6.11.2007 | 18:34
Geðsveiflur.....
Í gær var ég í e-h geðvonskukasti, fannst allt ómögulegt, dagurinn byrjaði ágætlega en þegar líða tók á morgun fór heldur að kárna gamanið, einhvernvegin gekk ekkert alveg upp í vinnunni, allt sem gat farið úrskeiðis gerðist, óþekktargenin skinu í gegn hjá englunum sem ég kenni (féll smá á geislabaugana hjá sumum) ÓMG svo voru smá breytingar á skipulagi í vinnunni ...ekki að mínu skapi...(maður vill jú halda í það gamla og góða þó það nýja sé kannski ekki svo slæmt).. . var ekki alveg að höndla þetta ... fannst allt og allir vinna á móti mér .... svona aumingja ég kast.... já þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum þegar ég kom heim til að arga ekki á allt og alla.... jammm var að alvarlega að íhuga að skipta um vinnu, fara að vinna á kassa í Bónus eða gerast viðskiptagúrú á millum á mánuði eða vinna í lottói eða ... gerast prinsessan á bauninni.
Já ég var virkilega geðvond í hjarta mínu í gær hér er mynd af mér hí hí... Þessi geðvonska kórónaði svo allt að ég var andvaka hálfa nóttina, náði smá kríu undir morgun,var búin að velta öllu óréttlæti heimsins fyrir mér... Dreif mig síðan á fætur kl 6 grá og gugginn og fór í ræktina, ennþá með vott af aumingja ég kasti.... en eftir smá púl og andlegan stuðning frá Bergþóru fór brúnin að lyftast á mér og skapið að batna og þegar ég kom heim var stóra snúllan búin að kom systkinum sínum á fætur og allt í gúddí. Ég fór samt með hálfum hug í vinnuna en vitið menn ... það var búið að pússa alla geislabaugana og englarnir mínir bara mjög fínir í dag
... það var bara mjög gaman í dag, flest gekk upp og krakkarnir mjög duglegir að vinna... en ekki hvað
..
Geðvonskukastið er horfið á braut og ég er farin að sjá "þe bræt sæt of læf" þ.e. björtu hliðarnar á lífinu a.m.k í bili. hjúkett ekki smá erfitt að vera geðvonskupúki... mæli ekki með því....
Kveðja Helga hin geðprúða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.