18.2.2008 | 20:50
Svekt út í myndbirtingar af slysum.....
Já ég hef oft verið að furða mig á "ósmekklegum" myndbirtingum af slysum.... en svo lendi ég og mín fjölskylda í því sjálf 5. febrúar og þá varð ég mjög reið út í myndatökumann sjónvarpsins á Ísafirði.... hann var kominn á svipuðum tíma og sjúkrabíllinn (ef ekki fyrr) upp á skíðasvæðið til að mynda .... hann brást greinilega mjög hratt við og var mættur á svæðið.... til hvers jú til að mynda alvarlega slasað barn.... hann var búinn að fá fréttirnar löngu á undan okkur foreldrunum og tók myndir... án leyfis .... og þær eru birtar án leyfis okkar.... og löngu áður en hægt var að láta alla nánustu ættingja vita af slysinu ... .. hefði hann líka birt þær ef þetta hefði verið banaslys???? vafalaust.... því við höfum fordæmi fyrir því hér fyrir vestan... mjög ósmekkleg mynd af banaslysi fékk verðlaun sem besta fréttamynd ársins 2006.
Ég geri mér alveg grein fyrir að slys eru fréttir en þarf að birta myndir af slysstað, björgunarfólki og hinum slasaða í nærmynd ???? og á hvaða tímapunkti á þá að birta þær??? pirr pirrr
fyrir hverja eru þessar myndir???? Er fréttin ekki frétt ef ekki er nógu óhuggulegt myndefni með????
hvar er "aðgát skal höfð í nærveru sálar á ferð"????
Ég vissi sem betur fer ekki af þessari myndbirtingu fyrr en nokkrum dögum eftir slysið (ég hafði öðrum hnöppum að hneppa á þeim tíma) en þær stungu verulega í hjartað og það fauk verulega í mig.... ég varð líka vör við þrýsting frá fjölmiðlun á slysadeildinni....
síminn hringdi hjá einum lækninum sem var að hlúa að drengnum mínum og það var fréttamaður að spyrja um drenginn minn... hvernig í fjandanum vissi hann að einmitt þessi læknir sæi um hann.. Daginn eftir var líka hringt á sjúkrahúsið ... á þeim tíma var ég ekki tilbúin að tala við fjölmiðla, fannst nóg að þeir vissu að drengnum liði eftir atvikum vel.... en eftir að í ljós kom að allt færi vel hafa þeir engan áhuga sýnt og ekkert haft samband .... kannski hafa þeir aðallega áhuga á fréttum sem "fara illa"??????
Já ég er verulega pirruð yfir ósmekklegum myndbirtingum af slysum og finnst alltaf jafn skrýtið hvað myndatökumenn er fljótir á slysstað a.m.k. miðað við það hvað þeir sýna oft skólastarfi og öðru menningarstarfi lítinn áhuga og ef þeir á annað borð sýna áhuga koma þeir jafnvel löngu á eftir að atburðurinn er búinn... til að mynda hann.... Þá er ekkert verið að flýta sér....
Kveðja Helga pirraða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.