27.2.2008 | 19:48
Olíuhreinsistöð????
Nei takk mér finnst olíuhreinsistöð ekki spennandi kostur fyrir okkur Vestfirðinga eða yfirhöfuð okkur Íslendinga. Af hverju?...er ég þá á móti atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum, 500 störf og allt það ? Nei... en ég held að það séu margir aðrir kostir betri í stöðunni...t.d. þeir sem koma fram í "Vestfirðir á teikniborðinu"
... en það eru umhverfisáhrifin sem skelfa mig, öll áhættan sem er tekin fyrir aðeins nokkra áratugi, því olíubirgðir heims endast ekki nema í nokkra áratugi í við bót, einhvertíma sá ég töluna 40 ár nefnda jafnvel enn minna og hvaða olíu á að hreinsa? Hvar fáum við olíu??? . Það er ekki bara minnkandi olíubirgðir heims sem skelfa mig.... líka sú ógn við umhverfið okkar sem stafar m.a. af aukinni umferð olíuskipa.... sú mengun sem hreinsistöðin sjálf framleiðir.... sú eyðilegging á umhverfinu í kringum stöðina... sjónmengun... umhverfismengun... óafturkræfar breytingar á umhverfinu... jurta og dýralíf, hvað með það?... sú mengun sem verður til ef við knýjum olíuhreinsistöðina með olíu ... umhverfisáhrif sem raforkuver kostar .... jú það þarf mikla orku í olíuhreinsistöð... erum við tilbúin til að breyta stórum hluta landsins í uppistöðulón fyrir raforkuver???? viljum við ígildi margra "Kárahnjúkavirkjanir" í viðbót????
Þessar spurningar leita á mig og svörin sem ég fæ við þeim skelfa mig... mér finnst við vera fórna of miklu fyrir stundarhagsmuni.... og rökin með hreinsistöðinni er í mínum hug ekki nógu góð til að ég telji það verjandi að taka áhættuna og fórna hreinleika Vestfjarða.... því þar tel ég að auðlind okkar liggi... í ósnortinni náttúru.
Kveðja Helga umhverfissinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.