28.4.2008 | 19:44
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Við erum komin heim eftir vel heppnaða ferð á Andresarleikana. Smá þreyta í fólkinu en allir ánægðir og glaðir. Komum heim um 1:30 á sunnudagsmorgun miklar tafir urðu á keppninni á laugadaginn svo mótslokum var frestað um klukkutíma og bílstjórinn var farinn að ókyrrast svo við fórum á stað um 17 á laugardaginn, þó ekki væri búið að slíta mótið formlega enda eins gott því Steingrímsfjarðarheiðin var frekar leiðinleg en við sluppum yfir áfallalaust sem betur fer
Skemmtileg rútuferð með skemmtilegum og góðum og glöðum krökkum... mikið hlegið og spilað á leiðinni... Gott að koma heim... dagurinn í gær var tekinn í rólegheitunum... sofið fram á hádegi og síðan bara letilíf...
Frúin á heimilinu er ekki til stórræðanna í dag, þreytt og með kvebba í nebba og hellur fyrir eyrum... heyri ekki hálfa heyrn... heyri ekki einu sinni það sem ég vil heyra... híhí
Það var mun bjartara yfir heimilinu þegar ég kom heim ... hann Óli minn var búinn að mála holið hvítt og þvílíkur munur... já það er bjartara yfir heimilinu.
Kveðja Helga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)