14.3.2008 | 20:15
Skíði .... I love it...:)
Kom dauðþreytt og pirruð heim úr vinnunni í dag .... með höfuðverk .... en þegar ég kom heim byrjaði suðið.... mamma gerðu það komdu á skíði.... gerðu það ... gerðu það ... þú er best.... og mín leit út um gluggann ... glampandi sól og blíða :)... alveg ekta skíðaveður..... svo ég lét undan þrýstingnum þrátt fyrir að ég væri ekki alveg að nenna því og skellti mér á skíði.... stelpuskíðaferð því skíðakappinn á heimilinu er ennþá slappur... já við mæðgurnar skelltum okkur á skíði og þvílík paradís.... fór nokkrar ferðir með lilluna í barnalyftunni og síðan var systrunum mútað.... ég splæsti í kakó og meðan fór ég eina ferð allaleið upp í Miðfellslyftu og skíðaði niður .....
ekki smá frábært.... glampandi sól + frábært færi = vítamínsprauta og gleði.... ólýsanleg..... að þjóta niður á fleygi ferð.... á skíðum skemmti ég mér trallalllllllllllllla...... já sveim mér þá að heilsan hafi ekki bara batnað um mörg stig... a.m.k. geðheilsan.... frábært!!!
Kveðja Helga með sól í hjarta og skíði á fótum.... komin í páskafrí......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.