30.1.2008 | 20:06
Annir og þorrablót og ...... :)
Nú er nóg að gera hjá minni, próf í skólanum þ.e. ég er að láta börnin taka próf (hehe fæ útrás fyrir xxx mammmmm) stærðfræðipróf í gær og hraðlestrarpróf í dag, var bara ánægð með krakkana þar, flestir að bæta við sig í hraða og nokkuð sátt með stærðfræðiprófið þetta eru svoddan dugnaðarforkar hjá mér, á morgun verður síðan lesskilningspróf og skriftarpróf á föstudaginn og þau eiga auðvita eftir að standa sig vel þessar elskur. Já nóg að gera í vinnunni og tíminn líður ekki smá hratt, 1/12 af árinu næstum liðið... kræst ... ég er alltaf með stafla af verkefnum.. þau vaxa hreinlega á borðinu hjá mér... ég get svarið að þegar ég klára 1 eru komin 3 ný í staðinn.
Á mánudaginn er maskadagurinn og mikið um dýrðir hér á Ísó. Ég sótti gamla búninga niður í geymslu í gær og nú er litla dúllan að klæða sig upp á, fann gamlan búning af stóru dúllunni prinsessu pils og slá (mín saumaði það í denn ekki smá myndó þó ég segi sjálf frá....) og líka kórónu.... hún vill helst fara í búningnum í leikskólann. Hún man ekki eftir maskadeginum síðan í fyrra og mikið að spá og spyrja um hann, hvað gerist o.s.frv. Stóra dúllan er 13 og of "stór" fyrir að maska, stelpurnar í bekknum eru að plana maskadagshitting eða gistingu heima hjá einni... kemur í ljós.... annars er hún að fara að keppa á skíðum norður á Dalvík um helgina og er mjög spennt....
Við gamla settið eru að fara á Þorrablót Hnífsdælinga á laugadaginn, það verður örugglega mikið stuð eina og vanalega.... og þó barnapían sé ekki heima er ég búin að redda því..... klikka ekki á því skil bara ekki að allt þurfi að hitta á sama tíma... hvernig gat fólki dottið í hug að hafa skíðamót á Dalvík þegar það er þorrablót í Hnífsdal ÓMG ..... snýst heimurinn ekki í kringum mig???? skil bara ekki.... en ég er sem sagt búin að redda málunum og nú er bara beðið um gott veður á laugadaginn, (ekki snjóa mikið þá .....)
Nú líður senn að ástandsskoðun á frúnni, þ.e. ég á að mæta í eftirlit hjá lækninum mínum í R.víkinni 11. febrúar, ekki mjög spennt , eða réttara sagt farin að fá smá kvíðahnút í magann, á samt ekki von á öðru en góðri skoðun, hef ekki fundið fyrir neinu og heilsan bara verið í fínu lagi. En þegar þessi árlega skoðun nálgast fer hugurinn af stað og hvað ef.... fer að leita á mann.... reyni samt að stilla á "rósemd og æðruleysi" takkann er xxx ekki alltaf það auðveldasta í heimi....
en að sjálfssögðu er ekkert annað í boði og ég verð bara mjög feginn þegar þessi dagur er liðinn og ég get farið að hafa áhyggjur af öðrum hlutum ´
jæja nóg komið af bulli í bili ætla að fara að strauja þorrablótsdressið (léleg afsökun fyrir því að nenna ekki að blogga meira) bæjó Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.