18.6.2008 | 22:22
Rólaði svo hátt að gleraugun fuku....
Gleraugun lillunar voru tilbúin 10. júní... hún er því búin að hafa þau í rúma viku... og bara tvisvar þurft að laga þau já á mánudaginn tókst henni að brjóta nefpúða og dag rólaði hún svo hátt og hratt að gleraugun þutu út í buskan og... skekktust svaka mikið.... en sem betur fer gátu snillingarnir í Gullauga lagað þau
... efnilegur viðskiptavinur á ferðinni þar... sé fram á að halda uppi nokkrum gleraugnabúðum með sama áframhaldi... vill til að gleraugun eru tryggð
..
Keypti í dag svokallaða bremsur á gleraugun... nú eiga þau að tolla á nefinu þegar prinsessan rólar svaka hátt...
Annars er lillan mjög dugleg að nota gleraugun og vera með lepp... þetta gengur mun betur en ég þorði að vona ... þó það komi stundir sem hún er ekki mjög hress með gleraugun.... við foreldrarnir eru sveittir við að pússa glerin svo eitthvað sjáist út... skyggni ágætt með köflum eða kámi
Kveðja Helga með pússklútinn á lofti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 19:53
Skemmtileg helgi að baki :)
Eftirminnileg helgi að baki... frumburðurinn kominn í fullorðinamannatölu og gaman hve margir lögðu leið sína til Ísafjarðar til að samfagna henni... pabbi og mamma komu á miðvikudaginn... litli bróðir, viðhengið og afleggjari hans komu á fimmtudaginn... Hugrún og Inga Sigga á föstudaginn... Kalli frændi og Marsa, Lundi frændi, Gabríel mágur og Auðbjörg, Gunna Gests og Oddný á laugardaginn og Barbara frænka á sunnudaginn...... gamna að hafa svona marga vini og ættingja í kringum sig... og svo mættu auðvita vinir og ættingjar frá stór Ísafjarðarsvæðinu
Dagurinn var frábær... unglingurinn fór í hárgreiðslu kl. 9 um morguninn og síðan lá leiðin í kirkjuna... falleg og yndisleg stund... fermingarbörnin sjö svo falleg og efnileg... stóðu sig eins og hetjur... þetta var stundi þeirra... Síðan lá leiðin í fermingar- og fjölskyldumyndatöku vona að hún hafi heppnast vel, a.m.k betur en þegar ég fermdist... (þær horrormyndir hafa aldrei verið sýndar opinberlega og farið með þær eins og ríkisleyndarmál
)... síðan
var haldið til veislu... og hún gekk vonum farmar a.m.k. held ég það... þrátt fyrir smá óhöpp eins og þegar kviknaði í servíettu og brunakerfið fór í gang ÓMG ... en þetta blessaðist allt enda fékk ég mikla hjálp hjá vinkonum mínum og mömmu ... og síðan voru það tvær valkyrjur sem voru í eldhúsinu og sáu um að allt færi vel fram ...takk Gunna og Erla þið eruð frábærar.... fermingarbarnið var alsælt með daginn og allar gjafirnar... ekki smá flottar... hún fékk nokkra skartgripi, afmælisdagabók, veski, snyrtivörur, fullt af peningum, 3 rúmföt, ljós, kerti, bók, og ég veit ekki hvað og svo á hún eftir að fá húsgögn frá gamla settinu og gjöf frá afa og ömmu og bræðrum mínum... já þetta voru frábærar gjafir og stelpan alsæl með daginn.
Frábær helgi og maður hálf dasaður ennþá... síðustu gestirnir fóru seinnipartinn á mánudaginn og hálf tómlegt í kotinu...
Kveðja Helga
p.s. hún fékk líka útivistaskíðapeysu sem á eftir að halda á henni hita í vetur
Bloggar | Breytt 23.6.2008 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)