27.10.2007 | 18:33
Veturnætur - gleðilegan vetur :)
Já nú eru haldnar veturnætur á Ísafirði. Mikið fjör og mikið gaman í bænum okkar. Í dag var mikið um að vera niður í bæ, krakkarnir í tónlistarskólanum voru að spila í búðum fyrir gesti og gangandi og mikið líf í kringum það. Ekki skemmdi fyrir að flestar búðir voru með tilboð náði rétt að strauja kortið í Legg og skel, keypti gallaskokk á lilluna, röndóttan langermabol (appelsínugular, hvítar grænar og rauðar rendur) og appelsínugular sokkabuxur allt í stíl... Lang flottust
auðvita var þetta á 20% afslætti...(bara gott mál
alltaf að græða...hehe
Ekkert bleikt hér á ferð.
Stóra dúllan mín var að spila á nikkuna með harmonikkutríóinu, þau voru bara flott, svo heyrði ég í barna og unglingakórnum, ekki smá flott hjá þeim, maður fékk bara gæsahúð, Bjarný Ingibjörg kórstjóri er að gera góða hluti með þessum krökkum.
Margt annað er í boði, ýmsar uppákomur og skemmtileg heit, toppurinn á hátíðinni verður svo í kvöld kl. 22
Risa flugeldasýning, hlakka til
Það er gaman að búa á Ísafirði knús og kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)