Ný lífsreynsla.... ekki sú skemmtilegasta....

Slysin gera ekki boð á undan sér.... það fékk ég að reyna sl. þriðjudag þegar ég stóð yfir pottunum og var að elda saltkjöt og baunir fyrir afmælisbarnið á heimilinu (sá gamli varð 46 ÓMG) og ný búin að setja kremið á afmæliskökuna þegar síminn hringdi... Sæl Helga ... þetta er Þorsteinn læknir ... sonur þinn lendi í slysi á skíðum.... ... já ca klukkutíma síðar var ég á leiðinni með sjúkraflugvél til R.víkur.  Ég hálf hljóp yfir á sjúkrahús og sjónin sem við mér blasti var vægast sagt frekar "skerí"  Drengurinn minn var í sneiðmyndatöku, lá meðvitundarlítill á bekknum og skalf af kulda.... með heilmiklar umbúðir yfir hægra auganu....  læknarnir gátu samt strax sagt mér að útlitið væri ekki eins slæmt og í fyrstu var haldið.... hann væri með stóran skurð yfir enninu og smá mar á heilanum en ekkert benti til þess að það blæddi inn á heilan.... en í öryggisskini vildu þeir senda hann suður... ég skaust heim og sótti lyfin mín (vissi að það var möst) en þegar ég opnaði fataskápinn þyrmdi yfir mig og ég sá ekki neitt sem ég gæti tekið með mér... ég lokaði því skápnum aftur og hugsaði með mér ég gæti alltaf keypt mér föt í borginni ef ég þyrfti...  Síðan lá leiðin út á flugvöll og ég fékk að upplifa verstu flugferð lífs míns... sat þarna í smá rellu með strákinn fyrir framan mig og lækni við hliðin á honum.... endalaus  flugferð... í myrkrinu og þegar læknirinn stökk upp úr sætinu og fór að stumra yfir drengnum fór um mig... hélt að hann væri að fá hjartastopp.... en sem betur fer var hann "bara" að æla og þrátt fyrir að ælulykt svifi yfir öllu varð mér ekki flökurt (Sem betur fer,  á venjulegum degi hefði ég setið og kúgast með æluna upp í kok en á svona stundu fann ég ekki fyrir neinu , skrýtið)  Eftir að mér fannst endalausa flugferð lentum við í R.Víkinni og brunuðum með sjúkrabíl beint á slysó í Fossvoginum, þar beið okkar mikið læknalið og mér var létt er ég sá að Aron sem er mjög fær heilaskurðlæknir var þar á meðal (gott að vita að hann var í öruggum höndum á mönnum sem vita hvað þeir eru að gera) .  Drengnum var skellt aftur í myndatöku og hún sýndi sömu niðurstöðu og fyrir vestan(sem var jú mjög gott) en þar sást einnig ´örlítil sprunga í höfuðkúpunni.  Síðan var lýtalæknir kallaður út og kom hann og saumaði drenginn saman.  Þrátt fyrir mikla "reynslu"  frá Bráðavaktaráhorfi" gat ég ekki horft á þessar aðfarir.... og horfði á allt annað þarna inni í herberginu á slysó.... Stráksi kvartaði mikið þegar verið var að deyfa hann sem var mjög gott þá vissi maður að hann var með meðvitund.   Að saumi loknum (sem tókst mjög vel að ég held)  var okkur ekið eftir endalausum ranghölum upp á gjörgæslu.  Þar tók á móti okkur frábært fólk sem bar okkur á höndum sér, ég þurfti að vísu að bíða smá stund frami meðan stráksi var græjaður ofan í rúm, með endalausar snúrur þvers og kurss... Síðan var mér boðið inn og náð í lazyboy stól fyrir mig svo ég gæti verið hjá honum um nóttina.  Það var nú ekki mikið um svefn hjá mér þessa nótt, stráksi var vakinn með reglulegu millibili (hann var ekki hrifinn) til að athuga með status og meðvitund og þess á milli pípti í tækjunum í hvert sinn sem stráksi hreyfði sig...  Það var alveg yndislegur hjúkrunarfræðingur (meira að segja strákur) sem sá um stráksa þessa nótt,  og

allt starfsfólkið alveg frábært.  Stráksi svaf alla nóttina og rétt rumskaði þegar hjúkkan ýtti við honum, var frekar pirraður í hvert skipti.   Um morguninn mætti síðan fullt af læknum og skoðuðu stráksa og voru svo ánægðir með stráksa að ann var útskrifaður af gjörgæslu og sendur með sjúkrabíl á Barnaspítalann, þar var tekið mjög vel á móti okkur og hugsað vel um okkur, aldeilis frábært fólk hér (Haloalgjörir englar).   Stráksi hefur nánast sofið allan tímann, fyrst núna seinnipartinn í dag sem hann hefur vakað meira en smá stund, farinn að fara framúr og byrjaður að borða og aðeins farinn að taka eftir umhverfinu.  Sem sagt bara mjög jákvæðar fréttir, svefninn hjálpar víst til með batannSmileSleeping 

Já nú hef ég öðlast nýja lífsreynslu og prófað margt nýtt. Vissulega lífsreynsla sem ég vildi gjarnan vera án en heppin hvað við eigum gott heilbrigðisstarfsfólk sem er tilbúið að gera allt fyrir mann sem hægt er.   Í dag birtist hér kona sem lánaði mér fullt af myndum til að horfa á og líka þessa tölvu svo nú hef ég nóg við að vera milli þess sem ég sinni drengnum. Ekki smá vel hugsað um mannSmile

í gær fékk ég svo sendingu að heiman, maðurinn minn pakkaði niður fyrir mig fötum (reyndar  kannski ekki alveg þau sem ég hefði pakkað niður hi hi en ég tek sko alveg viljann fyrir verkið og frábært að geta skipt um fötWink)

Jæja nóg komið af bloggi í bili, þarf að fara að kíkja að kútnum mínum. Kveðja Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Elsku Helga, gott að vita að allt gangi vel hjá stráksa þínum og þér, ó já þetta er örugglega ekki það sem mann langar að upplifa. Góð skrif hjá þér eins og alltaf.

Batakveðjur

Addý á Akranesi

Arndís Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband