Af verkfræðingum og mæðu.....

Mánudagur til mæðu.... já í dag var mæðulegur mánudagur.... ó já, suma daga á maður bara að vera heima og taka því rólega.... en það er ekki í boði og því verða til mæðulegir mánudagar.  Frown 

En kosturinn við mæðulega mánudaga er að það er heil vika í næstaWhistling svo á morgun ætla ég að hafa skemmtilegri dag.

Eitt af því sem gerði daginn mæðulegan var að ég þurfti að hringja og kvarta.  Húsfélagið mitt fékk nefnilega verkfræðiskrifstofu nokkra út í bæ til að útbúa útboðsgögn fyrir nýjar forstofuhurðir í blokkina og fá tilboð. Verkfræðingarnir gerðu það og unnu úr gögnunum.  Við pöntuðum hurðir og smiðurinn mætti loksins um helgina til að skoða aðstæður og taka mál og hvað kemur þá í ljós!  Fyrir ofna hurðina á nokkrum íbúðum er ekki steyptur veggur heldur spónaplötur og því ekki úr eldtefjandi efni, né hljóðeinangrandi eins og nýju hurðarnar eiga að vera (og þess vegna á að setja nýjar hurðir við viljum hafa öryggið í lagi) og hvað gerum við þá?  Það er tilgangslaust að hafa fínar öryggishurðir þegar þetta er ekki í lagi.

Þetta finnst mér að verkfræðingarnir hefur átt að sjá þegar þeir útbjuggu útboðsgögnin, eiga þeir ekki að hafa menntun og vit til að sjá þetta? 

Reikningurinn frá verkfræðistofunni var allavega ansi hárAngry  og því hélt maður að allt væri á hreinu og ekkert annað eftir en að fá hurðarnar.

Smiðurinn rak allavega augun í þetta strax og benti mér á þetta og nokkuð ljóst að eitthvað verður að gera í málunum. 

Ég hringdi því í dag í verkfræðiskrifstofuna og fékk þau svör að jú allir væru mannlegir ok það veit ég en kom on þeir ætla að senda mann eftir mánaðarmót til að kíkja á þettaShocking já ekki hröð þjónusta það né heldur reynt að bæta fyrir mistökin nei og svo fæ ég áræðanlega annan reikning himin háan fyrir bætt mistök argg.................

Hvað gera bændur þá??

Mæðulegar kveðjur Helga.


Bloggfærslur 17. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband