9.2.2008 | 21:53
.....
Skíðakappinn minn er óðum að skríða saman, hann er að vísu enn mjög þreyttur og hefur lítið úthald samt hressari en í gær. Við erum ennþá á Barnaspítalanum og ég veit ekki hvað við þurfum að vera lengi, tökum bara einn dag í einu, enda væsir ekki um okkur hér, frábært starfsfólk sem vill allt fyrir mann gera. Samt verður ""bestast"" að komast heim.
Grímur vinur hans kom í heimsókn í dag og við fórum á rúntinn á hjólastólnum og þegar við vorum að fara út af deildinni kom ein hjúkkan á eftir okkur og lánaði okkur annan hjólastól svo strákarnir voru báðir í hjólastól.... ekki smá gaman.... við fórum í hjólastólasafarí um gangana hérna niðri og mikið hlegið og skemmt sér vel.... það þarf oft ekki mikið til að gleðja og láta fólki líða betur.
Reyndar var kappinn nokkuð þreyttur að loknu safaríinu og steinsofnaði smá stund... Við Grímur horfðum bara á eina mynd á meðan.
Önnur heimsókn vakti líka athygli hjá hjúkkunum hér... kraftaverkakonan Guðrún Gunnarsdóttir kom og heimsótti kappann með "orkusteinana" sína og einstöku nærveru. Hún fór höndum og steinum um kappann og ég horfði á hann slaka á og steinsofna á eftir.... þessi kona er sannkallaður engill með sína ótrúlegu nærveru, manni líður alltaf svo vel eftir að hafa hitt hana... sérstaklega ef maður er slappur eða illa fyrir kallaður....
Hún var nýkominn og byrjuð að fara höndum um drenginn þegar 2 hjúkkur birtust eftir vaktaskiptin og komu til að heilsa upp á okkur.... svipurinn var óborganlegur á þeirri íslensku ... efinn skein út úr andliti hennar og ég held að hún hafi verið að velta fyrir sér geðheilbrigði okkar ti hi
.... hin var útlensk og greinilegt að hún var opnari fyrir svona meðhöndlun.... hihi vildi vera fluga á vegg inn á vakt til að heyra hvað þær voru að pæla á eftir.... Já alla vega er kappinn minn mun sáttari við lífið og tilveruna og leið mjög vel eftir að hún kom sem er auðvita frábært og til þess var jú leikurinn gerður....
Kærar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem hafa aðstoðað okkur á einn eða annan hátt síðustu daga, stuðningur ykkar veitir okkur mikinn styrk
Pabbi ætlar að koma til borgarinnar á morgun til að aðstoða mig með nafna sinn, alveg frábært.... því þá þarf ég ekki að fresta ástandsskoðuninni á mér á mánudaginn, er að fara í eftirlit til læknisins, byrja daginn á blóðprufu, fer síðan í segulómun og enda hjá lækninum eftir hádegi.... var farinn að hafa áhyggjur af því enn vissi að ég ætti góða að......
Litla snúllan er með hlaupabólu og því á Óli ekki heimagengt ... ekki hægt að koma með bólustelpu í heimsókna á barnaspítalann og ekki heldur hægt að láta hana í pössun þegar hún er veik.... já allt þarf nú að gerast í einu.... tilviljun???? kannski ???? kannski ekki???? er þetta allt saman samsæri???????
Kveðja Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.