Maskadagur

Í dag er maskað hér á Ísó gaman.... Grin  Í morgun dressuðu krakkarnir sig upp í grímubúning og fóru á maskaball í skólanum.  Lillan fór á leikskólann í prinsessuklæðnaði...  flott...  þeir sem vilja sjá hana geta kíkt á fréttirnar á rúv í kvöld (þar er frétt um bollu/maskadaginn) ... hún er í rauðri pallíettuslá og auðvita lannnnng flottust InLove . Sonurinn á bænum klæddi sig upp sem skíðamann, fór í sviggallann og hafði skíðahjálminn á höfðinu og stóra systir lánaði honum meira að segja flísstuttbuxurnar sínar (það er mjög mikill heiður fyrir hann og meira en ég átti von á en systkinaástin kemur sífellt á óvart, hún sagði strax já, lét hann ekkert ganga á eftir sér.... kannski er þetta merki um aukinn þroska????Halo).  Hann var búinn að klæða sig í allt skíðadressið, líka ullarnærfötin þ.e. hann var klæddur fyrir a.m.k. -5 ° og standbæ fyrir fjallaferð , ég stoppaði hann af og lét hann vera bara á naríunum innanundir og við ákváðum að hann yrði bara á venjulegum skóm ekki skíðaklossum... hí´hí sé hann alveg fyrir mér dansa á skíðaklossunumTounge og rauðglóandi í framan af hita.... já svona er ég illa innréttuð geri bara grín af afkvæmum mínum... skamm Helga..... Hann tók sig náttúrlega ekki smá vel út .... miklu flottari en Ingimar Steinmark var um árið Wink

 Það var mikið fjör á maskaballinu í skólanum, allir uppáklæddir og fínir og margar furðuveru á ferli, í bekknum mínum voru m.a. læknir, golfkall, fótboltakappar, beinagrind, ninja, smábörn, sjúklingur, poppstjörnur, Bob Marley, skrímsli, töfralæknir... já og ég var hippi, hí hí

Svo í kvöld fór ég með lilluna um blokkina til að maska  og hún söng "Ó mamma gem mér rós í hárið á mér"  af mikilli innlifun fyrir nágrannana og uppskar fullan poka af nammi... gaman....Grin Sonurinn fór með vini sínum út í bæ áðan og ætluðu þeir að maska um allan bæ....   koma áreiðanlega  með mikið nammi heim á eftir ÓMG ekki gott fyrir tennurnar hí hí en sálin skemmtir sér vel.... Stóra snúllan fór í maskadagspartý með bekkjarsystrum sínum.... það verður líka fjör hjá þeim...

Nóg komið af bullinu í mér núna

Maskakveðja Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband