9.3.2008 | 16:58
Pirr... yfir læknasímatímum ....
Á fimmtudaginn var ég ekki smá pirruð.... ég átti að hringja í einn af læknunum sem sá um skíðakappann minn um daginn, hitti þennan lækni ekki sjálf, pabbi minn var hjá nafna sínum þegar hann kom og ég fékk skilaboð um að hringja í hann fimmtudaginn 6. mars milli kl. 10 - 12, til að endurmeta stöðuna t.d. hvernig kappinn hefði það og hvort tímabært væri að hann mætti fara aftur á skíðaæfingar o.s.frv. Já ég var auðvita að kenna og skellti mér beint í símann kl. 11 um leið og ég losnaði úr kennslu............ það svaraði strax á skiptiborðinu og mér gefinn síminn inn til læknisins... og ég beið og ég beið og ég beið... í ca 35 mín. með hev..... símatónlist í eyrunum og allt í einu slitnaði .... bibibib... ég hringdi aftur og fékk símann gefinn til hans... og beið í 2 -3 mín og þá hringdi bara út... ekkert svar.... og ég hringdi aftur og þá var mér gefinn síminn upp á barnadeild... en þar á bæ vissu þau ekkert um þennan lækni...svo símastúlkan tók niður nafnið mitt og stráksins og ætlaði að láta lækninn fá skilaboð um að hringja í mig... en ekkert hefur gerst hingað til..... og hvað á ég að gera... bíða í 1 viku í viðbót???? eða bara láta hann sigla sinn sjó...???? þyrfti samt að ráðfæra mig við hann, fá svör við nokkrum spurningum.....
Þarna var ég búin að vera samtals um 45 mínútur í símanum, búin að missa af frímínútum og matartímanum og orðin allt of sein í kennslu.... sem betur fer var ég búin að gera ráðstafanir þannig að börnin þurftu ekki að bíða eftir mér, þau voru komin í vinnu.... (ég vinn nefnilega með svo góðu fólki)
Já þetta finnst mér illa farið með tíma minn og annarra sjúklinga ..... að bjóða fólki að bíða tímunum saman í símanum, taka sér frí frá vinnu og fá ekki svar.... það er fúlt ég hef svosem þurft áður að bíða í síma.... en þá oftast náð á lækninn ....
Þá vil ég frekar hafa það eins og hér á Ísafirði.... hér panta ég bara símatíma hjá lækninum og hann hringir í mig, yfirleitt fæ ég gefið upp c.a. hvenær hann hringir t.d. milli 11 og 12. Stundum er símatíminn upppantaður og þá fæ ég bara tíma næsta dag... sem sagt miklu betra heldur en láta fólk hanga tímunum saman í símanum. Spar heilmikinn tíma og vinnu hjá sjúklingum. Svona er þetta líka hjá lækninum mínum í R.vík... ég panta símatíma og hann hringir í mig.
Ég veit vel að það er oft mikið að gera hjá þessum læknum og ber virðingu fyrir þeirra starfi.... en ég geri líka kröfur um að þeir beri virðingu fyrir tíma og lífi fólks... við erum ekki bara númer út í bæ... við höfum líka okkar skyldur og tíminn okkar er líka verðmætur....
... auk þess er það þó nokkur sálrænspenna sem myndast við það að þurfa að bíða tímunum saman í símanum... allavega hjá mér ... ég verð alltaf smá stressuð og kvíðin...., gleymi ég nokkru... hvað á ég að segja??? o.s.frv....
Já þetta þarf ekki að vera svona.... ekki á tímum gsm síma...
Kveðja Helga pirraða á læknasímatímum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.