30.9.2007 | 00:26
Hvað segir fyrirsögnin þér????
Keypti nýjasta BB út í sjoppu í kvöld og fannst leitt að sjá fréttina á baksíðunni um vinnustað minn GÍ. "Skólastarf fer brösuglega af stað í GÍ". Fannst verið að gera lítið úr starfi okkar í GÍ með þessari fyrirsögn.
Fyrirsögnin hefði frekar átt að vera eitthvað á þessa leið "Skólastarf fer ótrúlega vel af stað í GÍ miðað við aðstæður" því það var sannarlega ekki auðvelt að koma til starfa eftir brotthvarf Jónu Ben frá skólanum , öll skipulagsvinna vorsins var í uppnámi og margir endar lausir. Jóna var búin ryðja brautina og var kletturinn í innleiðingu uppbyggingarstefnunnar og mjög bagalegt að sjá eftir hæfum skólamanni hverfa á braut. Já það var alls ekki auðvelt að byrja vinnu við þessar aðstæður, stundatöflur ekki fullkláraðar, vantaði en deildastjóra og kennara, rekstarfé skorði við nögl, o.s.frv. (þ.e. mjög margt sem hægt var að pirra sig yfir), en starfsliðið tók höndum saman og einhvern vegin tókst stjórnendum og starfsfólki skólans með gífurlegri vinnu og auka álagi að koma ástandinu í skólahæft horf og skólastarfið hófst á réttum tíma. Hef grun um að yfirmenn mínir hafi lítið sofið í ágúst. Flest vandamálin leystust farsællega, deildarstjóri og kennari fundust, reyndar vantar ennþá smíðakennara ...og rekstarfé er af skornum skammti
en það er víst ekki á allt kosið.
Það skal tekið skýrt fram að hér er ég ekki að gera lítið úr ummælum kollega míns á fræðslunefndarfundi því þar var hann aðeins að benda á þær aðstæður sem sköpuðust í haust. Hinsvegar finnst mér ekki hægt að segja að brösuglega hafi gengið í skólastarfinu, því að er ekki rétt, erfiðleikar voru og eru vissulega til staðar en allt starfslið skólans hefur lagt sig fram að gera sitt besta (og aðeins betur ef það er það sem þarf....) og því tókst Skarphéðinn sem betur fer að koma til skila í greininni og því er þessi frétt ekki alslæm er eiginlega bara óhress með fyrirsögnina hún er villandi og neikvæð.
Mín skoðun er því sú að skólastarf hafi gegnið ótrúlega vel miðaða við aðstæður. Vissulega var staðan við skólabyrjun erfið fyrir alla aðila en með sameiginlegu átaki tókst að gera eins gott úr hlutum og hægt var.
Kveðja Helga
P.s Hvernig er þetta með kennara geta þeir aldrei skilið vinnuna sína eftir í vinnunni, var að velta þessu fyrir mér, búin að eyða laugardagskvöldi í þetta vinnutengdablogg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.