Komin heim

Vá hvað það var gott að vera komin heim aftur eftir R.víkur ferð. Óli er en að jafna sig eftir Ikea ferð. Ekki smá óheppin að það var afmælishátíð þar.... og allt troðið af fólki ...  Ég dró Óli greyiðSickí gegnum allt heila klabbið til að finna nokkra diska og sitt lítið af hverju sem bráðvantaði á heimilið (mitt álit ekki hans... he...drasl....Crying  voru orðin sem hann muldraði og ég átti ekki að heyra Winko.s.frv...)  Verð að vera góð við hann svo hann fáist aftur þangað, sá neblega fína innréttingu á baðið Grin..... og.....  já það verur samt smá bið á því enn um sinn... 

Lillan var samt alsæl í Ikea því þar hitti hún Línu Langsokk vinkonu sína og hún gaf henni nammi, blöðru og sænskan fána.... söng á leiðinni heim til Öddu  "íslenski fáninn bandaríski bjáninn" og eftir smá leiðréttingu "sænski fáninn......" Henni var samt ekki eins skemmt í Kringlunni og Intersport og vildi med det samme fara heim... ekki mikið fyrir búðarráp þessi elska ...  enn þá.... hugsa að það breytist eftir nokkur ár.... Systir hennar var jákvæðari.... en fannst gamlasettið frekar nískt ... fékk samt tvær peysur... en vetrarskórnir sem átti að kaupa fundust ekki..... kaupi þá bara hér heima..... 

Einkasonurinn er en illa haldinn af anti búðarrápsbakteríunni og með herkjum að mér tókst að draga hann inn í Steinar W... og kaupa vetrarskó... hann fékkst einnig til að máta flíspeysu í Regatabúðinni og þar með var hann laus allra mála.... eina búðin sem hann vildi fara í var veiðimannabúðin Vesturröst.... þar fóru þeir feðgar inn og voru lengi...... en komu út sælir og ánægðir  með drasl í poka.

Já kortið var straujað nokkrum sinnum, en ég uppgötvaði á heimleiðinni að ég steingleymdi að fara í Hagkaup, Woundering og ýmislegt sem ég ætlaði að gera.... tíminn bara leið svo fljótt .....já það bíður síðari tíma.  Ég keypti heldur ekkert á lilluna, ætlaði að kaupa skokk eða kjól á hana en fann ekkert sem mér fannst spennandi .... Errm já samt kíkt ég í Next, Söru og Exit... ekki að hana bráðvanti þetta ... hún fær bara seinna.... betra fyrir budduna. Tounge 

Skrapp í Zik-Zak og náði einum léttum hring þar.... keypti peysu og kjól sem mig bráðvantaði Whistling

ooooo hvað þar voru smart vetrarjakkar þar... en sjálfstjórnin tók yfirhöndina og dró mig frá þeim rekkum.....

já stundum get ég verið svo skynsöm.....

Drengurinn hitti lækninn sinn og fékk nýtt krem á exemið og sýklalyf  og var settur í blóðprufu til að athuga með fæðuofnæmi... vona að þettageti hjálpað honum, haustið er svo erfiður tími fyrir hann og exemið byrjað að versna. 

Fengum frábærar móttökur í Þorlákshöfn... ekki smá dekur þar... takk fyrir það Adda og Doddi.

Getraun... Hvernig var veðrið í Reykjavík  A) rigning og rok  B) blautt  C) rigning og rok og fínt inn á milli..... Rétt svar.... allt....

Já það var glampandi sól og blæjalogn heima á Vestfjöðrum en því nær sem við komum borginni því meiri rigning og rok.....   Já svona var það  Kveðja Helga

IMG_0491

 


Bloggfærslur 15. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband