22.9.2007 | 14:45
Rólegheit
Það er útlit fyrir rólega helgi hjá gamlasettinu og snúllunni. Unglingurinn farinn suður á land, er í Bláfjöllum um helgin á skíðaæfingum (samt enginn snjór þar heldur þrekæfingar). Kópaþrek nefnist þessi samkoma og þarna er saman komnir flestir unglingar landsins sem eru að æfa svigskíði. Stíf dagskrá er alla helgina, puð, fróðlegir fyrirlestrar og skemmtun í bland svo ég fæ örugglega þreytta stelpu heim á morgun sem hefur skemmt sér vel og kynnst fullt af nýjum krökkum . Það var samt pínu erfitt að kveðja hana í gær á flugvellinum, alltaf smá kvíði í mömmunni hvort allt gangi upp, en maður getur bara ekki vafið börnin endalaust inn í bómull og hvað er betra fyrir ungling en að fá að reyna á sig á heilbrigðan hátt.
Strákurinn er hins vegar upptekinn, Grímur vinur hans er á Ísó um helgina svo hann sést bara heima í mýflugumynd, það á að nýta hverja stund í að bralla eitthvað og vinna upp sem þeir áttu eftir síðast þegar þeir hittust.
Já róleg heit hjá okkur hinum, fór samt í ræktina í morgun kveðja Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.