Samræmduprófin að baki ...

Annasöm vika er að baki, samræmduprófin búin hjá bekknum mínu og "loksins tími til að kenna" eins og einhver orðaði svo skemmtilega í skólanum.   Bara gott að þau er að baki Gasp.  Ég gæti röflað heilmikið um þessi próf en stundum er gott að hafa vit á að þegja , fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Whistling  Finnst þau samt stýra starfi mínu um of og sem fagmanneskja finnst mér t.d.  erfitt að þurfa að bjóða nemendum með lestrarefriðleika upp á svínþungann lestexta sem inniheldur mörg sjaldgæf orð og snúnar spurningar.  Hvar er hugsjónin um nám við hæfi? Skólastarf sem kemur á móts við þarfir hvers og eins?    Jamm en svona er Ísland í dag.

 

Í dag var mikið að gera hjá mér, var voða dugleg og fór í ræktina með Bergþóru kl. 9 í morgun og púlaði í heilan klukkutíma duglegGrin  síðan lá leiðin í íþróttaskólann með lilluna og þar var voða stuð og eftir hádegið fór ég á kynningarnámskeið hjá Rauða krossinum.  Stíf dagskrá.  Ætla að taka því rólega á morgun.

Stóra dúllan er ekki heima, hún fór á landsmót ungra harmonikkuleikara  á Reykjum í Hrútafirði. Nóg að gera hjá henni. 

Jæja nóg komið í bili. Kveðja Helga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband