27.9.2007 | 20:14
Oft er fis undir fögrum fötum
Sáðuð þið ítölsku fyrirsætuna í fréttablaðinu í gær? Ekki smá óhuggulegt, er þetta það sem við viljum sjá, sjúklinga með tonn af farða í flottum tískufötum? Fis í fögrum fötum. Ég er mjög ánægð með ljósmyndarann sem þorir að sýna okkur raunveruleikann í tískubransanum. Geðveikina sem býr að baki. Ekki það sem ég vil sjá fyrir mínar dætur. Ég óska þess að þær losni við það að vera með minnimáttarkennd yfir því að vera of stórar og feitar af því að þær líta ekki út eins og hrífuskaft.
Eru afgreiðslukonur í tískubúðum illa gefnar eða sjóndaprar?
Hef stundum velt þessu fyrir mér. Fyrir 15 árum síðan var ég 23 ára, 178 cm há, stórbeinótt en í ágætu formi og var ca 85 kg. Ég notaði föt í stærð 44. ok aðeins yfir kjörþyngd en í góðu formi. Ég ætlaði að kaupa mér útskriftardragt, fór í allar tískufatabúðir sem ég fann í borginni, en afgreiðslan sem ég fékk var vægast sagt ömurleg, eitthvað á þessa leið.
Afgreiðslukona(oftast ljóshærð grönn og smart klædd): "Get ég aðstoðað" ?( tyggjósmatt og væmin rödd)
Ég: "Já ég er að leita mér að dragt." Það var horft á mig, smá þögn og svo var dregin fram dragt í no. 36.
Afgreiðslukona "Vorum að fá þessar, ægileg smart"
Ég: " Áttu þessa í ca 42- 44"
Smá augnaráð, upp og niður aftur upp og niður eftir mér (hvað heldur þú að þú sért feitabolla augnaráð)
Afgreiðslukona "NEi, ........... en ertu búin að kíkja í Stórar stelpur"
Ég: Já það eru bara til föt í 48 og stærra. (var á þessum tíma)
Þetta endaði á því að ég fann 1 jakka í allri Reykjavík sem ég passaði í og var ekki kerlingalegur og fór svo í Hagkaup og keypti pils við. Ekki smá ömurlegt .... en sem betur fer hefur þetta lagast mikið. Nú er fullt af góðum búðum í Reykjavík með föt fyrir frjálslegavaxnar konur. Zik Zak Tískuhús er t.d. alveg frábær búð
, fæ alltaf frábæra þjónustu, það er snúist í kringum mig eins og prinsessuna á bauninni og til full af flottum smart fötum og á góðu verði , ekki smá gaman að geta valið úr mörgum flíkum. Að þurfa ekki lengur að kaupa forljóta flík bara af því hún er það eina sem passar.
Marilyn Monro fitubolla?
Ef Marilyn Monro væri ung í dag væri hún örugglega talin feit og alls ekki kynbomba heldur fituhlussa. Ef hún tæki þátt í American next toppmodel væri hún sögð í "óversæs" og fengi mikla samúð út á það, passað að hún væri ekki rekinn heim í fyrstu þáttunum oboy. Ekki smá klikkað ha.
Jæja nóg komið af þessu tuði í mér í dag. Kveðja Helga hin mjúka kona
Athugasemdir
Láttu mig þekkja þetta, það er engin leið að fá föt sem eru nógu og löng eða nógu og breið....
Ég fór inn í búð um daginn og mátaði allar stærðir sem kallinn átti til af jakkafötum og eina stærðin sem ég passaði í var stærsta stærðin og hún var meira að segja of stór
Síðan varð kallinn bara fúll og hálfpartinn rak okkur út úr búðinni 
Reyndar var þetta ekki sérverslun með föt fyrir stórt fólk en það er langt í land að fataverslanir sýni okkur skilning, allavega okkur karlmönnum
Ísak Pálmason, 28.9.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.