20.11.2007 | 20:19
Hvað er að hjá lyfjamarkaðinum?
Var að horfa á fréttirnar á rúv í um helgina og þar var talað um hvað vantar mörg lyf á Íslandi í dag.
ARG GARG SPANGÓL
Ég er ein af mörgum Íslendingum sem þarf að taka lyf á hverjum degi út ævina og hef sannarlega fundið fyrir óöryggi gagnvart geðþótta ákvörðunum lyfjainnflytjenda á hvaða lyf eigi að vera til hér á landi.
Eitt af þeim lyfjum sem ég verð að taka heitir Minirin. Fyrst notaði ég lyf á nefúðaformi en það var ekki að virka nógu vel fyrir mig og því stakk læknirinn minn upp á að prófa töfluformið af lyfinu, og því líkur munur, þetta var allt annað líf og lyfið virkaði mjög vel fyrir mig. En Adam var ekki lengi í paradís, fyrir rúmu ári var allt í einu hætt að flytja þessar töflur inn og í staðinn komu frostþurrkaðar tungurótartöflur. Ok töflurnar virka fyrir mig en þvílíkt ógeð að þurfa 2x á dag að setja þær undir tunguna og bíða smá stund meðan taflan bráðnar, áður en maður fær sér að drekka eða borða. Já bragðið er eins og pappír (mér finnst ég vera upplifa fermingardaginn 2x á dag) og ef maður hittir ekki alveg undir tunguna finnst mér lyfið ekki virka nógu lengi yfir daginn. Já ekki gott mál og auðvita kostar þetta miklu meira fyrir ríkið, gömlu töflurnar og nefúðalyfið kostuðu ca. 15.000 3ja mánaða skammtur, en frostþurrkaðar tungurótartöflurnar kosta milli 40.000 og 50.000 kr. Já fyrir hvern var þetta gert??? Alla vega ekki fyrir kúnnann mig, ég vildi miklu frekar taka mínar gömlu töflur.
Annað lyf þarf ég að eiga í skápnum til öryggis ef ég verð veik. Ég hef sem betur fer aldrei þurft að nota það en síðast þegar ég endurnýjaði lyfið var búið að breyta skammta stærðinni í stað 10 mg taflna fékk ég 20 mg töflur vegna þess að hætt var að flytja hinar inn. Af hverju veit ég ekki en mun erfiðara er að brjóta töflur í 4 parta heldur en í 2. Frekar óþægilegt það.
Ég hef einnig lent í því að lyf sem var ávísað fyrir son minn var ekki til í landinu og þurft hann því að fá annað lyf heldur en var í upphafi ávísað.
Ég hef reyndar verið svo "heppin" að þetta eru aðeins minniháttar óþægindi fyrir mig en þó hvimleitt og fyllir mig óöryggi gagnvart framtíðinni. Án lyfjanna minna get ég ekki lifað og því óþolandi að einhver maður út í bæ geti ákveðið að hætta að flytja inn lyfið af því að það er ekki nógu hagkvæmt fyrir fyrirtækið. Hvað má þá fólk segja sem hefur lent í því að lyfið þess er bara als ekki lengur til í landinu???? Hver er ábyrgur fyrir lífi okkar og limum??? Á einhver að hafa vald til að ákveða að lyf sé ekki hagkvæmt og því ekki flutt inn , þrátt fyrir að það stefni líf einhvers í hættu???
Já stórt er spurt og fátt um svör.
Já svona er lyfjamarkaðurinn í dag, ekki að þjóna litla manninum.
Eitt er það sem stendur þó uppúr þegar lyfin mín eru annarsvegar er sú frábæra þjónusta sem ég hef fengið í Apótekinu hér á Ísafirði, Jónas lyfsali er að gera mjög góða hluti fyrir okkur og mjög lipur að redda því sem redda má. Aldeilis frábært
KVeðja Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.