Og allir komu þeir aftur...

Táningurinn er kominn heim  eftir 39 km gönguSmile. Já frumburðinn kom aftur heill á húfi, að vísu svolítið þreyttur en sæll og ánægður með ferðina.  Auðvita var mamman með óþarfa áhyggjur en svona eru mömmur víst. Náttúrlega var nóg nesti og alveg passlega mikið af fötum nema hvað.

 Ég er mjög ánægð með þetta framtak hjá Skíðafélaginu , alveg frábær hugmynd að fara með krakkana í gönguferð í Aðalvík og  hrista hópinn saman og fá góða æfingu í leiðinni. Ég held að þetta eigi eftir að skila sér mjög vel inn á æfingarnar í vetur. 

Harðsperrur hvað er nú það?

Nú er fyrsta vikan í líkamsrækt liðin og ég get ekki sagt að ég finni fyrir vellíðan og ánægju í kroppnum eins og sagt er frá í auglýsingunum, nei ég er búin að vera hálf afvelta alla helgina og skrölta um eins og gamalmenni, aum í kroppnum frá toppi ofan í tær.

 Hver var það sem ákvað að 24 tímar á sólahring værð passlegur tími fyrir nútímakonur?

Ekki ég svo mikið er víst, vikan leið allt of hratt og það var strax komin föstudagur og þá var ég með saumaklúbb,  auðvita var ég á síðustu stundu með allt, náði ekki að taka til af ráði þannig að ég gerði trixið sem aldrei bregst ,  sópa draslinu undir sófa, kveikja á kertum, dúmpa með blautri tusku vætta í æjaks í nefhæð á nokkrum stöðum og strauk létt yfir klósettið og það ilmaði allt af hreinlæti Wink (þetta bragð klikkar ekki ..... nema þið kveikjið ljósin afar mikilvægt atriði dempra  ljósin).  Sletti í eina köku með hraði með hjálp Bettyar  vinkonu minnar, þeytti rjóma og bjó til salsasalat.  Stelpurnar virtust mjög ánægðar, tóku ekki eftir neinu enda allar fyrirmyndahúsmæður eins og ég. Veitingarnar runnu ljúft niður meðan við gerum upp sumarfríin okkar og töluðum um landsins gagn og nauðsynjar.  Ekki smá gaman að hittast aftur og tala, hlæja tala aðeins meira og hlæja svo ég fór ekki að sofa fyrr en eftir 3.  Vaknaði síðan 7:30 og kom eldir dótturinni af stað í gönguferðina, var bara nokkuð hress eftir það og skellti mér í ræktina, tók aðeins á og gerði lítið meira þann daginn allur vindur úr mér kúrði upp í sófa með lillunni og horfði á skrípó.

Vaknaði í gærmorgun  stirð með afbrigðum og finn ennþá fyrir einhverjum vöðvum sem ég vissi ekki að væru til, allavegana ekki í mínum kroppi.  Errm

Reyndi samt að harka af mér og fann húsmóðurina í mér og reyndi að hressa aðeins upp á heimilið, dró draslið aftur undan sófanum og virkjaði aðra heimilismenn með mér í húsverkin (eða húsverkinn þ.e. verkinn sem maður fær við að taka til).

Já íslenska er skondið mál.  Kannski er orðið húsverk ekki til bara húsverkur.(stafsetningarvilla eða hljóðútfelling hver veit). Hvað finnst ykkur.  Ég fæ allavegana verki bara við tilhugsunina um að gera húsverk.LoL 

Kveðja Helga líkamsræktarfrík, (ég æta ekki að gefast upp strax ó nei).Haldin sjálfspíningarhvöt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband