Tíminn líður hratt....

Er hálf klökk í dag... fór í jarðaför og  eins og alltaf fær slík athöfn mann til að staldra við og hugsa um lífið og tilveruna.  Tilganginn og allt það.... Tónlistin svo hátíðlega sorgleg,  góð ræða hjá séra Magnúsi og mögnuð áhrif nýju altaristöflunar í kirkjunni,  allt þetta hreyfði við manni.

Alltaf er ég jafn ánægð með líkræðurnar hjá Magnúsi presti, hann nær að draga fram kjarnann í hverri persónu án þess að vera væminn eða setja hinn látna á stall sem einhverja súperhetju.  Hann talaði einstaklega falleg til barnanna sem í dag kvöddu pabba sinn hinstu kveðju.    já við erum heppinn með prest hér á Ísafirði.

Svona stundir fá mann til  að hugleiða hve tíminn líður hratt og að maður eigi njóta hverrar stundar,  lifa í núinu... því enginn veit sína ævi fyrr en öll er. 

Ekki geyma það sem þú getur gert í dag með  ástvinum þínum til morguns heldur gerðu það strax, á morgun gæti  það verið of seint.... 

Í dag hitt ég t.d.  fólk sem ég hef ekki sé í nokkur ár og fannst ekki vera mikið eldir en ég (það þýðir ungt fólk á besta aldri) og allt í einu tók ég eftir að það hefur elst... orðið svolítið ráðsettara og "virðulegra" heldur en mig minnti... og viti menn þegar ég fór að hugsa mig um þá uppgötvaði að það er einmitt komið á afa og ömmu aldur (þ.e. er nálgast 50 hröðum skerfum) óMGUndecided  Já kæru lesendur  í gær var ég 21 árs  ógift og barnlaus....í morgun þegar ég vaknaði var   ég allt í einu orðin 38 ára 3 barna móðir með reynslu á ýmsum sviðum...  já reiknið bara.... tíminn líður svo rosalega hratt sérstaklega eftir 35 ára afmælið.... hum hum .. Ég man þá tíð sem maður beið eftir hverjum afmælisdegi með óþreyju og fannst heil eilífð í næsta afmæli ... en núna vaknar ég á morgnana og man ekki hve gömul ég er,  bara að ég er þrjátíu og eitthvað...W00t var það allavega síðast þegar ég gáði.... en hvenær var það ... man ekki alveg....  

Nóg komið af bulli í bili kveðja Helga tímalausa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband