20.1.2008 | 14:36
Meiri snjór óskast...
Loksins er hægt að skíða í Tungudal og það voru sælir krakkar sem loksins komust á alpaæfingar í gær .... en meiri snjór óskast helst í gær... því það er helst til lítið af honum og verður því að fara extra varlega. Næstu vikur í lífi mínu munu vonandi einkennast af skutli á skíðaæfingar og sækja á skíðaæfingar, en það geri ég með bros á vör bara ef það er nægur snjór og gott færi.
Ég og lillan ætlum líka að skella okkur á skíði... er meira að segja búin að fá loforð fyrir carvinskíðum fyrir hana sem mér er sagt að séu miklu auðveldrar að kenna á.... fékk gömul skíði fyrir hana í fyrra sem við notuðum afar lítið enda helst til löng.... lillan var ekki alveg tilbúin þá að renna sér, fannst reyndar rosa gaman fyrsta daginn en þverneitaði næst þegar ég fór með hana (er sauðþrá eins og pabbi sinn ef hún tekur eitthvað í sig
) ... en nú er hún harðákveðin að fara á skíði og var hálf móðguð þegar hún fékk ekki líka að fara á skíði eins og systkini sín í gær .... Henni finnst hún eiga rétt á því að fá að gera allt eins og stóra systir og bróðir...
en ekki hvað.... ég líka.... víst.... ég líka.... og ef hún fær ekki sitt fram reynir hún bara að framkvæma það sjálf.... ekkert að tvínóna við hlutina ... framkvæmir bara ..... en þessir foreldrar og systkini þau eru nú bara ekki alltaf að skilja hana og valtra yfir hana .. þvílík mannréttindabrot
en svona er að vera minnst.....
Já ég óska eftir að fá meiri snjó hér á Ísó.... Kveðja Helga skíðamamma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.