19.9.2007 | 21:39
Alltaf sami léttirinn (pís of keik)
Hjúkk, nú er námsefniskynningin (haustfundur með foreldrum) búin fyrir bekkinn minn þetta haustið. Eins og alltaf var hnútur í maganum og hálfgerður sviðskrekkur í mér, ég sem er búin að vera í þessum bransa í 15 ár, alltaf sami fiðringurinn í maganum.(held alltaf að foreldrar séu með horn og hala eða hvað) Ég vara að taka við nýjum umsjónarbekk því nýtt fólk sem mætti mér,.... en eins og alltaf reyndist þessi nýi foreldrahópur vera einstakt úrvalsfólk (a.m.k. þeir sem mættu, en hef góðan grun um að þeir sem heima sátu séu líka ágætis fólk). Fundurinn fór vel fram og gekk vonum framar og ég komin heim í heilu lagi og heilt ár í næsta fund. já þvílíkur léttir þetta frá (veit ekki af hverju ég verð svona stressuð því alltaf hefur þessi fundur gengið vonum framar). já svona eru raunir kennarans í dag kveðja Helga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)