1.11.2007 | 20:23
Snjór, snjór, snjór.....
Nú er allt hvítt og fallegt úti, allt miklu bjartar og notalegra (að vera inni í hlýjunni ) . Já mér finnst gott að það er komin smá föl í skammdeginu :) Börnin er líka mjög hress með snjóinn hér á Ísafirði og vona að það snjói bara hressilega næstu daga svo hægt sé að komast á skíði. Lillan er himinsæl og vill vera út í snjónum.
Fréttir af flugeldasýningunni segja að hún hafi verið mjög góð.... en ég frétti það bara.... ég var nefnilega að horfa á sjónvarpið og dagskráin það "góð" að mín sofnaði bara yfir henni og hrökk upp við dúndur og þrumur úti og sá bara nokkra blossa
já ekki góð meðmæli með rúv (er nebblega af skosku nurlarakyni og tími ekki að borga fyrir sjónvarprásir sem ég hef ekki tíma til að horfa á)
Já fyrir ca fimm árum þurft ég að vera heima í 6 vikur vegna veikinda og mágkona mín lánaði mér afruglarann sinn, ég borgaði af honum .... en eftir að hafa verið á sjúkrabeði í nokkra daga og horft á sjónvarpið , þá fannst mér ég alltaf vera að horfa á sömu þættina og við nánari athugun var hver þáttur endurtekinn 3 sinnum "boooooring" auk þess fannst mér dagskráin ekkert betri en rúv og skjár 1, ég horfði mun meira á skjáinn og hann er ókeypis.... og bara margir góðir þættir
já ég játa að ég horfi stundum á topp módel og allt í drasli (ekki smá gaman að horfa á allt í drasli, það er alltaf aðeins verra heldur en hjá mér.... mér finnst allt bara helmingi hreinna hjá mér eftir hvern þátt
) og líka lögguþættina.
Er hætt að fíla bráðavaktina eftir að hinn sexý dr. Green dó (þessi sköllótti).
Játning vikunnar er sem sagt: ég er tímalaus nískupúki og tími ekki að borga fyrir stöð 2 og er heldur ekki með fjölvarp.....
Já ég er hálfgert fornaldarskrímsli að þessu leiti finnst bara ég ekki hafa tíma til að horfa á allar þessar rásir...
ég væri samt til í að vera með dönsku rásina (hvað heitur hún????) því ég elska danska þætti eins og Króníkuna, Mattador, Örninn.... já ég er mjög hrifin af dönsku sjónvarpsþáttum.
Já nóg komið af bulli kveðja Helga
P.s. líkamsræktarátakið er enn í fullum gangi, er komin með vott af sjálfspíningarhvöt og læt möglunarlaust pína mig áfram...... já ég get að sjálfsögðu ekki látið það fréttast að ég gefist upp á undan Bergþóru frekar xxxxxxxx hehe hef fundið ótal nýja vöðva í kroppnum.... og tapað 6 kílóum sl. vikur, veit ekki hvað Óli segir, ég er farin að rýrna.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.