en þar á bæ vissu þau ekkert um þennan lækni...svo símastúlkan tók niður nafnið mitt og stráksins og ætlaði að láta lækninn fá skilaboð um að hringja í mig... en ekkert hefur gerst hingað til..... og hvað á ég að gera... bíða í 1 viku í viðbót???? eða bara láta hann sigla sinn sjó...???? þyrfti samt að ráðfæra mig við hann, fá svör við nokkrum spurningum.....
Þarna var ég búin að vera samtals um 45 mínútur í símanum, búin að missa af frímínútum og matartímanum og orðin allt of sein í kennslu.... sem betur fer var ég búin að gera ráðstafanir þannig að börnin þurftu ekki að bíða eftir mér, þau voru komin í vinnu.... (ég vinn nefnilega með svo góðu fólki)
Já þetta finnst mér illa farið með tíma minn og annarra sjúklinga ..... að bjóða fólki að bíða tímunum saman í símanum, taka sér frí frá vinnu og fá ekki svar.... það er fúlt ég hef svosem þurft áður að bíða í síma.... en þá oftast náð á lækninn ....
Þá vil ég frekar hafa það eins og hér á Ísafirði.... hér panta ég bara símatíma hjá lækninum og hann hringir í mig, yfirleitt fæ ég gefið upp c.a. hvenær hann hringir t.d. milli 11 og 12. Stundum er símatíminn upppantaður og þá fæ ég bara tíma næsta dag... sem sagt miklu betra heldur en láta fólk hanga tímunum saman í símanum. Spar heilmikinn tíma og vinnu hjá sjúklingum. Svona er þetta líka hjá lækninum mínum í R.vík... ég panta símatíma og hann hringir í mig.
Ég veit vel að það er oft mikið að gera hjá þessum læknum og ber virðingu fyrir þeirra starfi.... en ég geri líka kröfur um að þeir beri virðingu fyrir tíma og lífi fólks... við erum ekki bara númer út í bæ... við höfum líka okkar skyldur og tíminn okkar er líka verðmætur....
... auk þess er það þó nokkur sálrænspenna sem myndast við það að þurfa að bíða tímunum saman í símanum... allavega hjá mér ... ég verð alltaf smá stressuð og kvíðin...., gleymi ég nokkru... hvað á ég að segja??? o.s.frv....
Já þetta þarf ekki að vera svona.... ekki á tímum gsm síma...
Kveðja Helga pirraða á læknasímatímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 19:22
Fermingar þetta... og fermingar hitt????
Já nú er mín komin í nýja stöðu í lífinu þ.e. næstu vikurnar er ég foreldri fermingarbarns og auðvita er ég mjög stolt af því... jæja reyndar er ég búin að vita af þessu í rúm 14 ár að að þessu kæmi einn daginn.... en alltaf er maður jafn hissa á hvað tíminn líður hratt og alltaf kemur hann manni á óvart
...
Já nú er ég háæruvert foreldri fermingarbarns og Það er sko full vinna að kynna sér allt sem því fylgir og velta fyrir sér hvað skiptir máli og hvað ekki.... já fjölmiðlar eru fullir af fermingarauglýsingum, ég er búin að fá slatta af """Óóóótrúlega""" góðum tilboðum um ...fermingar þetta og fermingar hitt sem er auðvita alveg nauðsynlegt að hafa á fermingardaginn svo allt verði fullkomið
...
Ja maður ætti nú að fara á 1 stk. kennslustund í kransakökugerð eða hvað???? velja fermingargjöf... þetta kostar "bara" 159 þúsund á fermingartilboði... ???? ég vil not vera púkó og kaupa eitthvað drasl... ég verð náttúrlega að kaupa eitthvað "almennilegt " fyrir snúlluna mína... er hugsa að liggja svolítið á þessu... nóg annað að hugsa um... auðvitað verður gjöfin að vera frumleg og helst einstök.... get t.d. ekki boðið henni í fjallgöngu á Kílimannjaro.... verið að velja eitthvað frumlegra en það.... kannski gönguferð á Gleiðarhjalla ???? eða skreppa í viku hundasleðaferð til Alaska??? eða úlfaldaferð um eyðimerkur Egiptalands????... eða 3 vikna námskeið í kínverskri bardagalist????... eða xxx held ég verði að leggja þetta í nefnd.....
Til að komast vitrænt stig og mennta mig fór ég á kynningu "fermingarkynningu" á hótelinu hér í bæ á laugardaginn.... já það var bara gaman... sjá fermingartískuna og allt það ... gaman að sjá jafnaldra snúllunnar minnar dressuð upp og greidd á tískusýningu ..... flottir unglingar
.... en ég komst að því að ég er bara obbbbslega kærulaus.... ekki búin að þessu og hinu.... Ég komst m.a. að því að ég þarf að ... kaupa slatta servéttum og borðskreytingum.... já fyrst þarf að reyndar að velja lit og þema.... hvað ættum við (ég og fermingarbarnið) að velja sem þema veislunnar???? hér þarf auðvita að vera frumlegur hummmmmmm
Auðvita þarf líka að velja fatnað á fólkið.... dressa liðið upp ... ekki getum við verið þekkt fyrir að vara púkalega fjölskyldan nottttttt,
svo þarf að velja kerti, og sálmabók, og hanska og veitingar... ákveða hverjum á að bjóða og hverjum ekki erfitt, þekki svo marga sem mig langar að bjóða....
velja boðskort og ég veit ekki hvað????
ég er samt búin að einu... fá sal og fermingarbarnið er búin að velja sér föt... upphlut af nöfnu sinni sem var langalangafasystir hennar..... frábært
svo erum við líka búin að velja fermingardag.... 15. júní.... (þetta er auðvita útpælt ... þá get ég nebblega verið búin að sjá hvernig allir hinir tækla málin)
Kveðja Helga með valkvíða og kærulaus með endemum
P.S. Það er margt sem þarf að huga að og velta fyrir sér.... vona bara að í öllu annríkinu gleymum við okkur ekki í umbúðunum... já mér finnst stundum að innihald fermingarinnar gleymist í öllu hafaríinu??? eða hvað ?????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 12:16
Er fróðari um ríka og frægafólkið:)
Er að verða vel viðræðuhæf í heimi slúðurblaðanna!.... Já ég hef hingað til verið talin frekar "slöpp" í heimi slúðri um "fræga og fallega fólkið" hvort sem það er hér heima á Fróni eða í Hollywood... en nú er ég öll að koma til.
... eftir að hafa flett gegnum margra ára skammta af Séð og heyrt , Vikunni... og fleiri blöðum á Barnaspítalanum og læknabiðstofum og jú hárgreiðslustofum er ég að verða nokkuð fróð á þessu sviði.... a.m.k. kannast ég við nöfn á fólki og farin að vita að það er frægt af endemum og mörgu öðru (en játa að vísu að stundum ruglast mín í ríminu og rugla saman nöfnum og staðreyndum .... en er samt mun fróðari en ég var
) já alltaf lærir maður eitthvað nýtt og öðlast stöðugt nýja vitneskju
Já svo hef ég reyndar komist að því að sumt sem ég hef lært sl. mánuð er orðið úrelt.... þessi er skilinn við hinn og giftur nýrri konu... o.s.frv..... já það er víst full vinna að fylgjast með í þessum heimi... en ég örvænti ekki .... ein samstarfskona mín kenndi mér nefnilega hvernig ég get alltaf verið með nýjustu upplýsingar í bransanum a.m.k. um Hollywoodstjörnurnar... jibbí og nú ætla ég að deila með ykkur þessu atvinnuleyndarmáli .... farið inn á people.com og þið munuð fræðast
...híhí
Já nú þekki ég fleiri leikara með nafni heldur en "Tomma Krús" og "Gogga Klúní" .... já og veit meira um "Britní Spers" og "Lindsley Lóhan" heldur en ég kæri mig um.... en maður þarf nú að leggja ýmislegt á sig til að vera með á nótunum... og ekki spillir fyrir að vita meira um prinsana í Englandi ....
Kveðja Helga með slúðrið á hreinu
p.s. mikið er ég fegin að vera bara Helga...kennari.... og geta gert mistök og lifað lífinu án þess að vera undir smásjá heimsbyggðarinnar.... skil vel að það sé ekki auðvelt.... fá hvergi frið....

Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 12:47
Lillan veik
Lillan veik... já þegar ég kom heim úr ræktinni í morgun var lillan óvenju öfugsnúin, hún vildi ekki borða og mamma átti bara að hjálpa henni... ekki að ræða að stórasystir fengi að snerta hana.... mamman keyrði samt á að klæða hana og snurfusa fyrir daginn, en þegar ég var að "troða" (ekki mjög samvinnufús aldrei þessu vant, vön að vilja klæða sig sjálf) henni í útigallann kom ég við ennið á henni, það var óvenju heitt.... og þá fyrst kviknaði á perunni... kannski er barnið veikt svo mælirinn var sóttur (digitalmælir sem ég set undir handlegginn) þá upphófst óhemjugangur ... ekki mæla mig böööö ... en ég skellt samt mælinum undir handlegginn á henni og þegar hann var kominn í tæplega 38 sá ég að ekki var um að villast barnið er veikt og hætti píningunni í bili. Tók upp tólið og lét vita að ég kæmi ekki í vinnu í dag
því Óli fór eldsnemma í morgun í vinnuna og var lengst inn í Djúpi þegar ég hringdi.
Já mín er með smá samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni (samt veit ég að lillan þarf meira á mér að halda og þetta reddast í skólanum)... ég er nefnilega rétt að vera búin að rétta úr kútnum, vinna upp tafir og allt komið í fastar skorður aftur síðan ég var með Skíðakappann í borginni um daginn Já og var heldur ánægð með mig í gær þegar ég bauðst til að sjá um að skella inn nýju vikuáætluninni þessa vikuna... og árshátíðarvinnan að komast á skrið.... ætlaði að byrja á nýrri bók í íslensku í dag með krökkunum... ætlaði að föndra í náttúrufræði með krökkunum og búa til kartöflukarlinn ógurlega .... já sem sagt margt á döfinni.... en þetta hlýtur að reddast
...
En ótrúleg þessi börn, þegar lillan var búin að öskra úr sér lungun vegna mælingarinnar settist hún með mér í sófann og pantaði að horfa á Söngvaborg og nú er diskurinn búinn að ganga 3 hringi og hún sitja og syngja með og leika sér smá í pleymó .... og ekkert sérstaklega slöpp að sjá.... (ég fæ svo sjaldan hita að ég ligg eins og skata um leið og mælirinn stígur..... )já hún var bara nokkuð hress fram yfir 11 en þá skreið hún skyndilega upp í fangið á mér og kvartaði yfir hausverk og var sofnuð nánast um leið....
Já í dag verð ég heima og hjúkra lillunni, veit að allt reddast í vinnunni.....
Stóra snúllan er að fara á skíðamót um helgina og fer með flugi suður á eftir.... já nóg að gera hjá henni, ? hvort hún komist heim á sunnudaginn í tæka tíð fyrir miðsvetrartónleika.... .... en hún missir af "fermingarsýningunni" sem beðið hefur verið eftir.... en það er ekki hægt að vera allstaðar.... og hún vill ekki sleppa skíðamóti , vona bara að veðrið verði gott.
Kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)