Rangar upplýsingar á útsölu.

Nú er tími útsalna að hefjast á Ísó og á föstudaginn kíktum ég og stóra snúllan á útsölu hjá JOV-fötum.  Mamman ég var en svolítið meir eftir að hafa endurheimt táninginn frá Noregi og því auðvelt að fá mig til að   splæsa á dúlluna.  Hún fann nokkra "æðislega"toppa og þar sem stóð 50% afsláttur á veggnum hjá toppunum ákvað ég að splæsa í tvo,....  en það var sko ekki 50% af  akkúrat þessum toppum, nei  spjaldið var bara fyrir þá sem voru fyrir neðan það ekki þá sem voru fyrir ofan, en þar stóð bara ekki neitt,  afgreiðslukonan sagði því miður þessir eru bara á 40% afslætti.  Já ég var hálf fúlAngry eða réttara sagt frekar mikið fúlDevil, og benti henni á það..... þetta var að vísu ekki nema ca 800 kr. en samt það munar um minna.  Ég var samt ekki að skammast mikið í afgreiðslukonu greyinu  því jú hún vinnur bara þarna (er ekki eigandi) og endaði á að kaupa hxxx toppana, enda rosa flottir. En eitt er víst að ég versla ekki meira þarna á næstunni, a.m.k. er ég hætt við að kaupa gallabuxurnar sem snúllan sá  ætla frekar að kíkja í Jón og Gunnu....   Og þetta  var  í fyrsta skipti sem ég kaupi föt þarna á táninginn, hef ekki átt mikið erindi í þessa búð áður en snúllan varð táningur.... því ekki hefur mikið verið af fötum á frjálslegavaxnar konur eins og mig þarna...... því miður.....

Meinhorni dagsins lokið, nenni ekki að tuða meira í bili.

Já Snúllan er komin heim heilu og höldnu frá Noregi og alsæl eftir frábæra ferð.  Hún er reyndar svolíði þreytt eftir allt puðið en mjög ánægð.  Álfhildur frænka og Kristján sonur hennar kíktu á hana einn daginn (ca 2 tíma ferðalag fyrir þau) og eyddu með henni síðdegi og enduðu á pizzastað( ég á í smá erfiðleikum með að sjá Álfhildi fyrir mér á pizzastað en auðvita er Álfhildur bara svo frábærWink....)

 Snúllan keypti sér skíðahúfu með hári (ekki smá flotta)  og aðra svipaða fyrir elskulegan bróður sinn(en ekki hvað)  og henni fannst ekki smá fyndið að Kristján fékk sér eina líka ( tíhí LoLenda er hann vaxinn upp úr hárinu og rakar yfirleitt á sér skallann.) ekkert pjatt þar á ferð...  Snúllan er strax farin að plana aðra ferð að ári  ÓMG ég sem er rétt búin að jafna mig á tilhugsuninni um að senda hana í síðustu ferð.... jæja dönt vörry strax .... auðvita verður þetta ekkert mál.....   og nærri heilt ár þangað til.....   bara byrja að spara strax......    *KVeðja Helga  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband