Og hvenær flytur þú til manna?

Argggg... garg... spangól.

Ég er orðin þreytt á því að þurfta sífellt að afsaka eða réttlæta það að ég búi út á landi og þá sérstaklega á Vestfjörðum. Í nær hvert skipti sem ég fer út af Vestfjarðarkjálkanum fæ ég þessa spurningu, reyndar á mismunandi formi en innihaldið er það sama. Hvenær flytur þú til manna? Ert ekki orðin þreytt að að vera þarna á hjara veraldar?  Er ekki erfitt að búa þarna á snjóflóðasvæðinu? Er ekki allt í eymd og volæði þarna fyrir verstan?????? 

En það eru ekki bara sunnlendingar sem spyrja mig, ég fæ einnig að heyra þetta norður á Akureyri, já það er sko ekki sama hvar út á landi maður er, sumstaðar er maður meira meira út á landi en annarstaðar.

Hvað þurfa margir að búa á stað til þess að hann teljist mannabústaður? 1 ekki satt og þar sem 2 búa eru menn. Það búa talsvert fleiri en 2  á Ísafirðir nánar til tekið 2742 og 4098 í Ísafjarðarbæ.

Fyrst eftir að ég flutti á Vestfirðir fyrir 15 árum eyddi ég bæði tíma og orku í að útskýra hvers vegna ég flutti til Ísafjarðar en nú er ég hætt því ég þarf ekki að réttlæta það fyrir neinum hvar ég bý því það er gott að búa á Ísafirði  . Hér er nánast allt til alls, frábært kraftmikið og skemmtilegt fólk, góð heilsugæsla með frábæru starfsfólki, góð þjónusta við fatlaða, góður skóli, góðir kennarar (kannski ekki hlutlaus hér hehe), stutt í alla þjónustu og öll þjónusta í göngufæri, ekki langir biðlistar eftir leikskólaplássi, leikskólarnir fullmannaðir af frábæru starfsfólki, fínn framhaldsskóli, góðir tónlistaskólar, fjölbreytt íþróttalíf, frábært skíðasvæði, magnað menningarlíf og tónlistarlíf  o.s.frv.

  já hér er gott að búa en  eins og annarstaðar er hægt að finna hluti sem mega betur fara  en þegar á heildina er litið þá eru jákvæðu hlutirnir þúsund sinnum fleiri en þeir sem betur mættu fara.

Já það er gott að búa á Ísafirði og ala upp börn þar.  Því ætla ég næst að svara þegar ég er spurð heimskulega um búsetu mína, en þú hvenær flytur þú til  manna (Vestfjarða), Vestfirðir bestir í heimi:)

Kveðja Helga


Leikvallarlaus efribær á Ísafirði.

 Það er enginn leikvöllur fyrir börnin sem búa í efribænum á Ísafirði sem er mjög bagalegt því hér búa margir hressir krakkar, slæmt mál það.

Ég og lillan mín sem er 3ja ára förum stundum  út að leika þegar við komum heim úr vinnunnu kl. 2, en það er bara enginn leiksvæði eða leikvöllur í efribænum á Ísafirði þessa dagana.  Það er búið að taka öll leiktæki af Túngöturólónum og til skammar fyrir bæinn hvernig frágangurinn er á lóðinni.  Við getum heldur ekki farið á Eyrarskjólsleiksvæðið á opnunartíma leikskólans svo það er fátt um fína drætti þegar lillan vill róla, hún elskar að róla þessa dagana. 

Í fyrra var lofað að sett yrðu niður leiktæki á svæðið milli Eyrargötu, Túngötu og Fjarðarstrætisblokkanna í stað Túngöturólósins, en ekkert bólar á slíku ennþá. Nú er hinsvegar  verið að leggja lokahönd á leikvellina bæði inn í firði og út í Hnífsdal Smile sem er jákvætt fyrir fólkið sem býr þar en við í efribænum erum látin sitja á hakanum,  svarið sem ég fékk er ég spurði einn á tæknideild bæjarins var, já þið þrýstið bara ekki nóg á haDevil, frekar lélegt svar finnst mér,  á maður að sitja heilu og hálfu dagana við að þrýsta á um leiksvæði, hlutur sem á að vera sjálfsagður,  þegar eitt leiksvæði er rifið kemur annað betra í staðinn ekki satt.

 Þessa dagana er ég að velta fyrir mér hvern ég á að þrýsta á að fá leikssvæði fyrir börnin mín í nágrenið.  Er það bæjarstjórinn, fjölskyldu og skólaskrifstofa eða ????????

Það er leikvellir við Eyraskjól og Sólborg, leikskólana okkar sem eru jú í efribænum, en þeir eru hannaðir fyrir börn yngri en 6 ára og auk þess lokaðir á daginn og ég held að garðurinn á Sólborg sé alltaf læstur. 

 Já ég og lillan þrömmum því niður í bæ til að róla, á gamla Skipagöturólóinn og rólum þar í gömlum og lúnum rólum og skemmtum okkur ágætlega. Skipagöturólóinn man fífli sinn fegri og þyrfti að fara að endurnýja margt þar. 

Þá er meinhorni dagsins lokið kveðja Helga


Bloggfærslur 15. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband