Erum ofarlega á vinsældarlista hjá skoðanakönnunum hf eða hvað?

Hvað getur maður verið oft á tilviljanakenndu úrtaki hjá "skoðanakönnunum"  hf???? Bara spyr enn eitt símtalið á þessu ári. 

Spyrill:"Góða kvöldið, þetta er xxx hjá "skoðanakönnun hf"  er Ólafur við"??

Ég: "Nei en hann vill örugglega ekki tala við ykkur.  "

Spyrill: "Ertu viss? Má ég hringja síðar"

Ég: ´(er hér að spara spyrlinum aukafyrirhöfn) J´ég er alveg viss hann vill ekki tala við ykkur.

Spyrill: afsakið ónæðið, takk fyrir.

 Ég og minn ekta maður eru löngu hætt að nenna að taka þátt í skoðanakönnunum, samt man ég a.m.k. eftir þrem öðrum hringingu síðan um áramót enda kosningar á árinu, finnst skrýtið hvað við komum oft upp, vildi óska að ég væri svona heppinn í öðrum  útdráttum . 

Aumingja fólkið sem vinnur þarna ég segi alltaf nei takk fyrir mig, hlýtur að vera leiðinlegt að fá mörg nei... en friðhelgi heimilisins er í húfi.

Hér átti að koma langur pistill um leiðinlega símasölumenn sem sífellt svindla á rauða x-inu í símaskránni,  ég nenni ekki að skrifa mig inn í  Devilskap, svo sá pistill verður að bíða betri tíma.

Góða nótt kveðja Helga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ aftur Helga, mikið er ég sammála þér með þessa sölumenn, og skoðanakannanir við erum líka með þennan rauða kross, en þetta hætti ekki fyrr en ég hringdi á Hagstofuna og lét taka okkur úr einhverjum lista þar. Þeir fá víst einhverja úrtakslista hjá þeim. síðan þá hefur verið heimilisfriður. Ég mæli með að þú athugir málið hjá Hagstofunni.

Bestu kveðjur Addý

Addý (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir ábendinguna Addý, ég þarf að athuga þetta kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 27.10.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband