Markaðssetning fyrir börn

í gær kom inn enn einn auglýsingarbæklingur inn um bréfalúguna stílaður á 13 ára dóttur mína og föður hennar.  Í þetta sinn frá mjólkursamsölunni.

"Hugsaðu um heilsuna og hafðu línurnar í lagi"                              "innihaldið skiptir máli fyrir útlitið

 Hvað er málið ?  Af hverju er verið að segja 13 ára dóttur minni að hún eigi að drekka fjörmjólk af því hún  inniheldur aðeins 0,3% fitu?   Er það ekki mitt hlutverk að sjá um að hún borði holla fæðu og passi línurnar, er ekki nær að senda mér persónulega þennan bækling, konu sem er vel yfir kjörþyngd? Mér finnst mjólkursamsalan seilast heldur langt í markaðssetningu sinni og ráðast á óharðnaða unglinga á þennan hátt.

nei takk ég ætla ekki að kaupa fjörmjólk handa dóttur minni, enda nóg af góðum mjólkurvörum á markaðnum (með fitu eða fitusnauðar) sem ekki eru eru með viðbættum efnum eins og D-vítamíni, ég vil frekar að dóttir mín fái D vítamín beint úr fjölbreyttri fæðu frekar en sem aukaefni í mjólkinni takk fyrir.

Bæklingurinn sem slíkur var ekki alslæmur, hann var fróðlegur og vakti mann til umhugsunar um heilsuna, en það sem ég er að gagnrýna er að hverjum hann beinist og hvernig varan er markaðssett fyrir unglingsstúlkur. 

Ég kæri mig ekki um markaðssetningu í gegnum börnin mín, ég vil geta keypt vörur á þeim grundvelli að þær séu hollar og góðar en ekki af því að dóttur minni er sagt að hún verið feit nema ég kaupi fyrir hana fjörmjólk.

 

Að lokum. Baksíða bæklingsins gerði mig afar reiða. Þar stendur.

 "Taktu ábyrgð og veldu góða heilsu. Góð heilsa er ekki heppni heldur val."

Velur fólk það að veikjast? ????Devil  Velja foreldrar langveikra barna að börn þeirra séu veik?  Valdi amma mín að vera með hjartagalla?  Valdi sonur minn að vera með ofnæmi?                                                                      kræst hvað ég var reið, ég veit vel að slæmur lífstíll getur stuðlað að vanheilsu en guð minn góður það eru margir sjúkdómar sem fólk fær hvort sem það er mjótt eða feitt, lítið eða stórt, íþróttamenn eða kyrrsetumenn eða hvort það lifir á heilsufæðu eða skyndibita.

 jæja nú er ég búin að ergja mig nóg á þessum bæklingi, skilst að ég eigi bæklingaríka- og auglýsingapésaríkaframtíð þar sem ég á barn sem á að fermast næsta vor.   Strax farin að hlakka til eða þannig.

Kveðja Helga

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

ÉG SKIL ÞIG SVO VEL ÞETTA ERU ÓÞOLANDI AÐFERÐIR OG EKKI M.S. TIL FRAMDRÁTTAR

ég er búin að missa allt álit á þessu einokunarfyrirtæki, allar létt vörurnar þeirra er með eiturefninu aspartami eða hægðarlyfinu sorbitol,

Svo er vibbinn dásamaður í auglýsingunum frá þeim, ég hef oft hugsað um hvað mjólkin myndi lækka ef auglýsingunum vær sleppt.

Annars hugheilar kveðjur vestur (norður) 

Fríða Eyland, 11.9.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Fríða Eyland

 "Taktu ábyrgð og veldu góða heilsu. Góð heilsa er ekki heppni heldur val."

Þetta dæmir sig sjálft. Vanhugsað, hvað skyldi höfundur hafa fengið borgað fyrir þvæluna?

Fríða Eyland, 11.9.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir kveðjuna  Fríða, gaman að fá komment á færsluna mínar Líka að einhver sé sammála kveða Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 15.9.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband