20.2.2008 | 18:40
... foreldraviðtölin frá þetta skólaárið :)
Foreldraviðtölin frá.... og ég búin á því.... ég er úrvinda eftir svona törn, 16 viðtöl... (ÓMG ég þakka fyrir að vera ekki með 25 barna bekk eða 30) samt gengu þessi viðtöl öll vonum framar eins og vanalega , foreldrarnir og börnin er bara svo fín
.... en þrátt fyrir það er allur vindur úr mér.... þreytt... þreytt... " Nonni stendur sig vel í.... þarf samt að passa skriftina... tala minna.... læra meira... mætti hlusta betur..... samt flott hjá þér... lesa meira ... ekki flýta sér.... nema þegar hann er að koma allt of seint úr leikfimi...hugsa um hvað þú átt að gera ekki hvað hinir eru að gera.... passa heimnámið... þarf að vera duglegri að lesa heima... er mjög dugleg/ur að lesa heima.... er mjög dugleg/ur... vandvirk/ur.... metnaðarfull/ur....frábær námsmaður.... stendur sig að öðruleiti vel.......
" Þessar setningar og margar aðrar ultu upp úr mér í stríðum straumum..... ójá margar eru raunir kennarans en..... ekki vorkenna mér mikið .... ég valdi þetta víst sjálf....
Auðvitað voru börnin mín algjörir englar að sögn kennara þeirra (of corse... börnin mín ) þau standa sig vel í skólanum og eru fyrirmynd annarra barna í framkomu og góðum siðum(
tíhí þó ég segi sjálf frá... vona að unglingurinn fái ekki kast yfir þessu.... finnst mamma nógu klikkuð fyrir þó hún bloggi ekki þetta) í alvöru eru þau að standa sig vel og það er auðvita frábært!!!!
Í alvöru.... ég játa að ég er fegin að það eru bara 2 svona dagar á skólaári.... samt er frábært að hitta alla foreldrana og auðvita alveg nauðsynlegt....
Kveðja Helga þreytta.............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.