28.2.2008 | 12:47
Lillan veik
Lillan veik... já þegar ég kom heim úr ræktinni í morgun var lillan óvenju öfugsnúin, hún vildi ekki borða og mamma átti bara að hjálpa henni... ekki að ræða að stórasystir fengi að snerta hana.... mamman keyrði samt á að klæða hana og snurfusa fyrir daginn, en þegar ég var að "troða" (ekki mjög samvinnufús aldrei þessu vant, vön að vilja klæða sig sjálf) henni í útigallann kom ég við ennið á henni, það var óvenju heitt.... og þá fyrst kviknaði á perunni... kannski er barnið veikt svo mælirinn var sóttur (digitalmælir sem ég set undir handlegginn) þá upphófst óhemjugangur ... ekki mæla mig böööö ... en ég skellt samt mælinum undir handlegginn á henni og þegar hann var kominn í tæplega 38 sá ég að ekki var um að villast barnið er veikt og hætti píningunni í bili. Tók upp tólið og lét vita að ég kæmi ekki í vinnu í dag
því Óli fór eldsnemma í morgun í vinnuna og var lengst inn í Djúpi þegar ég hringdi.
Já mín er með smá samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni (samt veit ég að lillan þarf meira á mér að halda og þetta reddast í skólanum)... ég er nefnilega rétt að vera búin að rétta úr kútnum, vinna upp tafir og allt komið í fastar skorður aftur síðan ég var með Skíðakappann í borginni um daginn Já og var heldur ánægð með mig í gær þegar ég bauðst til að sjá um að skella inn nýju vikuáætluninni þessa vikuna... og árshátíðarvinnan að komast á skrið.... ætlaði að byrja á nýrri bók í íslensku í dag með krökkunum... ætlaði að föndra í náttúrufræði með krökkunum og búa til kartöflukarlinn ógurlega .... já sem sagt margt á döfinni.... en þetta hlýtur að reddast
...
En ótrúleg þessi börn, þegar lillan var búin að öskra úr sér lungun vegna mælingarinnar settist hún með mér í sófann og pantaði að horfa á Söngvaborg og nú er diskurinn búinn að ganga 3 hringi og hún sitja og syngja með og leika sér smá í pleymó .... og ekkert sérstaklega slöpp að sjá.... (ég fæ svo sjaldan hita að ég ligg eins og skata um leið og mælirinn stígur..... )já hún var bara nokkuð hress fram yfir 11 en þá skreið hún skyndilega upp í fangið á mér og kvartaði yfir hausverk og var sofnuð nánast um leið....
Já í dag verð ég heima og hjúkra lillunni, veit að allt reddast í vinnunni.....
Stóra snúllan er að fara á skíðamót um helgina og fer með flugi suður á eftir.... já nóg að gera hjá henni, ? hvort hún komist heim á sunnudaginn í tæka tíð fyrir miðsvetrartónleika.... .... en hún missir af "fermingarsýningunni" sem beðið hefur verið eftir.... en það er ekki hægt að vera allstaðar.... og hún vill ekki sleppa skíðamóti , vona bara að veðrið verði gott.
Kveðja Helga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.