26.12.2007 | 15:02
Gleðileg jól...
Gleðileg jól.... já nú er annar í jólum runnin upp. Þegar ég leit út um gluggann í morgun var ég vissum að ekkert yrði flogið í dag en sem betur fór lagðist veðrið og búið er að fljúga hjúkket. Já því í dag stendur mikið til hjá stóru snúllunni minni, hún fór fljúgandi suður í hádeginu og er komin á hótelið í Keflavík. Það var spenntur hópur sem beið á flugvellinum áðan, 7 alpagreinakrakkar og fararstjóri ásamt fullt af gönguskíðakrökkum sem biðu með öndina í hálsinum, lendir flugvélin eða ei. 40 mín. sveim í Djúpinu og svo loks lenti vélin. Það var ekki laust við að stórt andvarp liði yfir salinn, hjúkkkkkkk. Reyndar var fólk farið að spá í að redda rútu undir liðið en
óþarfa áhyggjur.
Já Snúllan mín stóra er á leið til Noregs snemma í fyrramáli og kemur ekki aftur heim fyrr en 8. janúar. Í Noreg á að skíða alla daga og æfa grimmt.... Þar verða nýju skíðin vígð með pompi og prakt, því ekkert skíðafæri hefur verið hér á Ísafirði. Höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að það sé frábært skíðafæri í Geilo Já mikil spenningur hefur verið í gangi undanfarna daga og ekki laust við smá pirring í gærkveldi þegar pakkað var niður, er örugglega allt með.????... mammmmmmmmmma ÓMG Það hefur veri mikið að gera við að redda öllu fyrir ferðina og jólin síðustu vikur, ekki smá sem þarf að taka með sér af útbúnaði og við að gera allt í fyrsts sinn, t.d. 2 pör af skíðum og 2 pör af skíðastöfum og auðvita skíðatösku undir það, skíðaskó og hjálm og tösku undir það, skíðaúlpu og buxur, sviggalla, flísstuttbuxur, skíðaullarnærföt, skíðasokka og lúffur, lambhúshettu, kuldakrem, sólkrem, bakhlíf og legghlífar auk venjulegs útbúnaðar s.s. föt og snyrtivörur. já nú krosslegur mamman í mér fingur og vonar að ekkert mikilvægt hafi gleymst.... alla vega er stúlkan farin af stað með nesti og nýja skó (ný skíði) .... henni létt ekki smá á aðfangadagskvöld þegar hún fékk skíðatösku... mamma og pabbi búin að kvelja greyið með því að hún gæti bara haft svarta plastpoka utan um skíði.... ekki smá lummó.... eini unglingurinn á öllu landinu sem þarf að gera það....
haha smá púki í mér stundum.....
Já það var ekki auðvelt að kveðja snúlluna í morgun, sami hnúturinn í maganum og vanalega þegar frumburðurinn reynir sig við eitthvað nýtt.... kannast við það þegar hún byrjaði í leikskóla og grunnskóla, þegar hún fór á fyrstu skíðaæfinguna, þegar hún fór fyrst ein út að leika..... já nú er bara að vona að allt gangi nú vel ... sem það jú auðvita gerir enda er frábært fólk með henni ....
Já það sem eftir er dagsins ætla ég að eyða í rólegheitunum og njóta þess að slappa af, borða góðan mat og lesa bækurnar sem ég fékk í jólagjöf.
Jólakveðja Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.