Allt á uppleið.. :)

Skíðakappinn minn er óðum að líkjast sjálfum sér á ný, hægra augnalok breytir hratt um lit, í fyrra dag var það fjólu-fjólublátt- í dag er það að vísu en fjólublátt en líka gult og grænt... og minnkar óðum, meira að segja farið að rifa í augað á bak við ef maður leitar velCool.   Heilsan er einnig að batna, hann losnaði við næringu í æð í dag og er farinn að borða ögn og drekka sjálfur Joyful.  Við fengum hjólastól lánað og tók tvo góða rúnta um sjúkrahúsgangana í dag, ekki smá gott að komast út úr stofunni og sjá annað umhverfi, við kíktum líka í heimsókna á leikstofuna og skoðuðum aðstæður, hún verður að vísu lokuð um helgina en við fengum lánað dót og myndir til að hafa á stofunni hjá okkur.  Ég er ekki frá því að þessir rúntar hafi hresst kappann minn við a.m.k. er lundinn mun léttari og hann farinn að líkjast sjálfum sérSmile ekki spillti fyrir að Grímur vinur hans kíkti inn í smá stund og ætlar að koma aftur á morgun.  Ég ætlaði að kíkja út í kvöld en veðrið er þannig að það er hvorki mér né hundi út sigandi þessa stundina svo ég fer ekki víst ekki neitt. Hér er vel hugsað um okkur,  alveg frábært starfsfólk sem vill allt fyrir okkur gera, algjörir englarHalo. Takk kærlega fyrir okkur.

Eitt sem mér finnst svolítið skrýtið er að ég les stundum svo kölluð "hetjublogg" á netinu sem mér finnst mjög gott því það lætur mann hugsa um hvað maður hefur það gott í lífinu þrátt fyrir að ég eigi ekki allt sem mig langar í og ekki hafi allir draumar mínir ræst   þ.e. þau  fá  mann til að meta það sem maður á betur. Hvað með það ég var einmitt að hugsa um það hvað þær væri gott að vita af Barnaspítalanum  sl. helgi  ef eitthvað kæmi upp á  (hef svosem aldrei spáð mikið í þetta áður) .... já og hér er ég nú.... skrýtið ha.....  

Jæja nóg komið af blaðrinu í mér í bili kveðja HelgaSideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband