Óvönduð vinnubrögð :(

Nú á dögunum kom bréf stílað á son minn frá Landspítalanum, ég var að vonum hissa, átti ekki von á neinu þaðan, hann var reyndar nýlega þar í blóðprufu en læknirinn hans var búin að búin að láta okkur vita um þær niðurstöður.  Hvað með það mín reif nátturlega bréfið upp og vitið menn, þetta var áminning um skuld upp á tæp 30.000 kr.  Ég kom af fjöllum, fékk létt áfall og settist niður....... herti síðan upp hugann og skoðaði blaði betur... nei þetta var eitthvað dularfullt á ferð....  dagsetning frá í mars... við vorum ekki í borginni á þessum tíma.... og blóðprufa kostar fjxxx  ekki 30.000 kr......  nei ... þetta passaði ekki og við nánari athugun sá ég að  bréfið  var stílað á nafna sonar míns með heimilisfang í Hafnafirði.... dó... mikið hvað mér létti, ég skoðaði umslagið aftur jú þar var nafn stráksins og heimilisfang , hvernig getur þetta gerst,  ég fæ rukkun fyrir mann í Hafnafirði senda til Ísafjarðar.....   Ekki gott mál...... Ég tók upp símtólið og hringdi í innheimtudeildina á lansanum og talaði þar við mann til að láta vita af þessum mistökum.  Afgreiðslan sem ég fékk var frekar léleg og þegar hann loks náði erindinu sagði hann þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur og kvaddi.  Hann tók ekki niður nafn eða heimilisfang rukkunareigandans,  bað mig ekki afsökunar á þessum óþægindum  né þakkaði hann fyrir að láta vita .... svo nú á ég von á að þessi rukkun tikki ennþá á dráttarvöxtum og verið send eitthvað í innheimtu sem verður dýr fyrir viðkomandi mann.... Léleg vinnubrögð þar.....  ótrúlegt að rukkun sé send á 10 ára gamalt barn sem er ekki fjárráða.... ekki með sömu kennitölu aðeins sama nafn ......skil ekki.

 Jæja nóg komið af tuði, allt fínt að frétta af heimilinu, ný hurð komin á íbúðina, reyndar ekki alveg frá gengið.... smiðurinn ætlar að klára um helgina.... (hvaða helgi það verður kemur í ljós  hehe þessir iðnaðarmenn hafa svo afstætt tímaskin)  ....   já og nú ligg ég yfir því að finna hinn fullkomna barkarofn, sá gamli orðin lélegur..... en sá á kvölina sem á völina... já ég er orðin gráhærð á þessu.... alltof mikið í boði.....   ég er með valkvíða af slæmu tagi, ..... ætla að sofa á þessu í nokkra daga.

KVeðja Helga með valkvíðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband