24.10.2007 | 22:16
Erum ofarlega á vinsældarlista hjá skoðanakönnunum hf eða hvað?
Hvað getur maður verið oft á tilviljanakenndu úrtaki hjá "skoðanakönnunum" hf???? Bara spyr enn eitt símtalið á þessu ári.
Spyrill:"Góða kvöldið, þetta er xxx hjá "skoðanakönnun hf" er Ólafur við"??
Ég: "Nei en hann vill örugglega ekki tala við ykkur. "
Spyrill: "Ertu viss? Má ég hringja síðar"
Ég: ´(er hér að spara spyrlinum aukafyrirhöfn) J´ég er alveg viss hann vill ekki tala við ykkur.
Spyrill: afsakið ónæðið, takk fyrir.
Ég og minn ekta maður eru löngu hætt að nenna að taka þátt í skoðanakönnunum, samt man ég a.m.k. eftir þrem öðrum hringingu síðan um áramót enda kosningar á árinu, finnst skrýtið hvað við komum oft upp, vildi óska að ég væri svona heppinn í öðrum útdráttum .
Aumingja fólkið sem vinnur þarna ég segi alltaf nei takk fyrir mig, hlýtur að vera leiðinlegt að fá mörg nei... en friðhelgi heimilisins er í húfi.
Hér átti að koma langur pistill um leiðinlega símasölumenn sem sífellt svindla á rauða x-inu í símaskránni, ég nenni ekki að skrifa mig inn í skap, svo sá pistill verður að bíða betri tíma.
Góða nótt kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)