24.9.2007 | 22:03
Unglingurinn kominn heim af Kópaþreki :)
Stóra snúllan komin heim af Kópaþreki. Var veðurteppt í gærkveldi í borginni og fékk að gista hjá Geira föðurbróður sínum. Fékk að sjálfsögðu prinsessumóttökur enda ekki við öður að búast af þeim Geira og Sigrúnu. Það var að sjálfsögðu mjög gaman á Kópaþreki, hún kynntist fullt af nýjum krökkum og brallaði ýmislegt á milli þess sem henni var pískað út í þrekæfingum. Takk fyrir frábært mót Breiðablik.
Játningar .... Af átaki húsmóðurinnar fara hinsvegar tvennum sögum, það var náttúrlega nammidagur á laugardaginn eins og lög gera ráð fyrir en hann teygði heldur betur úr sér því það varð líka nammidagur í gær, fjölskyldan var nefnilega boðinn í mat til vina okkar og obbosí það var sko góður matur.... nammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm svo það verður kannski ekki eins skemmtilegar tölur í viktuninni í fyrramáli en svodann er þetta stundum, freistingar eru til að falla fyrir þeim (en bara stundum) en nú verður bara tekinn einn dagur í einu og ég ætla að vakna kl 5:40 í fyrrmáli og mæta í Stúdíóið.
Íþróttakveðja Helga freistingafallari
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.